— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Gagnrýni - 4/12/08
Rökræður á Netinu.

Ég veit að það er sagt að það að rífast á netinu sé eins og að keppa á ólympíuleikum fatlaðra (skiptir ekki máli hvort þú vinnur, þú ert samt þroskaheftur) en það er tvennt athugavert við að ættla að svara þessari gagnrýni með því. Annars vegar er þetta smekklaus og aumingjalegur brandari. Og hins vegar er þetta um rökræður og ekki barnaleg rifrildi, það er munur þar á.

Ég er upplýsingafíkill með sterkar skoðanir. Það er að segja, ég er þannig manneskja að ég "þarf" að skilja grunn atriði máls áður en ég mynda mér skoðun og þar sem ég vil þekkja og skilja og mynda mér skoðanir þá er ég stöðugt að lesa mér til um eitt eða annað.
Hluti af þessari þörf að þekkja og skilja er heiðarleg löngun til að þekkja og skilja rök annara fyrir skoðunum sem stangast á við mínar. Þar af leiðandi eru rökræður svolítið sem ég lifi fyrir.

Þar af leiðandi leita ég augljóst uppi rökræður að minnsta kosti einu sinni á viku og mér finnst dagurinn ófullkominn ef ég hef ekki spurt eina einustu manneskju spurningarinnar; "af hverju?"

Vandamálið kemur annars vegar þegar fólk kemur inn í rökræðurnar með rökleysu. Maður reynir að vera almennilegur og gefa þeim séns með að spyrja aftur af hverju og biðja um hlekk á einhverjar upplýsingar sem styðja skoðun manneskjurnar. Oftar en ekki er sú manneskja búin að taka sér skoðun eftir einhverjum öðrum. Það er að segja, manneskjan hefur ekki rannsakað málið, hefur enga löngun til að rannsaka málið, en var sagt einhvern tímann að málið væri "svona" og hefur bitið í sig þetta "svona" sem sannleik og þeir sem eru þeim ósammála hafa rangt fyrir sér sama hvaða rök eru þar innifalin.

Hitt vandamálið er svo þegar fólk kann barasta ekki að rökræða og jafnvel eiga erfitt með að skilja orðið "rök". Þessir aðilar kasta um sig stórum orðum sem og ásökunum og móðgunum og ef þeir reyna að tjá sig án þeirra reyna þeir að höfða eingöngu til tilfinninga frekar en rökhugsunar.

Þrátt fyrir að þessar tvær týpur séu algengar, þá eru til perlur inn á milli. Fólk sem veit hvað það segir og hvað það þýðir og hefur kynnt sér málefnin. Fólk sem hendir ekki í þig móðgunarorðum eða kallar málefnið og/eða fólkið innan þess öllum illum nöfnum og heldur sig við staðreyndir, rök og úthugsaðar skoðanir. Fólk sem skilur það að þeirra skoðun er ekki sú eina rétta en er samt tilbúið til að bera saman bækur.

Þetta fólk (meðal annars eiginmaður minn) er það fólk sem gerir veraldarvefinn að einhverju þolanlegu, þrátt fyrir hvað það eru margir hálfvitar þar.
Og rökræðurnar sem maður getur átt í við þetta fólk kennir manni margt um mann sjálfan, bara með því að rökræða heiðarlega.

Mæli með því fyrir þá sem hafa vel rökstuddar skoðanir að prófa þær reglulega með hraustlegum rökræðum á netinu þar sem enginn kemur og skammar þig fyrir að tala of hátt.

   (1 af 39)  
4/12/08 18:01

Huxi

Maður segir ekki , "vill þekkja" heldur "vil þekkja". [Færir engin rök fyrir máli sínu]

4/12/08 18:01

Gaz

Ah, takk fyrir þetta. Íslenskan er ennþá örlítið ryðguð eftir Svíþjóðardvölina skiluru.

4/12/08 18:01

Blöndungur

Hvar er eiginlega hægt að rökræða á netinu við sæmilega upplýst fólk?
Og annars, hvað ber að skilja sem rökleysu? Er það það sem er talið upp í kennslubók í hagnýtum skrifum f. framhaldsskóla sem rökleysur (ad hominum, ad supumblum o.s.frv.) - eða má segja að metafísískar (svo að ég slangri, en annars er ég illa að mér í tungutaki heimspekinnar) fullyrðingar séu ótækar í góðum samræðum?

4/12/08 18:02

Anna Panna

Það sem klikkar þegar maður 'rökræðir' á netinu er það að fólk les það sem það vill lesa út úr því sem þú skrifar og þú nærð aldrei að setja tóna og áherslur á rétta staði.
Það er svo auðvelt að þverskallast og finna þesa 'haha, þarna jarðaði ég hann' tilfinningu þegar maður skrifar eitthvað en gaurinn á móti fær nákvæmlega sömu tilfinningu þegar hann skrifar næsta bull frá sér.
Annars er eitt af því mikilvægasta til að hafa í huga þegar maður lendir í deilum á gagnvarpinu að ef þú ert að rífast við hálfvita skaltu vera viss um að hann sé ekki að gera það sama...

