— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Tobba
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 3/12/06
Grátt eða Grænt

Er framtíðarlandið grátt eða grænt?
Eða er einhver punktur í þessu?
Ég held að flestir mundu velja grænt en hvernig vitum við að
það er hægt að gera við þessari svifryksmengun við erum bara búin að eyðileggja Ævintýralandið okkar Ísland.

Ísland hið farsælda Frón
Ísland hið farsæla Lón?

Hvort finnst ykkur betra?
Ég bara spyr.
Erum við að eyðileggja landið ... og ef við erum að því , getum við eitthvað gert við því ?

Mér finnst að við ættum að byrja að vera smá eins og Amesh fólkið og nota hesta og kerrur.

Bara að gá hvort við gætum það , en við getum ekki látið alla fá hesta og kerrur þannig að Framtíðarlandið okkar er Grátt

   (1 af 1)  
3/12/06 23:02

Hakuchi

Strax betra hjá þér. Þó er ekki bil á undan kommu og spurningamerkjum.

3/12/06 23:02

Regína

Svo á ekki að hafa stóran staf nema í fyrsta orði í fyrirsögnum á íslensku.

Það eru reyndar margir sem ruglast á þessu.

3/12/06 23:02

Hakuchi

Þú veist væntanlega að þú getur leiðrétt textann með því að fara í Ritstörf yðar hér til hægri.

3/12/06 23:02

krossgata

Við notuðum hesta og kerrur í gamla daga og þá var ekki svifryk, þá var heldur ekki malbik. En líklega yrðu þéttbýlisstaðir hálfgerður flór við það.

3/12/06 23:02

Rattati

Hvað með það sem hann er að tala um? Er þetta ekki fullmikill tittlingaskítur að vera að eltast við hvernig hann skrifar greinina frekar en um hvað hún er?

Ég vil grænt Ísland.

3/12/06 23:02

Nermal

Ekki vil ég skipta bílnum mínum út fyrir einhvern truntuskratta.

3/12/06 23:02

Regína

Mjög góð ábending hjá Rattata, ég mætti vera minna konungholl.
.
Ef allir fengu sér hesta (það má láta þá draga bílana, þá þarf ekki að smíða kerrur (sparar timbur)) þá þarf hey fyrir þá, (atvinnuskapandi) og það þarf að moka göturnar (atvinnuskapandi)... prýðishugmynd!
Eigum við samt ekki að halda vörubílunum sem vörubílum?

3/12/06 23:02

Limbri

Nú er ég sæmilega mikill náttúrusinni. Þá er ég einnig örlítið íhaldssamur. En í guðana bænum, það er til millistig. Mætti halda að það væri val á milli þess að flytja aftur í hellana og að hella asbesti í lungun á sér. "Umturnið samfélaginu eða farist í vítiseldi!"
Jesús hristur og allar hans lærisneiðar þetta nær engri átt.

-

3/12/06 23:02

Ívar Sívertsen

Allt er vænt sem vel er grænt... nema framsóknarflokkurinn. Burt með stóriðjuáformin, burt með svifrykið, burt með herinn...nema.... hann er farinn... emm... aahhh... og burt með Hjálpræðisherinn!

3/12/06 23:02

Vladimir Fuckov

Vjer erum sammála Limbra, svona mál eru í reynd sjaldnast svo svört eða hvít að valið sje eingöngu um grænt eða grátt - öfgar í aðra hvora áttina leiða til ófarnaðar. Eigi t.d. að gera landið virkilega 'grænt' þarf helst að jafna höfuðborgarsvæðið allt við jörðu og flytja alla Íslendinga til útlanda. Málið er því í reynd grátt.

3/12/06 23:02

Regína

Ég vil benda forseta vorum á að eigi búa allir Íslendingar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur hluti þeirra býr til dæmis í Baggalútíu.

4/12/06 00:00

Hakuchi

Mér leiðast umhverfismál.

4/12/06 00:00

Jóakim Aðalönd

Limbri hefur lög að mæla. Burt með þessar öfgar. Það er alveg ástæða til að slaka aðeins á í stóriðjuáformum, en kannske ekki ýta þeim algerlega út af borðinu. Hinn gullni meðalvegur er vandrataður.

[Kyssir gullpeningana sína í tanknum]

4/12/06 00:01

Kargur

Ég dáist að hugmynd Vlads um að jafna höfuðborgarsvæðið við jörð og flytja íbúa þess utan.

4/12/06 00:02

gregory maggots

Ísland var aldrei Ævintýraland mitt. Þau eru öll utan seilingar. En fyrir suma er Ísland kannski ævintýraland.

Hvað hesta og kerrur varðar, þá efa ég að dýraverndunarsinnar myndu samþykkja það að hestar almennings væru bundnir fastir í 8-9 klst. í senn fyrir utan vinnustaði víðsvegar um borg og bæ, og þyrftu svo að hírast í bílskúrnum eða reiðhjólageymslunni utan vinnutíma eigenda/notenda.

4/12/06 01:01

Lopi

Framtíðarlandið verður grænt á sumrin. Ég skal lofa ykkur því. Enginn á naggladekkjum frá júní til október

4/12/06 02:01

Blástakkur

Ég þori að veðja að þegar menn fara að búa á Tunglinu þá muni spretta fram sveit manna sem segir „grátt tungl!“ „Varðveitum upprunalega Tunglið“. Reyndar er ég handviss um að nú þegar sé komið fólk sem hugsar svona. Ég vil hins vegar bæði græna Jörð og Tungl. Mér finnst rangt að gera allt svona á forsendum einhverrar íhaldsstefnu.

4/12/06 02:01

krossgata

Nú er það þannig að náttúran breytir hlutunum sjálf og hefur mér virst á umhverfissinnum að það megi ekki heldur. Hvað á að gera við það sem náttúran breytir sjálf, breyta því til baka?

4/12/06 02:01

Vladimir Fuckov

Tímasetning breytinga skiptir líka miklu máli. Eigi hafa t.d. heyrst háværar kröfur um að breyta Öxará eða Elliðavatni aftur í upprunalegt horf.

Hefði þeim hinsvegar aldrei verið breytt og fram kæmu hugmyndir um að breyta þeim í núverandi horf yrði allt vitlaust.

Tobba:
  • Fæðing hér: 11/9/06 14:15
  • Síðast á ferli: 24/3/07 21:26
  • Innlegg: 39