— GESTAPÓ —
Sæla sækýr
Fastagestur.
Dagbók - 10/12/05
Lifði af

Ég skrapp í borg óttans um helgina. Umferðin þar í borg er skelfileg og stressið sem einkennir akstursmátann vekur hreinan og kláran ótta hjá manneskju eins og mér.
Ég sá árekstur, smábíll hafði endað för sína á stórum flutningabíl. Smábíllinn sat undir stuðaranum rétt við annað framhjólið og í framsætinu sat enn farþeginn stjarfur. Það hefur munað um 50 cm á líf og dauða hjá honum.

Aðeins eru liðin 2 ár síðan ég sagði skilið við lífsgæðakapphlaupið og flutti börn og bú útá land. Þar lifum við eins og blóm í eggi, metum stundirnar saman meira en nokkuð annað og eigum fleiri slíkar en nokkru sinni fyrr. Í minningunni var hraðinn í höfuðborg landans þó ekki svona mikill þegar ég bjó þar, stressið var ekki eins og ég sé það nú en staðreyndirnar tala þó sínu máli og kvíðakast og byrjun á magasári var nokkuð var farið að hrjá eiginmanninn.

Á föstudaginn fór ég í afmæli, í baðhúsið og með dóttur mína til læknis, en við gistum í breiðholtinu. Ég eyddi þrem klukkustundum og 20 mínútum í bílnum þennan dag. Ég undrast því ekki lengur þegar ég heyri fólk í borginni kvarta um tímaskort, allan þennan fjölda sem sækir námskeið í tímasparnaði og tímastjórnun og allar sjálfshjálparbækurnar sem fjalla um sama efni.
Ég er orðin vön þeim luxus að skreppa til læknis og það tekur hálftíma með akstri og bið á biðstofunni.

Ég fór í borg óttans um helgina, ég lifi af.

   (1 af 3)  
10/12/05 00:02

Offari

Við lendum aldrei í lífshættu á Austurlandi.

10/12/05 00:02

Offari

Og að sjálfsögðu er ég glaður að sjá þig á lífi.

10/12/05 00:02

Haraldur Austmann

Austurland er rassgat Íslands.

10/12/05 00:02

Rósmundur

Við hvern skipti Halli um sál?

10/12/05 00:02

Sæla sækýr

Ég held hann sé andsetinn.

10/12/05 00:02

Offari

Nú er Halli líklega kominn á síðasta snúning, þær láta hann ekki vera kerlingarnar á vistinni.

10/12/05 00:02

Upprifinn

enginn ætti að láta sjá sig í höfuðborginni nema vera hvort sem er dauðvona.

10/12/05 00:02

Haraldur Austmann

Ég var þar um helgina. Þar er best að vera.

10/12/05 00:02

Rósmundur

Já líklegast er hann andsetinn.

10/12/05 00:02

Hakuchi

Hraði hvað? Hér í borg óttans sniglast lífið áfram í rólegheitum. Það er ekki eins og þessi litla ljóta örborg sé eitthvert feykilegt borgarflæmi á við London, París...tja eða bara Árósar. Nei. Reykjavík er rólyndissveit.

10/12/05 00:02

Haraldur Austmann

Akkúrat Hakuchi. Og mikið ferlega var fallegt að ganga eftir Tjarnarbalkkanum í nótt.

10/12/05 00:02

Sæla sækýr

Ég gekk líka eftir tjarnarbakkanum í nótt....framhjá nokkrum ungmennum sem sátu á bekk og biðu eftir að eitt þeirra hefði ælt nægju sína.
Varst það þú?

10/12/05 00:02

Hakuchi

Þú ert hérna já, sei sei.

Já hér er pollrólegt. Hjólaði hringinn í kringum alla Reykjavík og það var ekkert á seyði nema undaðslegt veður og einstaka krakkar á hjóli með timbruðum foreldrum á vappi. Sá meira að segja seli við Ægissíðu. Bjútífúl.

