— GESTAPÓ —
Maribo
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/05
Má maður byggja sér hús eða hvað?

Svo virðist ekkert endilega vera. Þó lóðin hafi verið keypt dýrum dómum þá þarf sko aldeilis að fóðra iðnaðarmennina svo þeir gefi frá sér smá skvettu.

Það er ekki einleikið með þessa iðnaðarmenn, þessa fagmenn sem verða að leggja faglega blessun sína yfir verkið og ekki nóg með það heldur heimta þeir formúnu fyrir að vinna verk sem þeir komu ekki nálægt.
Ég veit sosum hvernig pípulagnir eru uppsettar og lagðar svo þær virki eðlilega í húsum. Bæði inntak og frárennsli. Hef séð það gert og lagði sjálfur allar lagnir í viðbyggingu heimilisins fyrir nokkrum árum.
Til að gera langa sögu stutta þá bað ég pípara að koma og kíkja yfirþær lagnir sem ég lagði, það verður víst allt að vera löglegt og uppáskrifaðir pappírar fyrir öllu. Það tók hann innan við klukkutíma að samþykkja lagnirnar en hann fór fram á vikulaun á útseldum iðnaðarmannataxta sem greiðslu.
Hvað gerir maður við svona kappa?
Hef hugsað mér að múra sjálfur en ef það kostar jafnmikið að fá uppáskrift frá múrara þá bara læt ég hann vinna fokkings verkið án hjálpar.

   (3 af 4)  
31/10/05 23:00

Grágrítið

Mafían nær manni alltaf

31/10/05 23:00

Rauðbjörn

Eyddu þessu félagsriti. Múraðu verkið sjálfur. ALDREI segja neinum frá því.

Þá var ALDREI neitt vandamál.

31/10/05 23:01

Þjóðólfur

Auðvitað vill hann fá vikulaun fyrir þetta. Þú varst að brjóta lög og ert að biðja hann að hylma yfir með þér. Auk þess hafðir þú vinnu af honum eða einhverjum kollega hans.

31/10/05 23:01

Limbri

Lögum samkvæmt máttu ekki einu sinni skipta um ljósaperu heima hjá þér. Allt viðhald á raftækjum, jafnt til einka- sem almennra nota, skal framkvæmt af löggiltum rafvirkja eða undir eftirlit hans. Sama gildir um allar aðrar lögvarðar iðnir.

Svo ég tek undir með Rauðbirni og Þjóðólf, ekki vera að flagga lögbrotum þínum. Slíkt hefur ekkert jákvætt í för með sér.

ps. ekki missa móðinn, húsið verður á endanum tilbúið og mun ekki kosta þig nema svona áttfallt það sem það hefði kostað keypt tilbúið úr fjöldaframleiðslu. Þá verður sko gaman að skála í dýrasta kampavín, það get ég vottað.

-

31/10/05 23:01

Offari

Þetta er einkennilegt þú mátt laga þitt hús sjálfur en þú mátt ekki byggja sjálfur? reglurnar eru svona til að tryggja að gæði húsins séu samhvæmt þeim stöðlum og kröfum sem gerðar eru til nútíma mannvirkja. Ef þú vilt byggja sjálfur skaltu gera upp gamalt hús svo framarlega sem þú gerir engar breytinga á útliti húsins er þér allt leyfilegt.

31/10/05 23:01

Maribo

Ég hefði betur keypt hriplekan kofa og gert hann upp. Klára þetta samt fyrst að ég er byrjaður á því.

31/10/05 23:01

Jóakim Aðalönd

Ég fæ alltaf einhverja sem eru mér stórskuldugir til að vinna verkin. Já, það er gaman að vera lánadrottinn almáttugur!

31/10/05 23:01

blóðugt

Þessir iðnaðarmenn eru merkilegir. Þegar foreldrar mínir byggðu hús fyrir tíu árum síðan, vildi svo til að verið var að byggja heilt hverfi og því úði allt og grúði í iðnaðarmönnum. Sömu mennirnir sáu oft um mörg hús í sömu götu og gerðust svo forhertir að mæta í vinnu í átta tíma á dag og vinna í ca. fjórum húsum en skrá á sig átta tíma fyrir hvert hús. Þar af leiðandi voru þeir búnir að vinna 32 tíma þann sólarhringinn... það var ekki fyrr en húseigendur fóru að standa yfir þeim og skrá tímana sjálfir sem þetta lagaðist.

[blóðugt skammast sín fyrir að hafa gert sjálf við déskotans hrærivélardrusluna í vinnunni... svona fyrst það var lögbrot]

31/10/05 23:01

Ugla

Talaðu við Dúdda og fáðu hann til að brjóta fyrir þig hnéskel eða tvær.
Hann hefur svo gaman af því strákurinn!

31/10/05 23:02

Nermal

Þeir eru ansi ósvífnir sumir hverjir. Góð sagann af rafvirkjanum sem var í verki og hafði barnið sitt með sér. Svo sagðist hann þurfa að skreppa. Þá sagði húseigandi að hann skildi passa krakkann á meðann.... Skreppitúrin var víst stuttur.

31/10/05 23:02

Sundlaugur Vatne

Eitt sinn heyrði ég að fyrir framan Gullna hliðið hefði myndast mikil biðröð þegar nýlátinn iðnmeistara bar þar að og bjóst til taka sér stöðu í röðinni. Lykla-Pétur hljóp þá til og leiddi manninn til sætis og bað hann sitja þar og bíða þar til að honum kæmi. Þetta þótti þeim nýlátna undarlegt og spurði hverju því sætti að hann einn mætti sitja af sér biðina meðan aðrir stæðu.
"Jú, þú hlýtur að vera orðinn þreyttur og lasburða", sagði Pétur þá, "því samkvæmt þeim tímum sem þú hefur rukkað fyrir um starfsævina ertu ekki undir 180 ára."

Maribo:
  • Fæðing hér: 10/9/06 01:52
  • Síðast á ferli: 17/4/07 01:41
  • Innlegg: 177
Eðli:
Hefur aldrei handtak gert
Horfir út í bláinn
Varla hefur vinnu snert
verkamannsins náinn
Æviágrip:
Fyrrverandi bóndi sem er fluttur á mölina og böglast þar við að koma þaki yfir fjölskylduna.