— GESTAPÓ —
Esmeralda
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 9/12/05
Saga um heimsku I

Aumingja stúlkukindin

Á föstudaginn síðastliðinn var ég auðvitað í skólanum þar sem ég er afskaplega námsfús ung dama. En það hvað ég er duglegur námsmaður er önnur saga.

Þetta byrjaði þannig að ég fór í matsal og settist hjá félögum mínum. Á borðinu okkar situr einnig ókunnugt fólk sem maður spjallar stundum við. Þar var ung stúlka í djúpum samræðum við vinkonu sína...

"Vá ég á aldrei eftir að gleyma 15 september árið 2007" segir hún og það er greinilegt að hún er afskaplega niðurdregin. Ég mundi ekki eftir neinu merkilegu sem á að gerast þennan dag.

"Ég skil ekki hvernig hann gat sagt mér upp í dag!" Ahh þarna kom skýringin. Henni hafði verið sagt upp í dag og myndi muna það aftur næsta ár... eða hvað?

"15 september árið 2007 ojjj hvað þetta er viðbjóðslegur dagur, og hann ætlar aldrei að enda!"

Bíddu, bíddu, bíddu, bíddu... ekki hélt stelpu andskotinn að það væri árið 2007 í dag?! Ég varð að segja eitthvað... eitthvað, leiðrétta þennan hræðilega misskilning.

"Fyrirgefðu" segi ég hálf vandræðaleg. "En það er sko 2006, bara segja þér það". Stelpan horfir á mig eins og ég sé hálfur ormur.

"Ehh, hver var að spyrja þig og nei það er árið 2007" svo lítur hún á vinkonu sína og hristir höfuðið og heldur áfram að tala um þennan dag 15 september árið "2007".

Ég gat ekki leyft henni að halda þetta og ég reyni enn og aftur að segja henni að það sé árið 2006, hún neitar aftur og segir að það sé árið 2007. Á þessum tímapunkti tóku félagar mínir eftir og byrja einnig að segja að það sé árið 2006. Stelpan kíkir í símann sinn og sér á dagatalinu þar að þar sé árið 2006, svo kíkir hún í síma vinkvenna sinna og játar að það sé árið 2006 afar skömmustuleg.

Ég veit stundum ekki hvaða vikudagur er eða mánaðardagur... en ég veit alltaf hvaða ár það er.

Þetta var meira saga um misskilning og þrjósku heldur en heimsku.

   (1 af 2)  
9/12/05 17:02

Hakuchi

Heldur saga um heimsku og þrjósku.

Fínt hjá þér.

9/12/05 17:02

Offari

Er árið 2006 komið?

9/12/05 17:02

Kondensatorinn

Steikt lið.

9/12/05 17:02

Tigra

Hah.. hún á ekki eftir að muna þennan dag fyrir fimmaura seinna meir.

9/12/05 17:02

Ugla

Ég fann símann minn inn í ísskáp um daginn.
Ertu að segja að ég sé heimsk, ha?

9/12/05 18:00

Finngálkn

Nei þú ert feminísk belja - ha, manstu! - Já og þar af leiðandi líka heimsk - mikið rétt...

9/12/05 18:01

Húmbaba

Ég get svo svarið að nú er árið 1995 og ég er að bíða eftir pabba. Hann fór bara útí búð að kaupa sígarettur.

9/12/05 18:01

Skabbi skrumari

Tími er afstæður, það er ekki heimska að ruglast á árum, nú á tímum geim-og tímaferðalaga...

9/12/05 18:01

Gvendur Skrítni

Seinna skaltu reyna að lauma inn í hausinn á henni að það sé árið 3006.

9/12/05 18:01

Þarfagreinir

Hvenær er von á Sögu af heimsku II? Ég bíð í ofvæni.

9/12/05 18:01

Nermal

Þetta er svona svipað gáfulegt og svar sem ég sá í Blaðinu um daginn. Þá var spurt "Hvenær er næsta hlaupár?" Ung dama svaraði..... Í FEBRÚAR !

9/12/05 19:00

Hexia de Trix

Það er svosem gott og blessað að ruglast á ári, svo framarlega sem maður heldur að það sé eitthvað ár sem þegar er liðið. En að flækjast svona í framtíðinni, jah, það er... hvað eigum við að segja... verkefni fyrir Vlad?

9/12/05 19:02

Rasspabbi

Greinilegt að Vlad hefur verið að flækjast um í tíma og rúmi.

9/12/05 20:00

Jóakim Aðalönd

...eða efni og orku. Egils orku.

Esmeralda:
  • Fæðing hér: 13/9/06 13:24
  • Síðast á ferli: 29/9/06 13:10
  • Innlegg: 74