— GESTAPÓ —
Nætur Marran
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 9/12/05
Frægðarfíklar!

Það er ansi margur Íslendingurinn sem hefur undarlegan fettisma gagnvart frægum Íslendingum og almennt frægu fólki. Hversu mörg ykkar til dæmis eyddi óratíma í að greiða honum Magna "okkar" atkvæði í þeim ágætis sjónvarpsþætti rockstar Supernova? Ég kaus, ég kaus oft og mörgum sinnum.. enda nett klikkuð í toppstykkinu. En ég gekk ekki svo langt eins og margir aðrir að stilla tölvuna á Hawaii tíma, svo á Japan tíma, tungltíma og stærðfræðitíma. Er það ekki full langt gengið.

En raunverulegu frægðarfíklarnir eru þeir sem koma ekki smettinu upp úr séð og heyrt og hér og nú, les þetta eins og biblíu og trúir hverju orði eins og heilögum sannleik, reynir svo eftir fremsta megni að lifa eins og stjörnurnar í Hollywood. "Ó Guð!! Paris Hilton á svona peysu ég VERÐ að eiga eins". Ég er pottþétt á því að það þekkja allir að minnstakosti einn svona fíkil, það er bara spurning hvort að sá hinn sami sé ekki í felum með þennan óheilbrigða lífsstíl.
Það ættu að vera til samtök fyrir þetta fólk.. koma þessu upp á yfirborðið svo að það leiti sér hjálpar. FFF : Félag Frægðar Fíkla eða FSA : Fame Seekers Anonymous.

Ég voga mér samt ekki að reyna að telja mönnum í trú um að vera saklaus af skaðlegum blaðaflettingum, en það segir kannski sitt um ágæti þessara blaða að hápunkturinn finnst mér vera aulabrandararnir í séð og heyrt.

   (2 af 7)  
9/12/05 14:02

Offari

Ég er frægur á mínu heimili.

9/12/05 14:02

B. Ewing

Ég yrði handónýtur meðlimur í FSA því ég eyddi ekki sekúndu í að kjósa fyrir þáttinn þó hann væri dálítið kosningaverður. Ég lét þó eftir mér á lokakvöldinu að vaka og vona að Magni kæmist fljótt í burtu frá þessum hildarleik. Mér varð að ósk minni og allir ánægðir, (vona ég).

9/12/05 14:02

Rýtinga Ræningjadóttir

Ég var í eitt skiptið hópþrýst til þess að kjósa hann yfir netið. Gerði það tvisvar sinnum fyrir hvorn hópmeðlim og kallaði það svo gott. Hef annars hvorki horft á þættina né tekið þátt í þessu.

9/12/05 15:00

Leir Hnoðdal

Hvorki "Sá Árna Johnsen á klósettinu" eða hinn slúðursnepillinn eru velkomnir heima hjá mér.
Pronto !

9/12/05 15:01

Gvendur Skrítni

pron·to (prŏn'tō)

Tafarlaust; fljótt.

9/12/05 15:01

Gaz

Ég vissi ekki einusinni af því hvaða þáttur þetta væri eða að það væri einhver íslendingur í honum þar tiil þú sagðir mér frá honum Marran.
Kaus ekki. Fylgist ekkert með.
Hlusta á hljómsveitir sem aldrey spilast í útvarpi.
Hef engann áhuga á að vera fræg fyrir drusluhátt og hálfvitaskap.
Er ég svo skrítin?

9/12/05 15:01

Nermal

Það er nottlega alveg spes að vera "frægur" á Íslandi. Svona fyrirsagnir eins og "Logi Bergmann keypti nýja útidyrahurð" eru bara fyndnar.

9/12/05 15:01

Nætur Marran

Já eða Stebbi Hilmars... borðar hrísgrjón.

9/12/05 16:00

Úlfamaðurinn

Ég er ónæmur fyrir frægð í augnablikinu. Ég kemst því óséður inn um öll skúmaskot.

Nætur Marran:
  • Fæðing hér: 18/2/06 18:45
  • Síðast á ferli: 23/10/06 14:45
  • Innlegg: 38
Eðli:
Af hinu illa
Fræðasvið:
Svartigaldur, álög og voodoo
Æviágrip:
Ég hef verið til frá upphafi tímans og ekki mínútu lengur. Ég eyði mestum mínum tíma í Guam að spila refskák við blinda munka.