— GESTAPÓ —
Húmbaba
Heiðursgestur.
Sálmur - 2/11/06
Alltaf standa stuðlarnir

Frétt

Eg hef tekið upp þann sið að stroka
bull, og óþarft rusl og orðahismi
út úr flestu mínu gagnvarps gjálfri.
Ætlun þessi byrjar brösulega
því oftast þegar útstrokunum lýkur
stendur sjaldnast nokkur stafur eftir.
Í þetta sinn er ekkert eftir nema
fjórar línur, rím og stöku stuðull.

-
Fyrir vestan lesa börnin best
og bera af í námi flest.
Að vestan flytja fyrir rest
finnst mér það af öllu verst.

   (3 af 3)  
2/11/06 04:01

Regína

Þú ert fyndinn. [ Ljómar upp].

2/11/06 04:02

krossgata

Gömul sannindi og ný að stórhættulegt er að flytja að vestan, hvað sagði ekki Steinn Steinarr um árið.

2/11/06 05:01

Golíat

Gott.

2/11/06 05:01

hvurslags

Það má hafa yfir heilar bögur án þess rímið þekkist, þegar þær eru nógu alþýðlegar.

2/11/06 06:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sammála.

2/11/06 06:01

Billi bilaði

<Veltir fyrir sér hvort súg þurfi ekki gera það sama við súgs innlegg>

2/11/06 07:00

Salka

Svo....... rétt.

Töff kvæði með góðri útskýringu í fyrri hluta.

2/11/06 08:00

Jóakim Aðalönd

Þegi þú Húmbaba!

Húmbaba:
  • Fæðing hér: 18/2/06 22:26
  • Síðast á ferli: 15/9/16 00:05
  • Innlegg: 1711
Eðli:
Vatnsgreiddur og brúnleitur með glott.
Fræðasvið:
Klaufaskapur
Æviágrip:
Svo virðist sem ekkert hafi hent ennþá.