— GESTAPÓ —
Undir súð
Nýgræðingur.
Dagbók - 9/12/11
Hjallastefnan á Akureyri 1929 (ekki fyrir viðkvæma)

úr fundagerð skólanefndar Akureyrar 6. febrúar 1929.

Lagði meirihluti nefndarinnar fram svohljóðandi tillögu:

„Við rannsókn á kæru Sig. E. Hlíðar á hendur skólastjóra barnaskólans á Akureyri, telur skólnefnd sannað, að skólastjóri hafi beitt allharðri líkamlegri refsingu við skólapiltinn Guðbrand Hlíðar. Virðist refsing sú, er barnið hlaut, í því innifalin, að skólastjóri sló það að minnsta kosti tvo kinnhesta með flötum lófa og sló auk þess í búk þess, einnig með flötum lófa. Auk þessa hefir skólastjóri, samkvæmt frásögn bekkjarsystkina Guðbrandar, þá er Guðbrandur hrasaði á gólfið, sett höfuð hans milli fóta sjer, en skólastjóri neitaði að hann hafi gert það, heldur kveðst hann hafa tekið steinbítstaki á drengnum með annari hendi.

Þó skólanefnd sje það Ijóst, að refsing sú, er skólastjóri beitti, eigi hafi verið harðari en þær refsingar, sem alt til þessa hefir oft og tíðum verið beitt í skólum hjer á landi, verður nefndin þó að telja hana of harða í hlutfalli við brotið, sem aðeins var truflun á ró í bekknum í kenslustund.

Ennfremur lýsir nefndin þvi yfir, að hún telur að kennarar megi eigi grípa
til líkamlegra refsinga gagnvart börnunum, nema ítrustu nauðsyn beri til.

Þótt skólanefnd samkvæmt framansögðu hafi allmikið að athuga við framkomu skólastjóra í þeim efnum, er kært var yfir, lítur hún þó svo á, að skólastjórinn muni, er hann fær áminningu þar um, geta lagfært þá bresti, er komið hafa í ljós á kennarastarfi hans, en skólastjórn hans hefir nefndin ekkert út á að setja.“

- - - - -

Addendum, anno 2001:
Guðbrandur Einar Hlíðar dýralæknir er látinn á 86. aldursári. Guðbrandur var félagi í Dýralæknafélagi Íslands frá því hann kom heim úr námi 1944 og allt til dauðadags. Guðbrandur var mikilvirkur dýralæknir og félagsmálamaður, mikill söng- og ræðumaður og hrókur alls fagnaðar á mannamótum og leiddi þá gjarnan fjöldasöng. Hann vann mikið og gott starf fyrir dýralæknafélagið og var kosinn heiðursfélagi í viðurkenningarskyni fyrir þau störf. Guðbrandur var formaður félagsins frá 1964–1970. Meðal hugðarefna hans var stofnun Vísindasjóðs DÍ, sem síðan hefur styrkt dýralækna til framhaldsnáms og hafa allnokkrir dýralæknar fengið úthlutun úr sjóðnum og fært til landsins sérfræðiþekkingu sem dýr og dýraeigendur hér á landi hafa notið góðs af.

   (2 af 13)  
9/12/11 14:01

Bakaradrengur

Jahá.

9/12/11 17:02

Golíat

Ja þú segir nokkuð.
Tímarnir breytast.

2/11/11 10:00

Grýta

Ja hérna hér!

Undir súð:
  • Fæðing hér: 7/9/06 00:35
  • Síðast á ferli: 7/11/13 10:37
  • Innlegg: 2
Eðli:
Ég er mikill eldhugi og baráttumaður, en held mig ávallt til hlés og er lítið fyrir að koma fram í fjölmiðlum og veita viðtöl. Fuglaverndunarfélag Íslands hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt gegnum árin og er nú elst og eitt stærsta náttúruverndarfélag landsins, með öfluga starfsemi og útgáfu.
Fræðasvið:
Samanbuðarrannsóknir á stöðu kvenna á tímum lýðræðisþróunar hvarvetna í heiminum hafa leitt í ljós að með tilkomu lýðræðislegra stjórnarhátta eru konur gerðar að pólitískum minnihlutahóp.
Æviágrip:
Nöfn postulanna tólf eru þessi: Fyrstur Símon, sem kallast Pétur, og Andrés bróðir hans, þá Jakob Sebedeusson og Jóhannes bróðir hans, Filippus og Bartólómeus, Tómas og Matteus tollheimtumaður, Jakob Alfeusson og Taddeus, Símon vandlætari og Júdas Ískaríot, sá er sveik hann.