— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/05
A B C...

Undirritaður situr á sænskum skólabekk.

Í dag komst ég að því að ég man meira og kann mikið meira en ég bjóst við.
Fyrst gerðum við svona prufu-háskóla-próf í sænsku og fékk ég mest rétt! Þrátt fyrir að vera sú manneskja í bekknum sem hafi verið hér skemst. 24 af 40 rétt. Ég skammaðist mín pínu í svona 20 sekúndur eða þangað til að ég heyrði að svíarnir við hliðina á mér voru að hneikslast yfir sér sjálfum og að hamast við að skamma sig og hvern annann. Feingu þeir þá aðeins 10-12 rétt svör. Svakalega leið mér vel og ég skammast mín ekkert fyrir að segja það. Hvílík víma að vera "betri".
Svo kom stærðfræðin. Eða, að vísu var hádegismatur þar á milli en samt. Stærðfræðikennarinn minn heitir Þóra. Ég flutti alla leið til Svíþjóðar til að finna góðan íslenskann stærðfræðikennara. Matte A eða stærðfræði A er semsakt "grunn" stærðfræði. Allt sem svíarnir læra í grunnskóla og pínu í viðbót. Ég er að taka matte B. Það er þá næsta stig í stærðfræðinni. Ég fæ að taka þetta af því að ég kann plús og mínus, margföldun og deilingu, og grunn algebru og svolítið í viðbót. Ég er búin að komast að því að ég er í réttum bekk en samt er hann svolítið léttur að byrja með. Til dæmis í dag þurfti ég að hjálpa öðrum nemandum í þeim bekk með að reikna prósentur og líkindareikning og mér leið eins og ég væri sú eina í okkar litla, þriggjamanna hóp sem fattaði út á hvað æfingin gekk. Smávægilega pirrandi, en samt.
Síðan kom enskan.
Ég er andskoti góð í ensku, get tjáð mig og skilið það mesta. En þessu bjóst ég bara eiginlega ekkert við. Ég sit í bekknum og þarf að passa mig að halda kjafti og leifa öðrum að "reyna" að svara áður en ég hjálpa kennaranum að leiðrétta fólk. Ég er orðin næstum svona aðstoðarkennari! Og ekki nóg með það, Chris (sem er enski enskukennarinn minn) sagði mér það í dag að það væri að öllum líkindum góð hugmynd ef ég gerði Enska B verkefni heima og kláraði svo að ég fái bæði ensku A og B "próf" þetta skólaárið. Það væri ekkert vandamál fyrir mig að gera þetta. Það væri barasta létt.

Ég er samt að spá í að þá næsta skólaár næla mér í Enska C prófið, þannig að ég sé búin með "alla" ensku sem hægt er að læra í sænsku framhaldsskólanámi. Þá get ég notað það ef ég tek einhverja kennaramenntun eða eitthvað, plús að mér finnst það gaman!

   (27 af 39)  
31/10/05 10:01

Litla Laufblaðið

Dugleg ertu að fara í skóla, ég er nú bara á námskeiðum núna, fer ekki í skólann fyrr en næsta haust.

31/10/05 10:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Vertu stolt vina gott hjá þér

31/10/05 10:01

Tigra

Frábært hjá þér!
[Ljómar upp]
Ég var einmitt í Noregi í vor og asnaðist að fara og læra köfun... á norsku! Sem er nú ekki beint tungumál sem ég tala eða skil vel.
Skildi kennarann ekki beint alltaf.
Svo kom að við tókum skriflega prófið... og viti menn.. ég fékk 2 vitlaus af 60 spurningum.
Var sú hæðsta í bekknum!
Eina manneskjan þarna sem var ekki norsk!

31/10/05 10:01

Ísdrottningin

Þetta kannast ég við því forðum daga þegar ég brá undir mig betri fætinum og settist að í Svíaríki án nokkurrar sænskukunnáttu þá leið ekki á löngu uns sænskir félagar voru farnir að leita til mín með allarsínar bréfaskriftir og það á sænsku. Ég sem hef enn í dag ekki lært neitt í sænsku, hlustaði bara á fólk tala í smá stund og reyndi svo fyrir mér sjálf.
Hér fer að sjálfsögðu saman yfirburðageta okkar og vankunnátta þeirra.

31/10/05 10:01

Gaz

Að sjálfsögðu.
Ég fór að vísu í sænskunám, tók það með trukki.

31/10/05 10:01

Offari

Dugleg ertu.

31/10/05 10:02

B. Ewing

A, b, c? Eru þetta nokkurs konar áfangar þá?

31/10/05 10:02

Dexxa

Vá.. flott hjá þér Gaz.. ég er bara nokkuð stolt af þér!!

31/10/05 11:01

Jóakim Aðalönd

Þetta er fínt hjá þér Gaza mín. Endilega haltu áfram í skóla. Hvað ætlarðu svo að kenna?

31/10/05 11:01

Skabbi skrumari

Seig ertu... gangi þér vel...

31/10/05 11:01

Litli Múi

Alltaf gaman að fatta það að maður sé örlítið gáfaðari en maður heldur.

31/10/05 11:01

Gaz

A B C er "svipað" og áfangar.

31/10/05 11:01

Gaz

Ég ættla að kenna um!
[Kennir Jóakim um.]

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533