— GESTAPÓ —
voff:
  • Fæðing hér: 2/9/03 12:56
  • Síðast á ferli: 24/4/09 22:55
  • Innlegg: 167
Eðli:
Hundurinn Voff er hvoru tveggja flekklaus sál og glettin. Árvökull lögregluhundur með sérþekkingu á fangelsismálum.
Fræðasvið:
Afbrotafræði, fangelsisfræði, glæpasálfræði, lögfræði og guðfræði. Sjálfmenntaður að mestu utan starfsnám í fangelsum og eina önn bréfaskóla fangelsishunda í Austin Texas.
Æviágrip:
Fæddur einhvers staðar á Santa Fe vegi 1854. Skýtur síðan upp kollinum í ríkisfangelsum í Texas, Nýju-Mexíkó og Kansas, allt eftir því hvar Dalton-bræður eru staðsettir. Óvíst um dvalarstað eftir andlát teiknarans Morris, en þó talinn hafa verið innanhúss hjá Dargaud-útgáfufélaginu. Hvernig hann komst til Íslands og varð hluti af heimavarnarliði Baggalúts er flestum hulin ráðgáta.