— GESTAPÓ —
Henríetta Koskenkorva
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/08
Vandræðalegt hádegi.

Ung kona kemur labbandi niður ganginn og tyllir sér við hlið mér, hún tekur upp bók og byrjar að lesa. Eftir 2 mínútna lestur skellir hún uppúr þessum stelpulega hlátri eins og hún sé að biðja um viðbrögðin: "Hvað er svona fyndið". Ég heyrði það í tóninum á hlátri hennar.
Ég segi ekki orð, enda er ég upptekin við að fresta öllum mínum ábyrgðum fyrir tilgangslaust flakk á netinu. Hún er núna búin að sitja hér í ekki meira en 5 mínútur, færir sig ennþá nær mér og heldur áfram að lesa.
Ég pæli ekkert í henni enda finnst mér þetta vera frekar mikil árás á mitt persónulega svæði, hún les í góðar 3 mínútur til viðbótar, stendur svo upp og fer.

Hver var tilgangurinn með þessu?

   (2 af 3)  
4/12/08 00:01

hvurslags

Vildi hún ekki bara að einhver spyrði hvað væri svona fyndið? Þegar enginn gerði neitt þá fór hún...

4/12/08 00:01

Þarfagreinir

Hún hefur haldið að þú værir útsendarinn frá Mossad sem hún ætlaði að hitta til að færa upplýsingar um leynilega metanvopnaframleiðslu íslenskra stjórnvalda.

4/12/08 00:01

Lepja

Hún var að byggja upp forvitni hjá þér. Þú verður orðin gráhærð fyrir þrítugt.

4/12/08 00:01

Dula

Hahahahahaha já það er greinilegt að kústurinn er alveg blýfastur.

4/12/08 01:01

krossgata

Var hún ekki að gera hosur sínar grænar...?

4/12/08 02:01

Finngálkn

Hún var að reyna við þig - hefur væntanlega fundið lellulyktina af þér leggja um alla ganga...

4/12/08 03:00

Meistarinn

hún hefur verið einmanna geðklofi

Henríetta Koskenkorva:
  • Fæðing hér: 15/4/06 12:16
  • Síðast á ferli: 3/2/11 16:37
  • Innlegg: 175
Eðli:
Dama sem slík. Barónessa jafnvel.
Fræðasvið:
Í Menntahælinu við Hitaveitustokkinn læri ég mín mál.
Æviágrip:
Of snemmt til að vita.