— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/06
Get ekki sofið

Það er komin vika. Ekkert sem ég skrifa á nokkru tungumáli hangir saman. Það er eins og allt sé grautur.
Tímin líður.
Biðst afsökunar á ruglingsgangi í skrifum.
Er ekki alveg í lagi.

Það er satt sem sagt er, eftir visst marga daga fer maður að sjá hluti....
Skuggarnir hreyfast.
Það er eitthvað sem lekur niður veggina.
Hver þarf vímuefnI?

Ég þarf að sofa...

   (5 af 39)  
1/11/06 04:00

Nornin

Svefnlyf eru ágæt.

1/11/06 04:00

krossgata

Úff. Ég hélt maður kæmist ekki yfir nema 3 sólarhringa án þess að sofna. Þú ættir kannski að tala við lækni.

1/11/06 04:01

Vímus

Láttu mig þekkja þetta. Eftir þriggja sólarhringa vöku byrja svona ofskynjanir. Öfugt við þetta hjá þér þá lekur eitthvað upp veggina hjá mér. Ég sé myndir sem hanga á veggjunum greinilega u.þ.b. 50 cm. frá veggnum og öll hljóð magnast. Hljóðið frá ísskápnum virðist koma frá útidyrunum. Ég hef vakað lengst í næstum 3 vikur en margoft í viku og þá fer maður að verða býsna skrítinn. Ef þú ert ekki að taka inn nein örvandi lyf þá hlýtur eitthvað að valda einhverri spennu hjá þer sem kemur í veg fyrir svefn.
Reyndar finnst mér þetta áksflega skemmtilegt ástand og tími oft ekki að eyðileggja það með svefni.
Ég ætla ekki að mæla með að neinn byrji á að nota vímuefni því þau eru jú ákaflega vanabindandi en í svona tilfellum dugar fyrir mig að fá mér feita jónu þá sef ég vel í 8-10 tíma. Hafir þú aldrei reykt hass skaltu ekki nota þetta ráð en ef þú talar við lækni þá skrifar hann eflaust upp á svefnlyf sem er vel réttlætanlegt en mundu samt að þau eru ekki síður vanabindandi.
Vonandi sofnar þú undir þessum lestri ef þú ert þá ekki steinsofnuð áður en ég skrifa þetta .

1/11/06 04:01

Offari

Á ég að syngja fyrir þig vögguvísu?

1/11/06 04:01

Ívar Sívertsen

uss... ekki vekja Gaz!!

1/11/06 04:01

Herbjörn Hafralóns

Þetta er nú ljóta ástandið.

1/11/06 04:02

Jarmi

Lestu eitthvað eftir OmegaOne. Þá sofnar þú um leið.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533