— GESTAPÓ —
Sæla sækýr
Fastagestur.
Dagbók - 9/12/05
Mígreni-væl

Það er ekkert hræðilegt að fæða barn, tekur fljótt af og hefur mikinn tilgang EN mígrenikast það er hræðilegt. Algjörlega tilgangslaust og ótrúlega sársaukafullt, og andskotanum erfiðara að finna lyf sem virka. Eina lyfið sem ég hef fundið sem slær á verkina er sérlegt innflutt frá Ameríkunni og ég er því miður langt komin með byrgðirnar sem voru keyptar í síðustu ferð.

Eitt slíkt kast sótti mig heim í dag, ég fann það læðast að mér snemma morguns og þambaði vatn í gríð og erg til að reyna að seinka kastinu svo ég gæti klárað vinnudaginn. Ég játaði mig svo sigraða uppúr hádegi og skreið heim á leið. Verkjalyf og heitur bakstur, svitaköst og uppköst, sjóntruflanir og vanlíðan var svo það sem í boði var framundir kvöldmat þegar lyfin fóru loksins að hafa betur.
Reyndar, þegar lyfin fara að virka fyrir rest, dettur mér alltaf sama setningin í hug. Hún er úr Rocky Horror og er á þessa leið
,,So I'll remove the cause
But not the symptom"
Versti verkurinn fer en eftir sitja sjóntruflanirnar, ljósfælni, ógleði, svitaköst....skemmtileg kvöldstund framundan.

   (2 af 3)  
9/12/05 18:02

Offari

Æ á ég að koma og hjúkra þér?

9/12/05 18:02

Sæla sækýr

Já takk gjarnan. Og komdu við í sjoppunni á leiðinni.

9/12/05 18:02

Hakuchi

Ég er á móti mígreni.

9/12/05 18:02

Haraldur Austmann

Hættu að reykja manneskja.

9/12/05 18:02

Offari

Sækýr reykja ekki! Þarf ég að skýra það út fyrir þér?

9/12/05 18:02

Sæla sækýr

Of mikið vatn í sjónum svo það logi í íþróttablysinu!

9/12/05 18:02

Haraldur Austmann

Hmmmm...já.

9/12/05 18:02

Lopi

Mér sýnist nú að það sé búið að sprengja blöðruna sem var á nefinu á Sælu þannig hún lifir á þurru landi í dag og gæti þess vegna stromp reykt.
Góðan bata Sæla Sækýr.

9/12/05 18:02

B. Ewing

Sá rétt í þessu asískan "galdralækni" eða álíka bókstaflega kreista mígrenið úr félaga sínum. Sá losnaði við hausverkinn en fékk rauða línu milli augnana í staðin.

Finnir þú einhvern sem kann austurlenskar lækningaaðferðir, og sættir þig við rauða línu milli augnanna meðan þú losnar við einkennin, þá skaltu kanna hvort viðkomandi geti losað þig við það sem kallast "slæmur vindur" (Bad Wind).

Hver hefði haldið að Survivor gæti kennt svona hluti?

9/12/05 19:00

Gaz

Hugleidsla hjálpar. Hef ég notad hana til ad stoppa mígreniskastid ádur en tad gerist svo slaemt ad ég verdi svona veik. Vanalega slepp ég vid allt nema ljósfaelni.

9/12/05 21:00

blóðugt

Er ekki voða mikið inn að kasta upp?

Sæla sækýr:
  • Fæðing hér: 9/9/06 23:36
  • Síðast á ferli: 17/4/07 20:07
  • Innlegg: 478
Eðli:
Fallegasta kýrin í sjónum.....og þó víðar væri leitað.
Fræðasvið:
Útdauðar tegundir, fallnir ættingjar af gigas ættinni, eðal grænfóður og berdreymin með eindæmum. Hér er á ferðinni sönn Sirenia.
Æviágrip:
Sæla er eina Steller-sækýrin á lífi og eyðir dögum sínum við Blizhnie-eyjar, nartandi í kál og annað góðgæti til að viðhalda tonnunum sínum.