— GESTAPÓ —
Ziyi Zhang
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/07
Draumfarir I

Mig dreymdi að ég leiddi hóp ungs fólks sem kallaði sig einhverskonar frelsis nafni. Við fórum um bæinn og ullum allskonar ósknda. Við fórum þar á meðal upp í tré þar sem var byggð fólks og á milli húsa á plönkum sem tengdu samana tréinn. Við fórum þar á meðal í gegnum einvherskonar rakarastofu sem var svona subbuleg eins og hús bænda í austurlöndum fjær.

Allavega endaði ofsa reð okkar um bæinn þegar við komum í banka og ætluðum í kjallaran þar. Þá fór eitthvað svaka þjófavarnar kerfi í gang og löggan var komin undir eins að handtaka okkur en við snérumst til varnar og héldum henni aftur með því að kasta snjóboltum. Nema nokkrar sætar stelpur sem virtust ekki geta framið slíkt ódæðisverk svo þær bjuggu bara til snjó engla í stað snjóbolta.

Á endanum gaf ég mig framm enda virtist snjóbolta varnarlínan að fara hrynja svo við gáfumst upp eftir þó nokkurt basl. En já löggi tók mig í einvhern jeppa og útksýrði mál mitt í famsætinu og hún skutlaði mér í fangelsið og skyldi mig bara eftir við innganginn, og ég fór bara inn; enda saknaði ég félaga minna í frelsisfélaginu. Allavega þegar þar var komið var þetta skuggalegt fangelsi.

Það var allt steinsteypt og með sveppi á veggjunum og mér var tjáð að mál mitt væri ekki tekið fyrir í bráð svo ég mætti dúsa þarna lengi þangað til. Sem mér virtist nöpulegt þar sem rimlarnir voru úr smíðajárni sem var hnoðaðsaman eins og í miðalda dýflessu Það voru kynjaskiptar deildir og svefnálmur. í dagstofu karl fanganna var verið að eima gambra og þar varfullt af einhverjum dusilmennum sem mér leist ekkert á.

Svo ég smyglaði mér yfir í álmu kvennana og átti þar góða samleið með öllu hina fríðasta kvenfólki þar var margt fallegt kvenfólk og þar á meðal systur mínar undir vopnum úr frelsisfélaginu þær tóku vel í mig og ég átti góða kvöldstund með þeim enda voru þeir mun áhugaverðari en gambramennirnir fyrr en varir var ég kominn upp í rúm með einni fegurri með ljósa lokka niður á axlir og blítt og ærslalegt viðmót. Ég var yfirmig hrifinn og strauk henni undir sænginni sem var í rúmmi sem varí horni svefnskaála kvennanna.

sVið vorum rétt byrjuð að athafna okkur þegar tvær vinkonur hennar birtust til viðbótar og vildu taka þátt. En þá kullu á einhver óheyrileg læti í fangelsinu. Ég fór út í glugga og hélt í kalda rimlanna. Það var eins og það væri flóð sem kæmi úr brunahana og björgunarsveitir voru að velta bílunum sem voru í bílastæði fangelsisins. Af einhverjum óræðum ástæðum sem voru útskýrðar í draumnum en ég man ekki.

Allavega næst fór fangelsið að fyllast af vatni. Þa var omin tími til að forða sér. Ég grep í hönd ástkonu minnar og dreif hana út en rimlahurð svefn álmunnar hafði verið opnuð. Því næst rakst ég á kvennvörð sem virtist indversk. Ég spurði hana hvert við ættum að fara og hún beindi mér á sýningar sal 2" ég fór þangað og þar var verið að sýna ljósmyndir frá 100 ára sögu fangelsisins.

og síðan var ég vakinn af minni heitelskuðu.

   (3 af 29)  
1/11/07 10:02

Upprifinn

Of langt.

1/11/07 10:02

Hugfreður

Þetta var undarlegur draumur, en þeir eru það yfirleitt.

1/11/07 10:02

Álfelgur

Skrýtinn draumur..

1/11/07 10:02

Huxi

Þetta er nú meiri steypan.

1/11/07 10:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Mun bitastæðara & vitrænna rit en mörg af fyrri verkum ritara, að mínu mati. Skál !

1/11/07 11:00

Rattati

Einstaka punktur á réttum stað hefði bætt frásögnina til muna, en ég er sammála Z. Natan.

Ziyi Zhang:
  • Fæðing hér: 13/11/06 17:34
  • Síðast á ferli: 1/12/08 08:26
  • Innlegg: 75
Eðli:
Æðisleg í alla staði.
Æviágrip:
Fæddist árið 1979 í Peking, Pabbi minn er hagfræðingur og mamma mín var leikskóla kennari. Ég hef leikið í fjöld kvikmynda á borð við þvottabjarnar prinsessan, Vegurinn heim og Hetja.