— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Gagnrýni - 9/12/06
Íslendingar á Hjólum.

Frá því að ég kom heim á klakann er ég búin að sjá þó nokkra hjólreiðamenn á gangstéttum og götum bæði hér fyrir norðan og í borginni. Þrisvar sinnum hingað til er ég búin að þurfa að hoppa undan og í hvert skipti hef ég hrópað orð á eftir hjólreyðamenninu.
Málið er að þetta fólk er ekki beint það gáfaðasta sem ég hef séð, já eða, það er allavega trúlegasta skýringin. Það er bara of vitlaust til að hafa eða nota bjöllu til að vara fótgangandi til. Einnig segir þetta fólk ekki orð og þar með læðist upp að manni á reiðhjóli og ættlast svo til að maður færi sig.

Samt gef ég þessum gáleysingjum og hálfvitum eina stjörnu, einfaldlega af því að það er ekki búið að meiða mig...

...ennþá.

   (8 af 39)  
9/12/06 04:01

B. Ewing

Hjólamenning íslendinga er sorgleg, enda virðar almennt ekki til hjólhestaferða. Bjöllur eru eitthvað sem eru á krakkahjólunum og þær eru þeyttar hvort sem einhver er nálægt eða ekki. Þannig að staða bjöllunar og hjólsins er slæm. Það er alveg satt.

9/12/06 04:01

krossgata

Ég stóð í þeirri meiningu að gangandi umferð hefði alltaf réttinn. Eiga þeir ekki að færa sig?

9/12/06 04:02

blóðugt

Ég hjóla alltaf laumulega upp að fólki og öskra svo á það.

9/12/06 04:02

Hakuchi

Ha? Varstu gangandi á Íslandi? Úti? Á gangstétt?

Ég hef nú aldrei vitað annað eins.

[Gefur Gaz símanúmer hjá bílasala]

9/12/06 04:02

Anna Panna

Úúúú ég var að keyra úr Skipholti inn á Háaleitisbraut um daginn og þaðan niður Ármúlann og það var fokkíngs reiðhjól á undan mér á götunni alla leið niður Ármúlann! Stoppaði á rauðu fyrir aftan bílinn á undan og allt í staðinn fyrir að fara upp á gangstétt og fara þar yfir á grænu, fyrstur. Nei, hann þurfti að tefja alla umferðina á eftir af því að það var ekki hægt að komast framhjá honum. Hjólreiðafólk er fífl.

Að því sögðu, veit einhver um ódýrt hjól til sölu?! Ég tími nefnilega varla að borga bensín lengur...

9/12/06 04:02

Nermal

Bara eitt að gera GaZ...... FÁ SÉR REIÐHJÓL !!

9/12/06 04:02

Hakuchi

Fullorðið fólk sem byrjar að hjóla ætti að fara á námskeið hjá krökkum um hvernig á að hjóla. Fullorðið fólk heldur nefninlega að það hjóli eins hratt og bílar og geti því hjólað að vild á umferðargötum eins og slefandi bavíanar.

9/12/06 04:02

Þarfagreinir

Varstu í Ármúlanum án þess að heilsa upp á mig, Anna? Öss ...

Annars hef ég sjálfur sem betur fer orðið lítt var við hjólhestahossara í umferðinni, sem er vel.

9/12/06 04:02

Anna Panna

Þarfi, ég hefði kannski gert það ef þessi reiðhjólandi vitleysingur hefði ekki tafið svona fyrir mér...

9/12/06 04:02

albin

Ég læðist alltaf laumulega upp að hjólafólki og öskra svo á það.
[Glottir eins og bavíani]

9/12/06 04:02

Offari

Það er fínasta flauta á rútunni minni en hjólið mitt er einmitt inn í rútunni.

9/12/06 05:00

Vímus

Það á hiklaust að hjóla í þessi kvikindi.

9/12/06 05:00

Gaz

Takk Hakuchi en ég hef ekki efni á að eiga bíl.
Ég átti reiðhjól.

og tæknilega séð þá má hjólið alveg vera á götunni en þá á manneskjan að halda sig almennilega til hægri svo að hægt sé að komast framhjá.

