— GESTAPÓ —
Grámann í Garđshorni
Fastagestur.
Sálmur - 10/12/07
Unađur

Hugsađ heim

Ţrána sefa, ţorstan slekk,
ţćfist andans grátur.
Er fagran sest á fjallabekk,
fćrast tár í hlátur.

Svarfdćlskt blóđiđ seytlar ţví,
sćlu bráđum kynnist.
Eyjafjarđar unun hlý,
ávalt ţín ég minnist.

   (1 af 18)  
10/12/07 02:01

Billi bilađi

Gott.

10/12/07 02:01

Garbo

Skil hvađ ţú meinar.

10/12/07 02:01

hlewagastiR

Hér mćtti höfundur bćta inn ţriđju vísunni sem vćri í senn rustaleg og grótesk - svona bara til ađ brjóta upp angurvćrđina og fá smá Svarfdćlskan menningaranda inn í ţetta sem ekki hefur breyst neitt frá dögum Klaufa Karlssonar. Er hann ekki annars enn á sveimi?
Annars vil ég bara segja ţetta: skítfínt!

10/12/07 02:01

Regína

Hlustađu ekki á hann hlebba, ţetta er fyrirtak.

10/12/07 02:01

Skabbi skrumari

Ţađ eru ótal rangfćrslur hjá Skröbbu...

Fjallabekkur er fín líking hjá ţér Grámann minn... steinar sem hćgt er ađ setjast á upp til fjalla eru fínustu fjallabekkir...

sv-s-s stuđlar prýđilega...

Grámann ţú ţarft ekkert ađ skammast ţín fyrir ţetta... ţú mátt samt skammast ţín fyrir ađ svarfdćlska blóđiđ verđi jafn lélegt viđ útţynningu og raunin virđist vera varđandi Skröbbu...

Skrabba hafđi ţó rétt fyrir sér varđandi stafsetningu, en ţađ er önnur saga...

10/12/07 02:01

Skabbi skrumari

Sv- tilheyrir ekki gnýstuđlafjölskyldunni... mundu ţađ bara Skrabba mín...

10/12/07 02:01

Billi bilađi

Ég hef einu sinni notfćrt mér „v“ sem heimatilbúinn gnýstuđul til ađ leika mér í afdrćtti.
En, eins og Skabbi segir, ţađ er ekki opinber gnýstuđull.

10/12/07 02:01

hlewagastiR

Rétt hjá Skabba um ţađ sem er rangt hjá Skrabba. Annars er furđu mikill Vćnigrétar hlaupinn í Skrabba í ţessu harki. Ert ţú líka Hagaskólahagyrđingur, Skrabbi?

10/12/07 02:01

Wayne Gretzky

Já, ţađ er kominn Vćni í ţennan Skrabba..

10/12/07 05:01

Skabbi skrumari

Skrabba er búin ađ stroka út sín komment... eins og hún gerir oft á tíđum...

10/12/07 05:01

Wayne Gretzky

Já..

31/10/07 03:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Vel & viđkunnanlega kveđiđ. Skál í norđurátt !

Grámann í Garđshorni:
  • Fćđing hér: 1/3/06 10:53
  • Síđast á ferli: 26/9/08 09:36
  • Innlegg: 270
Eđli:
Grámann hefur dálćti af öllu sem er íslenzkt.Hann hefur mikla unun af rímnakveđskap og ljóđagerđ.Grámann er alfariđ á móti álverum og öđrum eins ósóma.Grámann er náttúrusinni út í yztu ćsar.
Frćđasviđ:
Skóli lífsins hefur átt hug minn allan frá ungum árum.Sjálfs menntun er oft bezta menntunin.
Ćviágrip:
Grámann er ćttađur frá Hofi í Svarfađardal.Ćtt hans nefnist Hraunkotsćtt. Grámann á tvö börn.Hann á líka konu, bíl og íbúđ.Grámann er í verzlunarstarfi og í frístundum sínum les hann rímur sem og annan kveđskap.Aldurinn er mćldur í ţremur áratugum sléttum, frá árinu 1976.Kyniđ er karl.