— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Gagnrýni - 3/12/06
Mánabolli (Stelpudót)

VARÚÐ!
Elsku drengir, hugsið ykkur vandalega um áður en þið lesið það sem ég hef að segja þar sem að þetta er umtalsefni sem að sumum karlmönnum langar bara alls ekki að lesa um.

Mánabollinn, eða MoonCup eins og hann heitir á frummálinu, er vara til notkunar þegar við stelpurnar eru á túr. Nafnið er vel valið þar sem þetta er lítil, daufgrár, bolli úr sílicon efni. Mjúkur og þægilegur og situr vel á sínum stað en hann er settur inn á svipaðann máta og túrtappar. Málið er bara að túrtappanum fylgir áhveðin hætta. Maður getur orðið veikur af því að nota hann. Og dömubindi lenda oft til hliðar, eða klístrast illa, eða leka, og þegar þau gera það ekki þá liggja þau að og halda rakastiginu of háu sem eykur hættuna á sveppasýkingum alveg helling.
Ég var búin að spá í því að kaupa bollann lengi áður en ég áhvað mig. Ég pældi í þessu með sjúkdóma og sýkingar, náttúruáhrif af túrvörnum (við hendum helling af bindum í ruslið á ári hverju sem eru óholl nátúrinni), örryggið i að geta bara geymt hann í töskunni minni, og síðast en ekki síst, kostnaðinum. Þó að hann sé svolítið dýr að kaupa þá endist hann afar lengi ef vel er farið með hann.

Eftir allt þetta pæl þá áhvað ég að hann var þess virði að prófa og VÁ! Allt sem sagt var um hann var rétt. Þægilegur, passlegur, öruggur! Gat sofið með hann á sínum stað án þess að hafa minstu áhyggjur. Bara tæma einusinni um dag. Frábært!

Ég mæli einlægt með honum.
Ég kaupi aldrey aftur bindi eða tappa!

   (15 af 39)  
3/12/06 15:02

Hakuchi

Ég stóðst ekki mátið og las.

Ég er genginn í klaustur.

3/12/06 15:02

Gaz

Ég varaði þig og þar með er það ekki mér að kenna. Þú verður bara að læra að taka viðvaranir alvarlega!

3/12/06 15:02

Tumi Tígur

Ég las þetta yfir líka.

Hef samt aldrei skilið af hverju sumir karlmenn eru svona rosalega viðkvæmir fyrir þessari umræðu...

3/12/06 15:02

krossgata

Ég las þetta, enda kona. Ég velti því einhvern tíma fyrir mér hvort þetta væri fýsilegur kostur og komst að öfugri niðurstöðu. Tappa nota ég ekki heldur, finnst þeir ekki þægilegir eða öruggir og bikar þessi fékk sama stimpil. Allt í kringum þennan bikar finnst mér mun ógeðfelldara en bindin. Úrslit höfði þó hrikalegar sýkingar á kvenlegum líffærum vinkonu minnar, þrátt fyrir hvílíkur draumur bikarinn var að hennar sögn og að ég fæ exem á hendurnar ef ég nota gúmmí- eða latexhanska og þar með ákvað ég að ég fengi exem á viðkvæmari stöðum ef ég notaði bikarinn

3/12/06 15:02

dordingull

Las þetta ekki og hef því ekkert um málið að segja.

3/12/06 15:02

Gaz

Málið er að þetta er hvorki gúmí né latex. Þetta er sama efni í grunninn eins og latexfríir smokkar eru gerðir úr.

3/12/06 15:02

albin

Er þetta ekki sama fyrirbæri og svo kallaður "álfabikar"?

Að lestri loknum tók ég mér kort í hönd, leitað dável en ég fann hvergi þessa "aldrey" sem getið er í pistlinum. Grunar samt að hún sé einhverstaðar á Breiðafirði eða jafn vel fyrir austan.

Sjálfur mun ég örugglega halda áfram að kaupa mér bindi í framtíðinni en ekki tappa, þeir fylgja þegar ég kaupi mér eitthvað í bikarinn.

3/12/06 15:02

Gaz

Álfabikar er úr appelsíngulu gúmmíi. En annars er þetta svipað.

3/12/06 15:02

Nermal

Er þetta að verða einhver bikarkeppni ?? Ég lifði lesturinn af.

3/12/06 15:02

B. Ewing

Mér datt bara álfabikarinn í hug og búið. Annars er þetta kvennaumræða og læt ég mig hverfa hér með. [Hverfur í púffskýi]

3/12/06 16:00

Jarmi

Bara smella tjúnuðum þvaglegg á þetta. Fiffa smá og tengja. Kastar svo bara pokanum þegar þú ert orðin hölt.

3/12/06 16:00

albin

Ég fékk aldrei að vita hvar eyja þessi er.

3/12/06 16:00

krossgata

Rétt norðan við G-blettinn.

3/12/06 16:00

laumupuki

Eru einhverjar bollaleggingar hér?

3/12/06 16:01

Carrie

Sammála Gaz - mánabikarinn er ein besta uppfinning síðari tíma. Sérstaklega finnst mér best að lyktin sem fylgir oft bindum er ekki til staðar.
Þetta er algjör lukka [Skálar fyrir álfabikarnum]

3/12/06 17:00

Kondensatorinn

[Malbikar]

3/12/06 17:00

Gaz

[Skálar með Carrie.]

3/12/06 17:01

Nornin

Hef lengi spáð í að prufa, en verið rög við að eyða svo miklum peningum í eitthvað eins lítið og ræfilslegt og þetta.

En eftir þessa lofgjörð þá hugsa ég mig kannski um aðeins lengur og prufa svo.

3/12/06 17:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Þettað virðist vera hin ágætasti hlutur sem sparar bæði pening og fer vel með náttúruna. Hvílíkur vinningur ef allar konur notuðu slíkt. Þegar þar að kemur ætla ég að benda henni dóttur minni á þettað, til gagns fyrir veskið mitt og túnið fyrir utan gluggan okkar.

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533