— GESTAPÓ —
Regína
Heiðursgestur.
Pistlingur - 7/12/10
Kyn.

Hvað ræður kyni fólks?
Auðvitað hvers kyns kynfæri fólk hefur.

En nýlega fór ég að átta mig á að svarið er ekki svona einfalt.
Ég var á ferðalagi með góðum vinum mínum, en ein manneskjan í hópnum er í kynleiðréttingarferli. Fædd stúlka, og mér skilst að það hafi verið allt í lagi þangað til á unglingsárunum. Ég sá hana fyrst sem 14 ára óhamingjusama unglingsstúlku, sem mér fannst ekkert óeðlilegt, það er sjaldgæft að hitta hamingjusama 13-14 ára unglinga.
Núna er hún rúmlega tvítug, strákaleg, brjóstalaus, geislar af hamingju og bíður eftir að byrja í hormónameðferð sem veldur því að röddin dýpkar og hárvöxtur breytist. Vonandi á kærastinn til margra ára eftir að styðja han-n/a áfram eins og hann gerir núna.

En semsagt, hann ætlar ekki að ganga alla leið í leiðréttingunni en vill samt verða hann en ekki hún, svo þá kemur spurningin aftur: Hvað ræður kyni fólks? Er það hvað er í klofinu, litningarnir, eða er það hvað því finnst sjálfu í hausnum?

Þessar vangaveltur valda því að það rifjast upp fyrir mér þegar ég varð allt í einu sátt við að vera stelpa. Ekki það að ég hafi nokkurn tíma verið transmanneskja, heldur var það bara þannig þá að það var miklu meira spennandi að vera strákur. Þetta var mannmargt sveitaheimili með gamaldags og mjög skýrri verkaskiptingu og strákarnir virtust einhvern vegin ekki bara gera miklu meira en ég, heldur hreinlega geta gert miklu skemmtilegri hluti. Það kom mér því talsvert á óvart að upplifa allt í einu að ég var ánægð með að vera stelpa og vildi vera það. Ég hlýt að hafa verið í kringum 8-10 ára þá, ég man bara að það var sumar.

   (8 af 23)  
7/12/10 01:01

hlewagastiR

Auðvitað kemur það samfélaginu ekki rassgat við hvernig kynfæri fólk er með. Bara sama hátt og almenning varðar ekkert um það hvort maður er með inngrónar táneglur eða í einhverjum tilteknum blóðflokki.
Það ætti þegar í stað að banna mannanöfn sem gefa til kynna að nafnberi tilheyri öðru kyninu fremur en hinu. Leggja niður öll núverandi nöfn nema e.t.v. Blær og fáein önnur. Taka upp kynhlutlaus nöfn eins og Elri, Foss, Ljóð - eða samsett: Gæðablóð, Sigurhjarta, Hvítaskáld, Sannkvæði, Kristmeðal, Aðalhreiður.
Bannað verði að upplýsa líffræðilegt kyn fólks gegn vilja þess og óheimilt að skírskota til þess á nokkurn hátt í skólum.
Sem betur fer er búið að leyfa hjónabönd óháð kyni en einnig þarf að leyfa þó óháð fjölda, þannig að fleiri en tveir geti verið aðilar að hjónabandinu. Óþarft er að hafa efri mörk. Þannig gæti t.d. allur Bíldudalur verið í einu hjónabani, samnýtt persónuafslátt og notið gagnkvæmra erfða.
Enn fremur ætti fólk að geta verið í fleiru en einu hjónabandi. Þannig gæti A gifst B og A gifst C án þess að B og C séu í hjónabandi.
Það einfaldar þessi mál að engin kyn þvælist fyrir.
Þetta þarf að verða svo sjálfsagt að þegar fólk hittist á balli og efnir til skyndikynna, þá sé ekkert rætt um þetta aukaatriði kyn. Það komi ekki í ljós fyrr en farið er úr nærbuxunum. Þetta myndi auka fjölbreytni mannlífsins og gera alla glaða. Og graða.

7/12/10 01:01

Billi bilaði

Á ég þá að breyta nafninu mínu í Bil?

7/12/10 01:01

Regína

Í hinni fullkomnu veröld Hlebba þarf engin skyndikynni til að kynið komi í ljós, það dugar að fara á almenningssalerni eða í búningsklefa t.d. í sundlaugunum.

7/12/10 01:01

Miniar

Kyn er svo agalega skrítinn hlutur að festa sig við.
Það eru til konur sem fæðast fullkomlega heilbrigð stúlkubörn með xy litninga (sem síðar kemur í ljós að eru ófrjóar vegna þess að eggjastokkarnir eru einhversstaðar á milli eggjastokka og eista).
Svo fæðast litlir drengir með XX litninga sem síðar vaxa brjóst á við kynþroska og enginn áttar sig á afhverju fyrr en kemur í ljós að eistu þeirra líkjast frekar eggjastokkum en eistum.
Svo er til fólk með Kleinfelters, eða XXY, sem er einvhersstaðar á milli líka.

