— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Gagnrýni - 3/12/07
Seljum Sjálfstæðið fyrir Evruna!!

Eina stjörnu og ekki örðu meira!

Íslendingar eru að láta fjölmiðlafárið hræða sig í að halda að stóra sterka EU sé eina björgin fyrir íslenskann efnahag.
Aumingjaskapur og ekkert annað!
Yfirþyrmandi meirihluti þeirra sem ég hef talað við (mest fyrir forvitnis sakir) hefur ekki einusinni hugmynd um hvað annað EU stendur fyrir en myntbandalagið.
Frjáls hreyfing vöru og vinnuafls. Það er það sem EU er byggt á. Það er Tollasamband.
Þetta hefur þróast áfram í ýmsa skondna löggjöf, til dæmis eru sömu reglur varðandi gula ljósið og það rauða við gatnamót í evrópu.
Margar reglur eru í kringum ýmsa smámuni sem hafa ekkert með tolla eða vinnuafl að gera.
EU er einnig á hraðleið að gerast bandaríki Evrópu. Það myndi þá hafa þau áhrif að littla sæta eyan í norðri yrði eins og eitthvert pínulítið útnáraríki. Ríkisstjórn Íslands væri valdaminni yfir þessum útnára en stjórn hvers smáríkis í BNA. Ákvörðunarvaldið yfir íslenskri löggjóf væri þá seld til Frakklands og Þýskalands og allt við fáum í staðin er Evran og kanski ódýrari ávextir.

Það er barnalegt, aumingjalegt, og ferlega vitlaust af íslendingum að láta hrífa sig með fyrirtækjakeyptum fréttaflutningi til þess að ákalla EU án þess að vita nokkurn skapaðann hlut um það hvað við fengum fyrir aðildina annað en Evruna.

Skamm, skamm! Ekki gera aftur!

   (3 af 39)  
3/12/07 10:02

Jóakim Aðalönd

Umræðan um ESB og Evruna einkennist oft af vanþekkingu og ekki að ósekju, þar sem fjölmiðlar eru duglegir að apa upp eftir hinum og þessum álitsgjöfum, sem draga annað hvort fram kostina eða gallana við aðild að sambandinu og myntbandalaginu.

Fyrir það fyrsta: Við yrðum í allra fyrsta lagi orðnir aðilar að ESB eftir 2 ár.
Í öðru lagi: Við yrðum að uppfylla skilyrði Maastricht-sáttmálans til að fá aðild að myntbandalaginu og það er langt í frá að við gerum það í dag. M.ö.o.: Við yrðum að taka til í efnahagsstjórninni okkar hvort sem er og þá er í raun björninn unninn. Þá er aðildin að ESB orðin óþörf að nýju.

Við höfum ekkert í ESB að gera að svo stöddu. Það gæti vissulega breyzt, en við skulum bíða og sjá hvernig stækkuninni til austurs mun vegna áður en við rjúkum til og sækjum um aðild.

Við getum alveg tekið efnahaxlega til heima hjá okkur án þess að bjúrókratabullarar í Brüssel þurfi að koma þar nálægt!

3/12/07 10:02

Galdrameistarinn

Allar umræður um þessi mál eru svart/hvítar og ekkert annað kemst að en annað hvort evru eða ekki evru.
Af hverju ekki að tengja þessa handónýtu krónu frekar við evruna og tryggja þannig stöðugleika? Það hafa aðrar þjóðir gert með góðum árangri.

3/12/07 10:02

Jóakim Aðalönd

Það hamlar stöðugleika ef vel árar í Evrópu, en illa á Fróni og svo öfugt. Það er yfirleitt ekki talin góð hugmynd í hagfræðinni að beintengja gjaldmiðla saman, t.d. hafa Argentínumenn farið mjög illa út úr því að beintengja sinn gjaldmiðil við Bandaríkjadal. Kínverjar voru á sömu braut, en beygðu frá áður en í óefni var komið.

Ef ég hef tekið rétt eftir munu Danir tengja sína krónu við Evruna, en það er ekki skrítið, þar sem þeir eru jú í ESB og hafa verið lengi.

3/12/07 10:02

Vladimir Fuckov

Það gengur ekki að fasttengja krónuna einhverri mynt því þá getur Seðlabankinn þurft að verja óviðráðanlega háum upphæðum í að verja gengið vilji einhverjir öflugir spákaupmenn endilega breyta því. Þeir geta verið stórir miðað við hið agnarsmáa hagkerfi hjer. Kannski örlítil einföldun en samt...

