— GESTAPÓ —
Nætur Marran
Óbreyttur gestur.
Saga - 31/10/05
Sumir eru síður skarpir en aðrir.

Ég heyrði þessa sögu frá ungri dömu sem ég vinn með, og þessi frásögn er sorglega sönn, en það skondin að eg VARÐ að deila henni með ykkur.

Ein er stúlkan sem skrifað er um, en ekki telst hún til gáfaðra einstaklinga í mínum bókum.

Hún vann á Bautanum á Akureyri og kunni vel við, þar til einn daginn sem vatnsleiðslur sprungu og ekkert kom vatnið úr krananum. Og stúlkan var send yfir götuna og inn á Hótel KEA til að sækja kalt vatn, sem hún og gerði og allt í lagi með það, en þegar viðgerðir voru yfir staðnar var stelpan send aftur til að skila vatninu!!! Hún lét hafa sig að fífli og gekk yfir götuna og inn á Hótel KEA með kalt vatn í fötum.

Ekki batnar það þegar örbylgju ofninn bilaði og daman var send niður á Subway til að fá nokkrar örbylgjur að láni!! Ég get rétt ímyndað mér það hvernig hefði verið ef að afgreiðslueinstaklingurinn á Subway hefði haft svipaða greindarvísitölu og hin umrædda stúlka.

Ég gat ekki annað en að hlæja mig máttlausa þegar ég heyrði þessa frásögn, og vonast til að einhver brosin hafi færst á varir þeirra sem lesa þetta :)

   (1 af 7)  
31/10/05 01:00

Nermal

he he he he..... Minnir mig á þegar ég og félagi minn sögðum einni ágætri dömu að það væri munur á þeim pylsum sem fara í 5 stykkja pakkningar og þeim sem fara í 10 stykkja pakkningar. Hún fór og spurði til öryggis

31/10/05 01:00

Siggi

Góð saga það er líka hægt að læra af henni

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Þið eruð nú meiri kvikindin.

31/10/05 01:00

Hvæsi

Fyrir mörgum árum var kokkanemagrey af Hótel KEA sendur yfir á bautann með barmafulla, 10L fötu af vatni, með þeim skilaboðum að ekkert mætti sullast því þeir þyrftu að nota akkúrat þetta magn.
Nemagreyið læddist yfir götuna ofurvarlega með fötuna í fanginu og komst yfir á bautann.
Þar tók á móti honum yfirkokkurinn á bautanum, vopnaður teskeið og tók akkúrat eina svoleiðis úr fötunni og sagði stráksa að skila restinni aftur yfir, og passa sig að sulla ekki niður.

31/10/05 01:00

Jóakim Aðalönd

Kvikindi!

31/10/05 01:00

Hrani

Í mínu ungdæmi hefði þú verið beðin um að skrifa fyrirsögnina aftur.

"Sumir eru síður skarpari en aðrir". væri réttara.
En fyrirsögnina þína mætti útleggja: "Sumir eru skarpir. En aðrir ... "

Fyrir utan það að maður á ekki að gera grín að fólki.

Hins vegar finnst mér að þegar sögur eru nógu vel lognar eins og þessi saga þá eigi þær rétt á sér.

31/10/05 01:01

U K Kekkonen

Þjóðarsport Akureyringa.

31/10/05 01:01

Offari

Ég er soddan kvikindi að ég hló nú að þessu.

31/10/05 01:01

Nætur Marran

Það að vera síður skarpir, taldi ég vera rétt líka hugsi maður að þeir séu ekki eins skarpir og þar af leiðandi síður skarpir.

31/10/05 01:01

Hakuchi

Þetta er skemmtilegur kvikindisskapur.

31/10/05 01:01

Galdrameistarinn

Nýliðar á skipum og togurum er æfinlega sendir niður í vélarrúm til að fóðra kjalsvínið eða sækja vacum í fötu.

31/10/05 01:01

Hvæsi

Kvikindisskapur er af hinu góða.

Eitt strákgrey sem fékk vinnu í Hvæsa eldhúsi, kveinkaði sér mikið við að skera lauk, kvartaði undan táraflóði.

Ég var nú með ráð við því, grípa öðruhverju fyrir nefið, þá ætti allt að lagast, nema.... safinn úr lauknum fer náttúrulega af fingrunum og á nefið, og þar af leiðandi nær augunum sem gerir þá væntanlega... meiri tár..
Múhahahahahaha

<Glottir sem aldrei fyr>

31/10/05 01:01

Nermal

Og svo var þjónanemi sendur um allann Fiðlara til að finna bolla fyrir örfhenta....

31/10/05 01:02

albin

Í beitningu hafa menn nú verið sendir á milli beitningarskúra að sækja flækjubókina.

Og af einhverjum togaranum heyrði ég af nýlið sem sendur var niður í vélarúm að sækja stóra skiptilykilinn svo hægt væri að trekkja upp togklukkuna, sem oghann gerði. Fyrir þá sem ekki vita þá eru til æði stórir skiptlyklar, yfir metra á lengd og afskaplega þungir (og dýrir). Þegar pilturinn kom loksins upp í brú með gripinn komst hann að því að það var verið að hæða hann, því þessi togklukka var aðeins pappírs spjald með vísi ætluðum til að merkja klukkan hvað tog hefst. Henti pilturinn þá lyklinum í sjóinn þar sem þeir þurftu ekki að nota hann.

31/10/05 01:02

Skabbi skrumari

Svo verða menn að passa sig á að fá ekki landhelgislínuna í skrúfuna...

31/10/05 02:00

Rasspabbi

Alltaf gaman að níðast á nýliðunum.

31/10/05 02:01

Nermal

Og svo var einhver snillingurinn settur í að vikta einhverja vöru á ónefndum stað. Svo var honum sagt að fara uppá skrifstofu með viktina. Hann sást svo burðast með vogina upp á skrifstofuna....

31/10/05 02:01

Tigra

Þú vigtar sbr vog.

31/10/05 02:01

blóðugt

Hann faðir minn, sjómaður til margra ára, er höfundur margra svona sagna, þ.e. hann er hrekkjusvín! Hann sendi eitt sinn nýliða upp í brú með 10 lítra fötu af málningu, málningarrúllu og dagblöð og sagði honum að mála teppið í brúnni. Hann var búinn að klæða eitthvað með dagblöðum og opna málningarfötuna þegar afskaplega skapillur skipstjórinn birtist, hellti sér yfir hann og spurði hann hvurn fjandann hann væri eiginlega að gera. Karlgreyið.

Nætur Marran:
  • Fæðing hér: 18/2/06 18:45
  • Síðast á ferli: 23/10/06 14:45
  • Innlegg: 38
Eðli:
Af hinu illa
Fræðasvið:
Svartigaldur, álög og voodoo
Æviágrip:
Ég hef verið til frá upphafi tímans og ekki mínútu lengur. Ég eyði mestum mínum tíma í Guam að spila refskák við blinda munka.