Það er ekki hægt að treysta á útlit kynfæra né litninga til á ákveða kyn án nokkurs misskilnings, þannig að mér finnst bara rétt að láta hverja manneskju ákveða sjálfa, hann, hún, eða það.

7/12/10 01:01

Regína

Hver man ekki eftir konunni sem vann í hlaupagrein á Ólympíuleikunum, en þurfti að skila verðlaununum af því að hún reyndist vera með xy litninga. Ég vona að í dag líti hún á sig sem konu sem má ekki keppa í íþróttum af því að hún er með ranga litninga, en skiljanlega hlýtur þetta að hafa verið mikið áfall fyrir hana.

7/12/10 01:01

Fergesji

Já, þau eru skrýtin, kynin, og eigi minnkar skringileikinn þegar hugsað er til þess, að aðeins virðist eitt gen stjórna því, hvort manneskja er karl- eður kvenkyns.

7/12/10 01:02

Miniar

Hún fékk verðlaunin aftur og má aftur hlaupa.

7/12/10 02:00

Regína

Frábært!

7/12/10 02:00

Kargur

Öðru hvoru fæðast lömb sem eru eiginlega hvorki hrútar né gimbrar; þau lömb heita viðrini.

7/12/10 02:00

Billi bilaði

Þarftu þá stundum að reka viðrini Kargur?

7/12/10 02:00

Andþór

Kyn er hugarástand.

7/12/10 02:00

Regína

Öðru hverju fæðast börn sem ekki er hægt að sjá hvers kyns eru í hvelli. Þá er tekið litingapróf og ef barnið er með y litning er það kallað strákur en annars stelpa.
Börn eru lömbum æðri.

7/12/10 02:01

hlewagastiR

Bjáni getur þessi hlefagassi verið. Hann heldur að foss sé hvorugkynsorð.

7/12/10 02:01

Billi bilaði

Fossið um fossið frá fossinu til fosssins?

7/12/10 02:02

hlewagastiR

Segðu! Maðurinn er eðjót.

7/12/10 02:02

Regína

Selfoss hefur alltaf verið hvorugkynsorð.

7/12/10 02:02

Anna Panna

Kynferði og kynhneigð eru bara atriði sem er ekki hægt að standardísera, sama hversu mikið fólk vill reyna. Konur eru jafn ólíkar og þær eru margar og líffræðin er það eina sem margar þeirra eiga sameiginlegt.
Ég held allavega að ég sé bara kona utaná, inní mér er ég bara manneskja sem þarf að komast í gegnum þetta líf eins og allir hinir og það held ég að sé best að gera þegar maður er sáttur í sínu skinni, líka þótt maður þurfi að leiðrétta skinnið sem maður er sáttur í...

7/12/10 03:00

Upprifinn

Upprifið ætlar ekki að tjá sig frekar um þetta mál.

7/12/10 03:01

Villimey Kalebsdóttir

Nei það þarf að banna ljót mannanöfn.

7/12/10 04:01

Vladimir Fuckov

Varðandi efstu athugasemdina frá Hlebba: Það ætti að sjálfsögðu að skikka öll (*) til að ganga í búrku eða sambærilegum klæðnaði. Þar með verður ómögulegt að sjá hvert kynið er.

(*) Vjer notum þetta orðalag til að forðast karlkyn eða kvenkyn í athugasemd vorri. Þetta leiðir jafnframt hugann að því að það vantar gott hvorugkynsorð til notkunar í tilvikum sem þessu. Maður, manneskja, aðili, þjóðfjelagsþegn o.s.frv. eru öll karlkyns eða kvenkyns og koma því eigi til greina. Stundum hefur oss dottið í hug að æskilegt væri að breyta kyni orðsins 'persóna' í hvorugkyn með því að sleppa aftasta stafnum í því orði. Verður ritháttur þess þá jafnframt líkari þeim rithætti er tíðkast í öðrum tungumálum.

7/12/10 05:01

Golíat

Þetta finnst mér kynleg umræða.

7/12/10 06:01

Regína

Reyndar er þetta ekkert mál í finnsku, þar er eitt fornafn í þriðju persónu fyrir fólk og annað fyrir dýr og hluti.

Regína:
  • Fæðing hér: 17/9/06 15:56
  • Síðast á ferli: 11/3/24 15:28
  • Innlegg: 25218
Eðli:
Hlédræg, hógvær, hlýleg og virðuleg. Elskuleg kona sem man tímana tvenna, eða þrenna.
Fræðasvið:
Hallarblæti, teningaþvætti, nýliðaþjálfun.
Æviágrip:
Þið getið lesið minningargreinarnar ef þið lifið lengur en ég.
Þangað til skuluð þið bara fylgjast með.