— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/05
Atvinnuleysisþunglyndi!

Að borða lyf til að líða vel í stað þess að gera eitthvað að því sem er að er á móti öllu því sem ég trúi á.

Að hugsa sér. Ég bý í svíþjóð og hef gert það í næstumþví þrjú ár. Flestir sem við mig tala hrósa mér og benda á að ég sé að nota næstum fullkomna sænsku, að ef væri ekki fyrir örlítinn hika og örlítið harðari frammburð að fólk gæti trúað því að ég væri fædd og uppalin hér. Fólk spyr og pælir og lætur eins og ég sé einhverskonar hetja eða næstum útdautt dýr þegar það heyrir mig svara að ég sé íslendingur. Allir vilja endilega tala við mig og þessa dagana fæ ég oft símasamtal frå fólki sem er endilega til að bjóða mér í atvinnuviðtal.
EN.
Þessi þrjú ár hef ég verið atvinnulaus. Hvert einasta svar sem ég hef fengið hefur verið á "Nei takk" nótunum. Allir vilja tala við mig en enginn vill gefa mér vinnu. Ég hef engin meðmæli. Að sjálfsögðu ekki þar sem enginn hefur gefið mér vinnu. Oft er þetta nei þá þar til komið að þar til þú hefur unnið í svíþjóð þá því miður færð þú ekki vinnu í svíþjóð. Stundum er þetta nei nokkuð ég fæ þar sem að atvinnuveitandi hefur áhveðið að starfskrafturinn þurfi að hafa menntaskólapróf til að geta svarað í síma eða notað venjulegan kassa í venjulegri matvælaverslun. Oftast fær maður ekkert svar.
Ég er góður starfskraftur þeim sem vill hafa en því miður þá er það bara ekki nóg í svíðjóð.

Það að vera atvinnulaus lengi slítur á sálina. Eftir að hundrað mannseskjur hafa litið á þig og sagt að þú ert ekki nógu góð(ur) þá á endanum byrjar maður að trúa að kannski er það rétt. Þetta er eitthvað sem manni finnst að fólk ætti sjálfkrafa að fá hjálp með. Þetta vonleysi þegar árin koma og fara og maður situr einn eftir og horfir út um gluggan og bara skilur ekki af hverju fólk er ekki tilbúið að gefa manni séns að sýna framm á að maður geti unnið. Það er ekki nóg að vilja vinna. Það er ekki nóg að geta.
Sænska atvinnumiðluning hamast að senda mann á námskeið til að kenna manni að sækja um vinnu. Ég fer bara til að hafa eitthvað að gera.

Á svona dögum gæfi maður allt það góða sem maður hefur hér til að uppfylla þá ósk að maður hafi bara haldið sig heima á klakanum.

   (37 af 39)  
3/12/05 22:00

Ferrari

Hvað ert þú líka að vilja til Svíðþjóðar?ekkert þangað að sækja nema leiðindapúka

3/12/05 22:01

Gaz

Einn af þessum skrítnu og ekkert of gáfulegu hlutum maður gerir í leit að nýrri byrjun, ást og nýum möguleikum í lífið.

3/12/05 22:01

Aulinn

Elsku Gaz, þú ert alveg nógu góð/ur til þess að gera hvað sem þú vilt! Aldrei láta neinn rífa þig niður, hugsaði jákvætt, ræktaðu áhugamálin og ákveddu hvað þú vilt gera. Ég óska þér alls hins besta í atvinnuleitinni, þetta kemur allt saman.

[Sendir góða strauma til Svíþjóðar]

P.s. Svo getur alltaf byrjað að selja blíðu.

3/12/05 22:01

Stelpið

Það gæti e.t.v. verið hugmynd að notfæra sér hvað þú ert orðin góð í sænskunni og fara í skóla þarna... skárra en að gera ekkert og svo gætirðu kannski fengið vinnu eftir að hafa aukið við menntunina.