4/12/08 18:02

Nermal

Svo er nottlega túlkunaratriði hvers og eins hvaða rök eru góð og hvaða rök ekki. Suma hluti er mjög erfitt að rökstyðja. Mér finnst t.d R & B tónlist ákaflega leiðinleg. Ég get samt ekki vitnað í fræðigreinar og bækur til að rökstyðja mál mitt.

4/12/08 18:02

Jarmi

RANGT! Eitthvað annað en það sem þér finnst!

4/12/08 18:02

Fitta

Að rökræða finst mér , sé að hlusta að mestu leiti á hina og agnarlítið hlera í eiginn barm .

4/12/08 18:02

Huxi

Hvað veist þú um það Jarmi gosi... Bjáni...

4/12/08 18:02

Þarfagreinir

Eitt sem er mikilvægt að hafa í huga er að oftar en ekki snúast rökræður á opnum vettvangi minnst um það að reyna að sannfæra 'andstæðinginn' um að maður hafi rétt fyrir sér (sem oft er erfitt verkefni), heldur frekar um að reyna að sannfæra alla hina. Ef enginn tekur undir með þeim sem maður er að rífast í er hægt að vera nokkuð öruggur um að baráttan er nú þegar unnin.

4/12/08 19:00

Lopi

Það er mín reynsla að ef maður ætlar að reyna að breyta skoðunum annara með rökræðum þá tekst það ákaflega lítið. Eftir nokkra umhugsun hef ég komist að því að það er vegna þess að þeir sem hafa áhuga á að rökræða við aðra rökræða heilmikið við sjálfa sig. Og þegar maður gefur sér góðan tíma til að rökræða við sjálfan sig endar maður yfirleitt á því að komast að réttu niðurstöðunni sem fáir aðrir geta hnikað. Samt tel ég hollt að gera hvorutveggja, að rökræða við sjálfan sig og rökræða við aðra...þó í hófi.

4/12/08 19:00

Billi bilaði

Ég vil líka skilja málin.

4/12/08 19:00

krossgata

Rökræður eru óþarfar, best er að ég fái heimsyfirráð.
[Glottir með ?glampa í auga]

4/12/08 19:00

Finngálkn

Ég veit að það er sagt að það að rífast á netinu sé eins og að keppa á ólympíuleikum fatlaðra (skiptir ekki máli hvort þú vinnur, þú ert samt þroskaheftur)
Æðisleg settning!

4/12/08 19:00

Grýta

Komdu með í mafíuleik. Þar reynir á rökræður og skilning.
Móðganir og rifrildi lærir maður að leiða hjá sér.

4/12/08 19:00

Jarmi

RANGT RANGT OG RANGT! Ég hef rétt fyrir mér og þið ekki!

4/12/08 19:01

Huxi

Jarmi veit ekki neitt...

4/12/08 19:01

Gaz

Þvílíkt fjall af svörum...

Blöndungur, þessar spurningar eiga rétt á sér. Það að endurtaka eingöngu texta úr bókum (svona, copy-paste) er, að mínu mati, ekki rökræður. Það er að segja, þetta eru upplýsingar og rök, en það er engin hugsun innifalin. Hins vegar það að setja fram "ég er sammála X sem skrifaði Y af því að" er frábært.
Og það er hægt að finna þetta fólk hér og þar og útum allt.

Anna Panna, Það er þess vegna sem maður á að reyna að skrifa það sem maður meinar og að lesa ekki meira úr skrifum annara en það sem þar stendur.

Þarfagreinir. Það eru til manneskjur sem njóta rökræðanna þeirra sjálfra vegna og þurfa ekki að sannfæra nokkurn um neitt í raun og veru. Þetta fólk er frábært af því það getur verið sammála um að vera ósammála án skítkasts og stæla.

Lopi. Það er þess vegna sem ég er frekar að reyna að skylja sjónarmið og skoðanir og rök annara, ekki endilega að breyta þeim. (Og þegar maður skoðar rök annara þá kemst maður ekki hjá því að bera það við sín eigin, og þannig getur maður lært mikið um sig sjálfan.)

4/12/08 19:02

Þarfagreinir

Já, það er rétt að hægt er að njóta rökræðnanna sem slíkra og jafnvel komast að einhverju sem maður vissi ekki áður með hjálp þeirra. Það er 'ideal' og gerist sem betur fer við og við. Ég reyni alltaf að nálgast rökræður út frá þessu sjónarhorni, en þegar þær fara út í skotgrafahernað (sem gerist því miður of oft), þá er mjög gott að hafa prinsippið sem ég nefndi í huga upp á hvenær á að hætta.

5/12/08 06:00

Fíflagangur

Rakalaust kjaftæði.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533