Vjer erum sammála því að þessar umræður eru of svarthvítar. Of margir líta ýmist á ESB sem djöfulinn sjálfan eða þá sem auðvelda og skjóta lausn á öllum heimsins vanda.

3/12/07 10:02

Günther Zimmermann

Jóakim, þá verðum við að bera gæfu til að kjósa yfir okkur stjórnvöld sem sýna vilja til þess að laga efnahagsástandið til, en jamma bara ekki og jæa og vona það bezta.

En krónuna tel ég ekki geta verið sjálfstæðistákn. Hana fengum við 1873 eða þar um bil, frá Dönum nota bene, og var hún jöfn dönsku krónunni í verði (þá var stofnað myntbandalag norðurlandanna, Skandinavisk Møntunion). Því var þar í raun um sama gjaldmiðil að ræða, bara mismunandi útlits sitthvorum megin Atlantsála. Síðan hófst 'íslenzk efnahagsstefna' sem fólst meðal annars í því að þörf var talin á hundraðföldun verðgildis íslenzku krónunnar árið 1981 og danska krónan er í dag jafngild 14,2 íslenzkum.

Hér er því um rétt rúmlega 100 ára niðurlægingarsögu að ræða, þegar íslenzkur gjaldmiðill er annars vegar.

3/12/07 10:02

Nermal

Fyrst og fremst þurfa Íslendingar að taka doldið í rassgatið á sjálfum sér. Það gengur ekki upp að taka endalaus lán fyrir öllu sem er. Menn verða að læra að spara. Íslendingar virðast ekki kunna að spara fyrir hlutunum. Ég vona að krónuhelvítið veikist ekki mikið mera. Annars fer bensínið í 200 kr líterinn....

3/12/07 10:02

Jóakim Aðalönd

Rétt hjá þér Günther. Nú er Sf. í stjórn. Áður voru Framsóknarmenn í stjórn. Sjálfstæðismenn hafa verið lengi í stjórn. Þeir einu sem ekki hafa haldið um stjórnvölinn síðan 1991 eru VG (allaballarnir) og treystir þú þeim til að laga efnahaxástandið? Það geri ég ekki...

Nýjustu hugmyndir á þeim bænum eru að safna 80 milljörðum í Seðlabankann með skuldabréfaútboði (nokkuð sem var reynt með slæmum árangri á 8. áratugnum) og kaupa yfirgengilegt magn af erlendum gjaldmiðli (sem er kannske ekki svo vitlaust). Hækkun skatta yrði næst á daxkrá með landflótta fyrirtækja í kjölfarið.

Málið er að það er sama hvern við kjósum: Ríkið ÞARF að halda að sér höndum og draga úr framkvæmdum þegar vel árar í efnahagnum og láta einkageiran um að knýja hjól atvinnulífsins, en að sama skapi setja peninga í framkvæmdir og jafnvel atvinnubótavinnu þegar skóinn kreppir að. Á þessu hafa stjórnvöld klikkað hingað til, m.a. með því að standa fyrir stórkostlegum framkvæmdum í stóriðju. Það mátti bíða þar til síðar. Jöulsá á Brú var ekkert að fara neitt í bráð.

3/12/07 10:02

Günther Zimmermann

Að fenginni reynslu væri máské heillavænlegast að úthýsa (outsource) bara helvítinu til Brussluborgar, nú eða Kristjánsborgarhallar?

3/12/07 10:02

Jóakim Aðalönd

Bíðum í 10 ár og sjáum svo til með það. ESB er heldur ekkert að fara neitt...

3/12/07 11:00

Grágrímur

Ég vona að krónan veikist meira... er að borga skuld á Íslandi og síðastlðna 2 mánuð hefur það sem ég borga mánaðarlega lækkað um 500 kall danskan... þannig að endilega haldið þessum drasl gjaldmiðli...

3/12/07 11:00

Grágrímur

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/03/10/kronan_veikist_enn/

VÍÍÍÍ!!!!

