— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Grágrímur
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/13
Samsæri II

Einhverntímann í árdaga veru minnar á Gestapó, þegar galdramenn, endur, tígrar, konungar og aðrar hetjur riðu enn um héruð Baggalútíu og enþá voru skrifuð félagsrit, skrifaði ég félagsrit sem ég kallaði Samsæri (og má lesa hérna ) Það fjallaði í stuttu máli um það að flest sem mér líkaði eða þætti gaman að, væri dæmt til að vera ósöluhæft og hætt að selja það. Þetta var mest í gríni gert, enn nú stend ég frammi fyrir enn einu svona dæmi... og held ég að það sanni mál mitt endanlega.
Eftir að ég flutti frá Danmörku ákvað ég reyna að hætta að vera atvinnulaus aumingi að skella mér í skóla, miklu betra að vera fátækur námsmaður, og ákvað að fara aftur í Háskólann í Bókasafns og upplýsingafræði, ég hafði reynt það áður en flosnað upp frá námi, aðallega vegna heimsku, enn í þetta sinn gekk það bara ágætlega. Ég lærði þá mögnuðu staðreynd að nám gengur miku betur fyrir sig ef maður drullast til að stunda námið og lesa námsbækurnar. Merkileg staðreynd sem ég hefði mátt fatta fyrr.

En víkur nú sögunni til dagsins í dag, ég á umþaðbil eitt og hálft ár eftir af náminu og þá er tilkynnt að já einmitt, leggja á BA nám í Bókasafns og upplýsingafræði níður... og bjóða aðeins upp á meistaranám. Eftir umþaðbil 60 ár (og kennslan í sumum fögunum hefur haldist óbreytt síðan) á að leggja námið niður sem ég er að stunda. Jújú, þeir sem eru í BA náminu "fá að klára sitt nám", en fleiri BA nemendur verða ekki teknir inn... aldrei.
Þarf fleirri sannana við?
Það er eitthvað dularfullt í gangi... ég hefi frekar átt að fara í stjórnmálafræði.

   (2 af 31)  
3/12/13 13:01

Billi bilaði

Gerðu það, skráðu þig í guðfræði og lögfræði eins og skot. Viðskipta- og hagfræðideild fljótlega eftir það.

3/12/13 13:02

Grágrímur

Já kannnski maður skelli sér bara...

3/12/13 13:02

Vladimir Fuckov

Er nokkuð möguleiki að þjer getið laumað yður inn í raðir óvina ríkisins ? [Ljómar upp]

3/12/13 13:02

Mjási

Heia Norge! Allt eitt stórt samsæri,
Það ætti að troða makríl upp í rassgatið á þeim.
(Öllum helvítis kvótanum.)

3/12/13 14:01

Anna Panna

Áhugavert... hefurðu íhugað að skrá þig í stjórnmálaflokk? Jafnvel fara í framboð?!

3/12/13 14:01

Grágrímur

Ef ég væri ekki með ofnæmi og fengi útbrot ef ég er nálægt Framsóknarmönnum, myndi ég skra mig um leið í þau glæpasamtök.

3/12/13 14:01

Billi bilaði

<Bólusetur Grágrím>

3/12/13 14:01

Vladimir Fuckov

[Skráir Grágrím í nokkra stjórnmálaflokka]

3/12/13 14:01

Clark Kent

[skráir Vladimir í kvennahlaupið]

3/12/13 14:02

rutúnK

Það er ekki búið að loka Gestapó ennþá.

4/12/13 00:01

Grágrímur

Nei, merkilegt nokk, en trafíkin á Gestapó byrjaði að dala svakalega mikið um einu og hálfu ári eftir að ég kom... Og er núna sennilega ekki nema svona 20 prósent af því sem var þegar ég byrjaði. Hvort það sé vegna þessa samsæris eða bara af því að ég sé svona leiðinlegur... er spurning sem ég vill ekki vita svarið við. [glottir eins og fífl.]

Grágrímur:
  • Fæðing hér: 25/12/06 04:26
  • Síðast á ferli: 28/3/24 11:53
  • Innlegg: 12720
Eðli:
Skrýtinn gaur með alltof mikinn frítíma, Þjáist af heiftarlegri ritstíflu.
Fræðasvið:
Rannsóknir á áður óþekktum hámörkum í leti, áhrif of mikils svefns á menn og hvernig hægt er að komast af með því að gera sem minnst og ermeð lágskólapróf í málvillu
Æviágrip:
Fæddist fyrir um 30 árum og er enn að átta sig á aðstæðum. Ef Þú tekur saman allt sem ég hef áorkað í þessu lífi og þjappar því niður á einn dag, myndi það bara kallast þó nokkuð gott