9/12/06 05:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Er þig farið að langa svomikið heim aftur til Svedala . Í
Svíþjóð sem er besta land í heimi eru gangstéttirnar
breiðar með tveimum akreinum þær eru rækilega merktar ein hlið fyrir gangandi með mynd af pabba leiðandi litla dóttor sína og hin með mynd af hjólhesti.
Við Svíar sýnum hvert öðru tillitsemi og bíðum háttvís eftir að röðin komi að okkur ..

9/12/06 05:02

Kaftein Bauldal

Áður en hjólinu mínu var stolið (og áður enn ég komst yfir bíl) fór ég flestra, ef ekki allra ferða minna innanbæjar á hjólinu. Þegar að ég keypti hjólið glænýtt var það hljóðlaust þ.e.a.s. ekkert brak eða skruðningar heyrðust í því ef ég hjólaði áfram á jöfnum hraða.
Til að forðast slysin reyndi maður til að byrja með að hringja bjöllunni til að vara gangandi vegfarendur við.
Flestir reyndust þeir vera fávitar.
Þó að ég hringdi 6-7 sek. áður enn ég var kominn að viðkomandi gerðist undantekningarlaust það sama, ég hringdi bjöllunni, hinn vegfarandinn stoppaði, yfirleitt á miðri gangstéttinni eins og frosinn, leit við og horfði á mig með þessum klassíska svip sem kenndur er við dádýr og framljós. Ég neyddist yfirleitt til að nauðhemla til að forðast árekstur við kyrrstæðan vegfarandann.
Að lokum hætti ég að hringja bjöllunni og skemmti mér konunglega við að þjóta allt í einu fram úr fólkinu sem hvorki hafði heyrt í mér né orðið mín vart á annan hátt og brá þeim yfirleitt svo hressilega að þeir ráku upp pent garg.

9/12/06 05:02

Limbri

Reiðhjól og skæri eru ekki barna meðfæri.

-

9/12/06 07:01

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Já, er einmitt búin að vera að bölva þessum snillingum líka fyrir að halda því fram að þeir megi hjóla á götunni. Hvað er það? Af hverju heldur reiðmaður á hjóli því fram hann hafi sömu réttindi og ökumaður sem er búinn að borga fyrir bílprófið sitt? Manni getur nú sárnað sko. Þetta er kannski eins og með stúdentsprófin í dag maður þarf ekki að hafa stúdentspróf orðið til að komast í háskólann, nú fer maður bara í frumgreinadeildina og voilá! Þú getur farið í hvaða nám sem er eftir það og ekki með neitt stúdentspróf. Einskis nýtt drasl.

Já! Tímarnir breytast.

9/12/06 08:00

Jóakim Aðalönd

Ég öskra alltaf laumulega að fólki og hjóla svo á það.

Það vill nú svo til að hjólreiðarmönnum er SKYLT að hjóla á götunni; ekki gangstéttinni (þetta lærði ég alla vega í umferðarfræðinni).

Hins vegar eiga þeir að halda sig hægra meginn ef mér skjátlazt ekki.

9/12/06 08:00

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Í hvaða umferðarskóla fórst þú í Jóakim? Ég lærði einmitt þar að maður ætti ekki að leika sér úti á götu. Að gangstéttin væri fyrir fótgangandi og hjólreiðastígar væru fyrir hjólafólk.

9/12/06 08:01

Jóakim Aðalönd

Jú, en þegar engir hjólreiðarstígar eru til staðar, á að hjóla á götunni.

9/12/06 08:01

Jóakim Aðalönd

...og ég fór í Ökuskóla Íslands.

9/12/06 09:00

Hjálmlaug Fífilsdóttir

Hvernig væri bara ef ég myndi bara bjóða mig næst fram sem umferðarmálaráðherra?

9/12/06 17:01

Tina St.Sebastian

"mynd af pabba leiðandi litla dóttor sína"

Þú ert svona saklaus, já. Þetta er kaþólskur prestur.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533