— GESTAPÓ —
The Shrike
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/12/09
Von

(Með sínu rokki)

Sílspikaðir siðblindingjar settust á þjóð
sem flaut að ósi feig.
Eignaðist þá elítan hvern einasta sjóð
og Ísland síðan yfir meig.
Í einum skildi drekka þann teyg.
-
Fáir af þeim fengu beyg
-
en framtíðin í valinn þá hneig.

Ráðamenn sem ríkið höfðu rifið í tvennt
festu á þeim ást.
Áfram héldu ótrauðir þó á væri bent
að af þeim myndi þjóðin þjást.
Já, þingið sem og stjórnin hér brást.
-
Ættum við nú um að fást?
-
Eigum við við þá nú að kljást?

Von, það er von,
ennþá von,
um að þjóðin bjargist,
um að þingið bjargist,
enn er von!

Sjálfræðið er siðblindingjar settu í pant
með viti vernda má.
Ábyrgð bera af útrás þeir sem einskis var vant,
þeir fyrir þessu fá að sjá.
Í fjármagn þeirra ætti að ná.
-
Allir hérna þekkja þá,
-
þeirra verður framtíðin grá.

   (10 af 21)  
2/12/09 13:01

Dula

Töff[öfundar þá sem kunna að gera svona flott]

2/12/09 13:01

Grýta

Góður!

2/12/09 13:01

Kargur

Flottur.

2/12/09 14:01

Offari

mér finnst þú vera full bjartsýnn. Það er engin von.

2/12/09 15:00

Valþjófur Vídalín

Frábær kveðskapur herra Shrike.

The Shrike:
  • Fæðing hér: 22/9/06 15:17
  • Síðast á ferli: 7/10/15 16:24
  • Innlegg: 1541