3/12/07 11:00

Ívar Sívertsen

Umræðan um ESB hefur líka snúist um vaxtastig lána. Vildi maður ekki hafa stöðugan hagvöxt þó ekki væri nema upp á 2-3% í stað þess jójóástands sem hér er? VIldi maður ekki hafa vexti á lánum upp 2 - 4% í stað 6 - 12% eða jafnvel meira. Vildi maður ekki að kaupmáttur launa yrði meiri? Þeir sem ekki vilja það rétti upp hönd núna! Vilja Íslendingar virkilega hanga í þessu okurvaxtaumhverfi áfram? Það var mjög spaugilegt í sumar þegar Herr Oddsson tilkynnti um að stýrivexti yrðu óbreyttir í 13,75% eða hvað það var. Næsta frétt á eftir var að Breski seðlabankinn hefði aldrei haft jafn háa stýrivexti eða 5,5%. Evrópusambandslöndin fóru þá að halda að sér höndum með viðskipti við Breta. Þessi gegndarlausa eyðsla og óráðsía FramsóknarSjálfstæðisríkisstjórnarinnar er bara einfaldlega að koma í bakið á okkur núna. Göngum í ESB, tökum upp Evruna og höldum kjafti! Þetta er kannski ekki eins gott og talsmenn inngöngu í ESB vilja vera láta en þetta er heldur ekkert eins slæmt og andstæðingar ESB segja það vera. Ég minni á að fjölmiðlar gefa okkur öfgarnar í báðar áttir og við eigum að fylla í eyðurnar á milli. Íslendingar eru bara of vitlausir til þess upp til hópa og nenna því ekki.

3/12/07 11:00

Jóakim Aðalönd

Til að mega taka upp evru, verðum við að uppfylla ákvæði Maastricht-sáttmálans (eins og ég er reyndar búinn að segja áður). Ætlar enginn að geta síað það innfyrir skelina? Við GETUM ekki tekið upp evru þó okkur langi það svona ofsalega mikið. Við VERÐUM að taka til í garðinum hjá okkur fyrst og þá er evran í raun orðin óþörf þegar við erum búin að því.

3/12/07 11:00

Vladimir Fuckov

Málið er ekki alveg svo einfalt. Krónan verður áfram óstöðug þó tekið verði til í garðinum heima. Ástæðan er brölt erlendra spákaupmanna og smæð krónunnar sem gjaldmiðils.

3/12/07 11:00

Ívar Sívertsen

Kannski akkúrat þá en þú fellur í sömu gryfju og allir hinir. Það er engin endastöð að taka til í fjármálunum. Ef ruglið hefur einhvern tíman verið fyrir hendi þá er klárt að það gerist aftur þar sem krónan er lítil og marklaus gjaldmiðill, gömul sveitarómantík eins og Farmallinn. En segðu okkur hver skilyrði Maastricht samningsins eru.

3/12/07 11:00

Jóakim Aðalönd

Þau sem lúta að efnahag eru þessi:

Fjárlagahalli verður að vera undir 3% ad VÞF.

Ríkisskuldir verða að vera minni en 60% af VÞF. (Eina skilyrðið sem við uppfyllum.)

Verðbólga verður að vera minni en 1,5% yfir meðaltal þeirra 3ja landa sem lægsta hafa verðbólgu.

Vaxtastig verður að vera lægra en 2%-stig yfir meðaltal þeirra þriggja landa sem hafa lægst vaxtastig.

Svo eitthvað sé nefnt.

3/12/07 11:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Kanski er sjálfstæðið svo mikils virði fyrir þjóð sem hefur setið þræll Dana í hundruði ára . Auðvitað er það ekki satt aðalönd að skilyrðinn séu svo ströng .þá hefðu síðustu þrjú austurefrópsku löndin ekki komist með . Ég er þó á móti Esb sem byggjir múra um Efrópu í staðinn fyrir að með oppnum örmum bjóða þróunnrlöndunum hjálp sína og frændsemi.

3/12/07 12:01

Jóakim Aðalönd

Hvaða lönd voru það sem komust í myntbandalagið án þess að uppfylla ofangreind skilyrði?

3/12/07 12:02

Günther Zimmermann

Eins og einhver góður Dani sagði: En slet monopolhandel var bedre en slet ingen.

3/12/07 15:00

Jóakim Aðalönd

Við börðumst nú fyrir því að losna undan mónópólitíinu á sínum tíma og sjáum sjálfsagt ekki eftir því í dag. Hafa Færeyingar og Grænlendinar það ofsagott? Betur en við?

3/12/07 21:01

krumpa

jáhá - ég mæti reyndar á fimm fundi á ári hjá þessu blessaða E-dóti og get ekki sagt að ég sé aðdáandi nr 1. Hins vegar er það ljóst að eitthvað verður að gera - gengið hefur fallið um ca 40% og sjálfstæðið verður einhvern veginn minna virði þegar maður er með hor í nös og á hvorki fyrir mat né heimili... Annars er ég búin að röfla og skrifa svo mikið um hrunið í vinnunni að ég nenni því ekki hér.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533