— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Gaz
Fastagestur.
Dagbók - 3/12/05
Að geta ekki sofið.

Þetta er ekki fyndið.

Ég lá í rúminu og starði á vegginn. Tímanum leið og ég velti mér og starði á hinn vegginn. Ég get ekki sofið. Klukkuna vantar tíu mínútur í tvö að nóttu til og ég hef verið á fótum afar lengi. Ég bara get ekki sofið.
Ég stunda hugleiðslu af svolitlu magni svo ég reyni þá aðferð til að slappa betur af og get samt ekki sofið. Ég er dauðþreytt!
Ég fer upp og labba um og fer á klósett og drekk volgann drykk og get samt ekki sofið.
Og þar með kem ég hingað og sleppi mér á lútinn. Sá hluti heilans sem stjórnar stafsetningu og málfræði örugglega hættur að virka og þetta er ábyggilega bara vitleysa sem ég er búin að skrifa en ég er of þreytt til að láta það skipta mig einhverju máli.
Önnur ráð gegn svefnleysi sem eru ekki búin að hjálpa í kvöld.
1. Ekki telja rollur! Heilaleikfimi heldur manni heldur vakandi. Reyndu heldur að einbeita þér á eitthvað sem þegar er til staðar. Til dæmis eigin andadrátt.
2. Út í kuldan í stutta stund! Út og einn hring i kring um húsið og svo inn aftur og beint upp í rúm. Hitinn og notalegheitin þegar þú kúrir þig niður eru voðalega svæfandi.
3. Róleg Tónlist.
4. Myrkur.
o.s.frv.

   (38 af 39)  
3/12/05 13:00

blóðugt

Þegar ég er andvaka er það vegna einhverra hugsana sem sækja á mig. Þá er það eina sem virkar að hugsa þær bara út. Þá sofna ég loksins.

3/12/05 13:00

Gaz

Það er eitthvað svoleiðis sem er að hrekkja mig. Enda er ég að skrifa einn svona "rant" handa sjálfri mér til að ná þessu úr kerfinu. Það er að virka eitthvað þannig að ég fer víst bráðum aftur í rúmið.

3/12/05 13:00

Bangsímon

Mér finnst stundum ágætt að hlusta á líkama minn, án þess að hugsa of mikið um hvað hann er að segja eða hvers vegna. Ekki reyna að þvinga neina hugsun fram eða halda neinni fastri.

En það er leiðinlegt að liggja andvaka með áhyggjur eða kvíða. Ég kann því miður ekki ráð við því. Ég veit samt að ég er orðinn syfjaður... [geisp]

3/12/05 13:00

U K Kekkonen

Ég mæli með nokrum Wiskey. Það hjálpar svosem lítið við að sofna, en það verður miklu skemtilegra að vera andavaka.

3/12/05 13:00

Ívar Sívertsen

Þegar ég ligg andvaka þá er það oftar en ekki þegar ég er meðvitaður um það að ég þarf að sofna. Þá get ég legið heillengi og beðið... en svo þegar ég fer að hugsa um eitthvað annað og þá helst eitthvað sem ég þyrfti að fara að gera fljótlega og krefst skipulagningar þá er ég dottinn út af. Þessu má líkja við ofnæmi sem Viggó Viðutan fékk... hann hnerraði þegar einhver nefndi erfiði og lækninum sem hann fór til fannst þetta svo fyndið að hann endurtók í sífellu orðið ERFIÐI... svo getur líka verið helvíti áhrifaríkt að einmitt hugsa um skemmtilegar teiknimyndasögur eða sjónvarpsþætt...zzzzzzzzzzzzzzzz

3/12/05 13:00

Húmbaba

Það eru kjánaleg mistök hjá honum Guði að gera okkur þreytt á morgnana en ekki á kvöldin.

3/12/05 13:01

Hvæsi

Hvað er þetta, bara snúa sér að næsta kvenmanni, og spyrja hvernig dag hún hafi átt.
Maðurr sofnar um leið.

3/12/05 13:02

Nermal

Ná sér í eintak af Alþingistíðindum... Of stór skammtur getur að vísu valdið dauða !!

3/12/05 13:02

Upprifinn

Ég mæli með viskí eins og Kekkonen og svo að hugsa um rygaðan nagla eða annað álíka áhugavert.

3/12/05 14:01

Nornin

Þetta er ástæðan fyrir svefntöflum. Ég tek hómópatískar svefntöflur þegar ég get ekki sofið. Það virkar vel og er ekki ávanabindandi. Annars var það sennilega ég sem stal svefninum af þér í nótt Gaz, ég svaf í 12 tíma í fyrsta skiptið í svona 4 ár!

3/12/05 14:01

Jóakim Aðalönd

Thað er líka haegt að nota Imovane. Thað svínvirkar á mig.

3/12/05 14:02

feministi

Á stundum sem þessum finnst mér ágætt að hugsa um einfalt reikningsdæmi. Byrja að setja inn í það einfaldar tölur og reikna út í huganum. Taka síðan eftir kerfi, einföldu eða flóknu eftir smekk, nýjar tölur og reikna. Þetta er alveg ótrúlega leiðinlegt og ætti að svæfa þig á stuttum tíma.

3/12/05 15:00

Glúmur

Næruróþolið er til þess að sigrast á því.

3/12/05 15:01

Nætur Marran

Þetta kannast ég vel við án þess að það gerist oft. Ég er nefnilega gífurlega góð í því að sofa. Verst finnst mér þó þegar ég geri mér grein fyrir því hvað klukkan er, því ég þarf að vakna klukkan 5 á morgnanna og þegar maður aulast til að snúa sér við, opna augun og sjá að maður þarf að vera kominn á fætur eftir 3 tíma

3/12/05 22:02

Dexxa

Ég kannast við þetta Gaz mín, þetta er svona hjá mér hvern einasta desember mánuð.. ekkert hefur virkað hingað til, svo ég les bara..

Gaz:
  • Fæðing hér: 10/2/06 00:25
  • Síðast á ferli: 7/9/09 16:15
  • Innlegg: 533