— GESTAPÓ —
J. Stalín
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/06
'Miðbærinn brennur!'

Kannski heldur seint að skrifa þetta núna, en betra er seint en aldrei!

Eins og allir vita brunnu tvö hús í miðbænum síðasta vetrardag. Allir fengu rosalegt 'sjokk', sögðu að hluti menningarlegrar arfleiðar Íslendinga væri horfinn. Hvað er málið? Öllum var sama um þessi hús fyrir brunann. En allt í einu núna, þegar húsin eru horfin, virðast þau hafa verið svo merkileg.
Ég tek mér það leyfi að líkja þessu við Kárahnjúka. Nákvæmlega öllum var sama um þetta svæði áður en samþykkt var að gera stíflu þar. Margir virkir mótmælendur Kárahnjúka eru á meðal þessa fólks.
Tvennt má ætla úr þessu... að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað mikið er af verðmætum fyrr en það er hrifsað frá þeim... eða það að fólk gerir úlfalda úr mýflugu!
Að mínu mati á það síðarnefnda um atvikin tvö hér að ofan.

   (6 af 14)  
5/12/06 02:01

krossgata

Það eru að verða til úlfaldahjarðir hér á landi.
[Slær frá sér mýið í óða önn]

5/12/06 02:01

Regína

Skyldi fólk líka láta svona í öðrum löndum (sk. útlöndum)?

5/12/06 02:01

Þarfagreinir

Enginn átt hvað átt hefur fyrr en misst hefur ...

Annars er ég alveg sammála því að þessi gríðarlegi leiði yfir hvarfi húsana þykir mér undarlegur. Þó svo að þau hafi verið gömul og hafi átt sér merkilega sögu, þá er ekki eins og þau hafi hýst merkilega starfsemi í seinni tíð. Svo er verið að tala um að reisa þau aftur í upprunalegri mynd, þá auðvitað með miklum kostnaði. Allt til að halda í einhverja fortíðarþrá, og þar að auki er það staðreynd að timburhús eiga til að brenna, eins og margsannað er.

Mér þætti miklu nær að reisa önnur hús þarna, eins og gert var við Lækjargötuna með góðum árangri að mínu mati. Í miðbænum er aldrei nóg pláss til neins, en samt er fólk sífellt að mæra þessi gömlu hrörlegu timburhjalla sem nýta plássið illa. Erlendis hefur fólk ekki vílað sér fyrir því að rífa gömul hús í miðbæjum borga - það heitir 'urban renewal' upp á enskuna.

Já, það væri kjörið að nota tækifærið fyrst þessi hús brunnu og byggja eitthvað nýtt.

5/12/06 02:01

Grágrímur

Meinarðu þá Iðu-Slys v.2.0 eða?

5/12/06 02:01

Þarfagreinir

Kannski eitthvað skárra en það ... viðleitnin var góð þó það hús sé kannski misfrítt.

5/12/06 02:01

GarúnGarún

Þetta er eins og maður tekur leikfang lítils barns. Þó barnið sé ekki að leika sér með það þá fer það samt að grenja og vill fá leikfangið sitt.

5/12/06 02:02

Hakuchi

Það er ekki misfrítt. Það er viðbjóður. Lækjartorgið er nógu grámyglulegt fyrir en að það þurfi enn einn dökkan 'nútímalegan' klump á horn þess. Svona til að kóróna eymdina.

Ég er mjög sáttur við að fá þessi gömlu hús upp aftur í upprunalegri mynd. Þá á ég við framhliðina, það má vel bardúsa eitthvað að innan eða lengja það inn á lóðina að aftan. Ástæðan er viðleitni til að halda í gamla götumynd en slíkar götumyndir gefa Reykjavík þann litla sjarma sem hún þó hefur. Ef gömul hús borgarinnar hefðu verið rifin og upp hefðu risið tískuhörmungar hvers tíma væri Reykjavík álíka spennandi og sovésk borg í Úralfjöllum. Önnur ástæða er einfaldlega sú að ég treysti ekki íslenskum arkítektum eða byggingaraðilum til að reisa nokkurn skapaðan hlut sem gæti verið nokkuð annað en ömurlegt, kalt og ómannúðlegt.

Frekar vil ég gervi-gamalt og hlýtt sem fólk mun njóta næstu kynslóðir (þá verður gervið farið úr hinu gamla) í stað kumbalda andlegrar fátæktar sem verða orðnir eins smekklausir og slæm tíska níunda áratugarins áður en árið er liðið.

Einu sinni var Torfan hinum megin við Lækjargötuna í niðurníðslu og engum til geðs. Til allrar lifandi hamingju var hún endurreist í stað þess að byggja sóvétviðbjóðinn sem þar átti að rísa. Sovétviðbjóðurinn þótti einmitt vera svo nýr og praktískur.

