— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/06
Pylsan og Dúfan.

Á leiðinni heim úr skólanum fer ég alltaf í gegn um Nils Ericsons Terminalen, sem að er strætó- og lestar- stöppistö niðri í miðbæ gautarborgar. Þetta er falleg gömul bygging með nútímalegri en samt skemmtilegri nýbyggingu.
Inni í nýbyggingunni eru hellings gluggar uppi í gegnsæu þakinu og á sumrin fljúga inn smáfuglar og einstaka dúfa. Þar inni eru einnig svona benjamínfíkusar. Falleg lifandi tré.
Síðastliðið haust kom að mér dúfa þar sem ég sat og drakk kaffi meðan ég beið eftir strætónum sem ég tek heim og ég gaf henni bita af snúðnum mínum. (Ég ætti hvort eð er ekki að borða bakkelsi.) Dúfan var náttúrulega snögg að taka bitann og ég tók eftir að hún var hölt. Ég gaf henni annann bita til að fá hana nær og sjá betur hvað málið var og viti menn, það var bandspotti umvafinn um fótinn svo að fóturinn va bólginn og augljóslega aumur.
Dúfan hélt sig í NET allann vetur, en síðan sá ég ekkert ræfilinn í heilann mánuð. Síðan var það í dag sem ég sá hana aftur. Ég sat og át pylsu í brauði í NET þegar hún kom fljúgandi. Ég þekkti fuglin þar sem ég hafði horft eftir henni og fylgst með henni helling en núna varð ég hissa og ringluð. Haltinn var farinn.
Dúfan hafði misst eina tá og þar með hafði restin af fætinum náð að jafna sig sæmilega. Spottinn var ennþá umvafinn um fótinn en nú leit hann ekki út fyrir að trufla fuglinn.
Ég gaf dúfunni brauðið, át pylsuna og fór heim...
^^

   (19 af 39)  
3/12/06 03:01

Salka

Atakanleg dyrasaga.
Thad hefdu ekki allir tekid eftir thessari dufu. Thu ert madur ad meiri ad hafa tekid eftir henni, hugsad til hennar og gefid henni ad borda.
Eg hef laumad afgangsmat af disk minum fra matsolustodum til ad gefa borgarfuglum, tho thekki eg engan theirra.

3/12/06 03:02

krossgata

Þetta er skynsöm dúfa sem hefur séð í .... væng sér að þú ættir ekki að vera að borða bakkelsi og hjálpar þér við að borða það ekki.
[Ljómar upp]

3/12/06 03:02

Nermal

Hún hefur verið að feika þetta til að sníkja mar. Tyrkneskur sníkjusnapi.

3/12/06 03:02

Kondensatorinn

Skemmtileg saga um hið smáa í veröldinni sem við tökum svo sjaldan eftir.

3/12/06 04:00

Jóakim Aðalönd

Sammála síðasta ræðumanni.

3/12/06 04:00

hvurslags

Já, það er rétt. Vonandi hefur dúfan átt sæla(en ef til vill stutta) ævi eftir að heltin lagaðist.

3/12/06 04:01

Þarfagreinir

Ég hélt að NET væri svona .NET

3/12/06 04:01

Anna Panna

Merkileg lítil hversdagssaga, takk fyrir að deila henni með okkur. Mikið öfunda ég nú ekki það fólk sem er að flýta sér svo mikið að það hefur ekki tíma til að taka eftir því sem er í kringum það.

En fuglinn hefur það áreiðanlega gott þótt það vanti eina tá, það vantar heilan fót á fuglinn minn og hann lifir góðu lífi!

3/12/06 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ljuvlig betraktelse

3/12/06 04:01

Gaz

takk takk öllsömul..

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533