10/12/05 00:02

Haraldur Austmann

Ég sá einhverja veru í síðri kápu á Ægissíðunni í dag. Svo bara hvarf hún.

10/12/05 00:02

blóðugt

Mér þykir nú voða notalegt að heimsækja borgina. Ég bjó þar, reyndar aðeins í rúmt hálft ár, fyrir fimm árum síðan. Þá var ég með lítið barn og ekki að vinna úti svo ég gat leyft mér að gera hlutina í rólegheitunum. Þegar ég kom aftur heim þá saknaði ég borgarinnar örlítið.
Ég heimsótti Reykjavík á síðustu helgi og passaði mig þá á því að vera ekki á ferli seinni part dags því umferðin var hryllilega þung. Veit ekki hvernig ég myndi fíla það að búa og vinna í borginni og virkilega þurfa að vera á ferðinni á háannatíma.
Er þetta ekki bara spurning um kosti og galla eins og allsstaðar annarsstaðar, það held ég nú.

10/12/05 00:02

Offari

Vertu ekkert að reyna að ljúga hér að fólkinu það vita allir hér að þér verður ekki framar leyft að umgangast venjulegt fólk framar.

10/12/05 00:02

Offari

Halli átti að fá þessa kveðju.

10/12/05 00:02

Haraldur Austmann

Þess vegna er ég hér, Offari.

10/12/05 00:02

Sæla sækýr

Offari hagaðu þér fallega. ÉG er komin heim!!!!
Ég bjó í borginni í 15 ár og fannst það frábært þar til ég flutti.

10/12/05 00:02

Offari

Ég má allveg stríða Halla.

10/12/05 00:02

Nermal

Umferðinn getur verið alger terror í Reykjavík. Ég var örugglega hálftíma frá Esso Höfðabakka og að bæjarmörkunum eitt sinn þegar ég var að flýja borgina.

10/12/05 01:00

Kondensatorinn

Ég dríf mig bara í vinnuna. Um það bil 2 km. Það er helvítis úthverfakíttið sem stíflar kerfið kvölds og morgna og allt þar á milli.
Bannsettir bílafíklar.

10/12/05 01:02

Hvæsi

Hvæsi fer bara á mótorfákinn sinn og læðir sér á milli bíla á annatíma, og er enga stund á milli staða.

10/12/05 01:02

Ugla

"Úthverfakíttið"....!
Djéskotans fordómar sem við í 109 þurfum alltaf að þola. Þykjum aldrei nógu góð. Aldrei!

10/12/05 02:02

B. Ewing

109 rúlar! [Sendir uglu slagorðaborða]

10/12/05 03:01

Siggi

tíu sinnum

10/12/05 04:01

Jóakim Aðalönd

Ef Austurland er rassgatið á Íslandi, er 109 rassgatið á Reykjavík.

3/12/10 09:00

Fergesji

ESSO í Höfðabakka og út að bæjarmörkum, já? Ef oss reiknast rétt til, er sú vegalengd um 100 metrar, og gerum vér þá ráð fyrir ESSO við Stekkjarbakka, þar sem oss rekur eigi minni til að ESSO hafi verið við Höfðabakka, annars vegar, en hins vegar, að farið sé um Stekkjarbakka- og Smiðjuvegsbrúna til Kópavogs.

Sæla sækýr:
  • Fæðing hér: 9/9/06 23:36
  • Síðast á ferli: 17/4/07 20:07
  • Innlegg: 478
Eðli:
Fallegasta kýrin í sjónum.....og þó víðar væri leitað.
Fræðasvið:
Útdauðar tegundir, fallnir ættingjar af gigas ættinni, eðal grænfóður og berdreymin með eindæmum. Hér er á ferðinni sönn Sirenia.
Æviágrip:
Sæla er eina Steller-sækýrin á lífi og eyðir dögum sínum við Blizhnie-eyjar, nartandi í kál og annað góðgæti til að viðhalda tonnunum sínum.