3/12/05 22:01

B. Ewing

Ég hef fulla samúð með þér í atvinnuleysinu. Sjálfur hef ég aldrei þegið atvinnuleysisbætur en veit um vinafólk og aðra sem hafa orðið kerfinu íslenska að bráð og ekki verið eins góðir starfskraftar á eftir.

Að vera atvinnulaus á Íslandi er mun verra en að vera atvinnulaus í Svíþjóð. Á Íslandi ertu t.d. skikkuð til að sækja um hér og þar bara vegna þess að þar vantar fólk. Það skiptir engu máli þó þú viljir ekki koma nálægt byggingu háhýsa eða vinna í kemískri eituefnaverksmioðju (ýkt dæmi) fyrir 8000kr sænskar á mánuði sem hægt er að kreista upp í 11000kr sænskar með snarbilaðri yfirvinnu 4 tíma á dag 6-7 daga vikunnar.

Að auki þá missiru atvinnuleysisbæturnar hér ef þú gerir ekki hitt og ekki þetta á nákvæmlega þann hátt og á þeim tíma sem Atvinnleysismálastofnuninni hér hentar. Þú ert á "skilorði" eins og fangi, þú verður mæta til skráningar aðra hverja viku, mát ekki koma degi fyrr og ekki degi seinna. Það er ekki hægt að hringja, senda email, senda einhvern fyrir þig því þú ert veik (með vottorð), á spítala, né mæta í skráningu annarsstaðar á landinu því þú ert þar að leita þér að vinnu eða ert jafnvel flutt. Kemst heldur ekkert til útlanda nema ef þú færir á milli skráningardaga.
Námskeiðin á Íslandi (að sænskri fyrirmynd) skilst mér að séu ömurlegri en nokkur orð fá lýst og séu algerlega gagnslaus og fábreytt miðað við það sem sænska kerfið býður.

Það er alveg rétt hjá þér að það er verulega slítandi að vera atvinnulaus. Þá er um að gera að skapa sér sína eigin rútínu jafnvel. Fara í göngutúr sömu leiðina 5 daga í viku eða eitthvað. Þá er allavegana eitthvað á dagskrá hjá þér.

3/12/05 22:01

Jóakim Aðalönd

Jamm, orð að sönnu hjá Bjúganu. Ég myndi athuga að fara í skóla og öðlast menntun.

3/12/05 22:02

Nermal

Er ekki bara málið að Svíþjóð er full af kínverjum, indónesum og Burkina-Faso búum sem eru til í að vinna fyrir surstömm og rúgbrauð? En ég vona að þú fáir vinnu bráðum. Þó það væri bara í að pakka inn Gustafsberg klósettum.

3/12/05 22:02

Dexxa

Svona, svona elskan.. þetta reddast allt... ég kem bráðum til Svíþjóðar og þá verður allt í lagi
[ brosir út að eyrum ]

3/12/05 23:01

ZiM

Ef ég væri atvinnurekandi myndi ég ráða þig strax. En um að gera að nota atvinnuleysið í áhugamál, þú ættir allavega að hafa tíma til að prófa þig áfram, finna eitthvað sem þú vilt gera og verða góð.
Ég vona að þér fari að líða betur.

P.S ef þú flytur til Akureyrar skal ég gefa þér aðra mína [brosir]

4/12/05 00:00

Gaz

Því miður er því einnig svo farið hér að ef að maður hoppar ekki í gegnum hringi atvinnuleysismiðlunar þá missir maður allan rétt til bóta.
Og nýasta reglan sem AMS (sænska atvinnumiðlunin) hefur sett upp, til að hindra sænska fólkið og aðra sem vinna hér, er sú að ef þú tekur tímabundna vinnu, til dæmis tvo daga í að keyra fluttningabíl á vegum svokallaðs bemannings-fyrirtækis, þá átt þú á hættu að missa rétt þinn til bóta í sjö mánuði.
Yndislegt fólk eða hvað?

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533