5/12/06 03:00

B. Ewing

Ég er ötull stuðningmaður þess að viðhalda götumyndinni EN... það má ekki vera á kostnað góðrar nýtingar á þessum lóðum að mínu mati. Rétt eins og Hakuchi þá vil ég sjá fallega skel á húsunum en að innan má þessvegna vera fimm hæða bílakjallari niður í jörðina, sama er mér.
Eftir að ég sá stórglæsilegt hús í Lúxembúrg "tekið í gegn" þannig að skelin ein stóð eftir og nýtt hús var í raun byggt innan í skelina, þá var ég sannfærður um að þarna væri framtíðarlausn fyrir miðbæinn í Reykjavík. Ekkert óþarfa niðurrif heldur falleg, krúttleg, íslensk götumynd með vel heppnaðri bakdyraviðbót.

5/12/06 03:01

Gvendur Skrítni

Ég vil byggja álver þarna. Við skellum því bara upp á endann, 400 hæðir eða svo - við það fáum við mikil samleiðaraáhrif og jákvæða þróun fyrir atvinnulíf í miðbænum.

5/12/06 03:02

Mútta

Ég er sammála Hakuchi, punktur.

5/12/06 03:02

Nornin

Og ég er sammála mömmu minni.

5/12/06 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ferskur & góður punktur hjá Gvendi Skrítna.

5/12/06 04:00

hvurslags

(sk)ál!(ver)

5/12/06 04:01

Hakuchi

Tillaga Gvends er mjög áhugaverð. Þó myndi ég heimta að Álverið yrði reist í nýklassískum stíl.

5/12/06 04:02

Billi bilaði

Er Gvendur í Spaugstofunni?
Þeir reistu rétt í þessu álver á þessum stað.

5/12/06 05:01

Hakuchi

Það er vel vitað að hinir spauglega gjaldþrota Spaugstofumenn ræni af Baggalúti og Gestapó til að fylla upp í þennan leiðinlega þátt þeirra.

Munurinn er hins vegar að hér er verið að ræða málin á alvarlegjum og djúpþenkjandi nótum, ekki í einhvers konar útþynntum spjátrungslátum.

5/12/06 05:01

Billi bilaði

[Þenkir djúpt]

5/12/06 06:01

Jóakim Aðalönd

Gvendur er í raun Örn Árnason. Skál og prump!

5/12/06 06:01

Hakuchi

Þetta voru nú ljótar aðdróttanir Jóakim.

5/12/06 01:01

Jóakim Aðalönd

Já, það er satt. Fyrirgefðu Karl Ágúst.

5/12/06 01:02

Hakuchi

Það var ekkert Gísli Rúnar.

J. Stalín:
  • Fæðing hér: 22/12/06 13:13
  • Síðast á ferli: 25/8/23 04:52
  • Innlegg: 716
Eðli:
Einstaklega ljúfur og góður harðstjóri. Er hálf-rússneskur og hefur gaman af heimsstyrjöldum.
Fræðasvið:
Meistari í byltingafræði, fékk Nóbelsverðlaunin árið 1945 fyrir ágætis skiptingu á Þýskalandi, hefur náð doktorsgráðu í lagafræði þó svo að hann kjósi ei að kalla sig doktor
Æviágrip:
Fæddist 8. ára að aldri í Eystri-Múlasýslu. Þótti strax skara fram úr, enda hafði hann sundfit og þótti það vísa til föður hans, sem hét Hrægammur Arnarson. Fluttist til Rússlands árið 1917 þegar "bölvaður skrattinn hann Lenín" olli byltingu. Varð æðsti maður Sovétríkjanna eftir að Lenín keypti sér nýja harmóníku. Hann á Marco Polo skyrtu sem hann keytpi á Kúbu árið 1947. Þegar hann fékk leiða á Sovétríkjunum ákvað hann að flytja til Tasmaníu þar sem hann breytti íbúum landsins í brjálaða píranafiska sem voru tilbúnir til að stöðva heiminn, þar til olíumengun varð á Faxaflóa. Þá fluttist hann til Íslands til að reyna að selja olíuna til hálfbróður síns, hins léttgeggjaða Borskí Dorfdorf. Þegar hann hafði grætt dágóðan skilding á því keytpi hann lítið fyrirtæki, Mjólkursamsöluna og lítinn menntaskóla sem enginn hafði fyrr heyrt um. Hann sameinaði þessi fyrirbæri í eitt, MS. Geislavirkur úrgangur úr verksmiðjunni varð síðan að taugasjúkdómi sem dregur nafn sitt af verksmiðjunni.
Nú er Stalín og einmana maður sem vill eyða tíma sínum í einhverja vitleysu, og helst selja MS og snúa sér að aðaláhugamáli sínu, að jóðla. Því miður má hann það ekki samkvæmt 325. grein laga, en þar stendur: "Rússnenskir harðstjórar með sundfit mega ekki jóðla né klæðast drekabúningum", og varð Stalín auðvitað mjög vonsvikinn þegar hann heyrði þetta.