— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Hjálmlaug Fífilsdóttir
Fastagestur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/11/06
Flensufaraldur

Tölvan mín er komin með sjúkdóm, held að hann sé ekki af kynsjúkdómaættinni, því ég ég er ekki búin að vera að stunda óvarið nördakynlíf.

Ég er ekki sú eina sem er með flensu, heldur tókst tölvunni minni að ná sér í einhvern vírus sem kallast TROJAN. Þetta er vírus sem stelur leyniorðum, kreditkortanúmerum (hann veit þó ekki að kreditkortið mitt er óvirkt, þannig að því miður, fyrir hann, getur hann ekki farið á vísafyllerí í þetta sinn), og ýmsum fleirum persónulegum upplýsingum sem ég myndi gjarnan vilja halda útaf fyrir sjálfa mig.

Er tölvan mín bara ónýt? Eða er séns að losna við þetta? Hvernig?

   (1 af 1)  
1/11/06 21:02

Dula

Bara taktu copy af öllu sem þú vilt eiga og straujaðu helvítið.

1/11/06 21:02

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Ertu að meina að ég eigi að afmá kvekendeð af yfirborði jarðar?

1/11/06 21:02

Dula

Ellskan nei bara setja hana upp aftur, held að grágrímur sé mjög góður í öllu svona, hefur þetta svona slæm áhrif ´msn ið þitt líka, erum við ekki að fara að slafra í okkur etthvað góðgæti saman á næstunni.

1/11/06 21:02

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Já svoleiðis. Já, ég fór inn á msnið mitt einn góðan veðurdaginn og þá voru allir sem voru á því bara horfnir og búið að blokka þá. Við erum að stefna á góðgætisslafr 15. des.

1/11/06 21:02

Dula

Nammmmmm nammmmm

1/11/06 21:02

krossgata

Það er nú kannski heldur dramatískt að strauja greyið án þess að athuga frekar hvað þetta er. Það eru til ógrynni Trójuhesta og heitir þessi örugglega eitthvað meira. Það er til glás af bóluefni gegn svona og meira að segja til fríkeypis ánetjuð skönnun fyrir svona óværu og væri jafnvel í framhaldinu hægt að laga.

1/11/06 21:02

Dula

ef ég er blokkuð á gamla þá er nýja dula att visirpunktur is

1/11/06 21:02

Gísli Eiríkur og Helgi

farðu upp á netið og náðu í Antivir eða advanced WindowsCare þettað eru ókeypis prógrömm Trojan er hægt aðfá burtu í flestum tilvikum .

1/11/06 22:01

Dexxa

Ég skal ná í straujárnið!!

2/11/06 00:00

Grágrímur

[ Sér að faraldurinn er sennilega sér að kenna....]

Úps...

En svona fer þegar maður updeitar vírusvarnirnar einusinni á ári...

2/11/06 02:01

Skabbi skrumari

Ég les alltaf fyrirsögnina sem "Bremsufar..."
Vonandi lagast þessi tölvudrusla...

2/11/06 03:00

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Hún er reyndar komin í lag. En vonandi er þetta ekkert persónulegt með bremsufarið. hehehe

Hjálmlaug Fífilsdóttir:
  • Fæðing hér: 14/11/06 14:26
  • Síðast á ferli: 8/9/09 21:20
  • Innlegg: 117