— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Saga - 5/12/09
Undur og stórmerki og/eða been there done that.

Það er frábært að sjá fólk sem gerir og segir nákvæmlega það sem maður hugsar en þorir ekki að láta í ljós vegna þess að kurteisin er ennþá virk hjá manni. Ætli kurteisi , mannasiðir og samviskutengd hegðun sé eitthvað sem eyðist af eftir því sem maður eldist. Margumræddar ömmur mínar eru alveg stórkostleg dæmi um konur sem eru algjörlega ólíkar að flestu leyti nema því að eftir því sem þær hafa elst þá hafa þær orðið óþægilegri í umgengni vegna óbærilegrar hreinskilni sem þær láta bara gossa framan í mann um leið og það kemur upp í kollinn á þeim.

Einusinni er allt fyrst og það er alveg dásamlegt að vera ófrísk sjálf af sínu fyrsta barni og fá allar óléttu vinkonurnar sínar í heimsókn að tala og mala og blaðra tímunum saman um hvað það er nú frábært og æðislegt að finna hreyfingarnar, spörkin, samdrættina og gvuð má vita hvað, maður fær ekki nóg af þessu og er mjög upptekinn af því þegar vinkonurnar fæða loksins barnið og þá taka allar fæðingarsögurnar við, ljósmæðragagnrýnin , heimahjúkkusögurnar og svo náttúrlega helvítis neminn sem varð endilega að vera viðstaddur, já eða heili bekkurinn af nemunum sem þurfti að koma inn í miðjum keisaraskurði.
Brjóstagjöf, tanntakan , vaxtakippirnir, dagmömmuvandræðin, leikskólakennarakvartið og kveinið, heimalærdómur, matseðlar í grunnskólum, almennt uppeldi og svona mætti telja í fjörtíu daga og nætur til viðbótar.

Við sem eigum 3 til 5 börn sem eru byrjuð í grunnskóla og framhaldsskóla erum búnar að missa áhugann á þessum frumburðarsögum að allmiklu leyti. Enda okkar frumburðartími liðinn.

Ég get bara fundið til með blessaðri áttræðri ömmu minni sem er pínd í hvert smábarnaafmælið á fætur öðru hjá barnabarnabörnunum sínum, hún virkilega þolir ekki margmenni, hún hatar kossaflens og eitthvað knúserí, samt sækir fólk í að knúsa hana og kyssa svona rétt áður en hún missir þolinmæðina eða hreinlega hrekkur uppaf.

Maður fær kannski smá svona samviskusting bara af því að rita þessar línur útaf því að kannski á einhver vinkona eða vinur eftir að upplifa þetta undur og stórmerki sem það er að eignast sitt fyrsta barn og kannski er ég núna að frábiðja mér allar slíkar sögur í framtíðinni um fæðingar og meðgöngur vinkvenna minna. En ég viðurkenni fúslega að mér finnast þessar sögur alveg sérlega óáhugaverðar, svona flestar allavega. Kannski af því að ég er búin að eignast nokkur börn sjálf.

Amma mín missti áhugann á flestum sínum ættingjum fyrir löngu síðan , hún heimsækir ekki pabba minn af því að það vill sko engin almennileg kona viðurkenna að hún eigi 63 ára son. Og að sama skapi nennir pabbi ekki að heimsækja aldraða móður sína vegna almenns tuðs og röfls .

Auðvitað er til fólk sem hefur endalausan áhuga á öllum smáatriðum sem tengjast ættinni þeirra og allra annara, geta rakið allar ættir sundur og saman í lange baner án þess að hika. Það er alltaf inná gafli hjá börnunum sínum að fá fréttir af hinum og þessum og geta ekki hætt að hafa áhuga á börnunum, barnabörnunum og barnabarnabörnunum sínum, það er auðvitað gott og blessað að vera svona ástríðufullur í garð fjölskyldunnar fram í rauðan dauðann.

Þegar þú sjálfur hefur lifað í 80 ár er þá ekki bara eðlilegt að flest fólk sem hefur þekkt mann alla ævi sé farið a fara í taugarnar á manni?

Ég sjálf er allavega búin að afskrifa sumt fólk eftir að hafa þekkt það í mun styttri tíma, maður eignast vini og ættingja sem maður á kannski eitthvað sameiginlegt með í ákveðinn tíma en svo alltíeinu er sá tími liðinn og það stendur ekkert eftir til að halda sambandinu lifandi, allar gömlu sögurnar hafa verið sagðar í seinasta sinn, löngu hættar að vera fyndnar, seinasta djammið hefur verið haldið af því að kannski hefur maður ekki þörf fyrir að djamma lengur, seinasta heimsóknin hefur verið farin af því að það er ekkert lengur sem heillar mann við manneskjuna sem á þetta heimili, seinasta barnaafmælið í þessari fjölskyldu af því að manni finnst í raun ekkert gaman í svoleiðis afmælum, seinasta brúðkaupið sem maður hefur áhuga á að sjá af því að þetta er alltaf sama serímónían og endar næstum alltaf með skilnaði .

Amma mín hefur séð þetta allt óteljandi sinnum áður, hún á einn son og þrjár dætur sem hafa náð fullorðinsaldri, hún á 10 barnabörn og 16 barnabarnabörn , þau eru nú nokkur komin á þann aldur að geta farið að eignast fyrstu barna barna barna börnin, hún hefur mætt í næstum öll barnaafmælin, fermingarnar, brúðkaupin, skírnirnar sem hafa verið haldnar í kirkjum og heimahúsum, hún hefur unnið fyrir sínu kaupi frá 14 ára aldri og er tiltölulega nýhætt að vinna, hún vann þar til hún mátti ekki vinna meira eða þar til hún var 76 ára, alltaf passaði hún okkur þegar foreldrar okkar þurftu á henni að halda, alltaf eldaði hún ofaní okkur á öllum tímum ef við vorum svöng og alltaf var hún fyrst í heimsókn á sjúkrahúsið ef eitthvað var að eða barn fæddist.

Kannski á hún það alveg inni að fá smá breik, kannski segir hún bara það sem aðrir hugsa en þora ekki að segja.

Henni finnst frekjan og yfirgangurinn í börnum orðinn of mikill nú til dags, hún þolir ekki hundaeigendur sem þrífa ekki skítinn upp eftir hundana sína, hún vill fá bjöllu á alla ketti af því þeir drepa alla fuglana, henni ofbýður kynlífið í sjónvarpinu og hún þolir illa feitt fólk og útlendinga.

Hún vill eiga róleg kvöld og friðsæla morgna í litla sæta húsinu sínu sem hún hefur búið í seinustu fimmtíu árin eða svo, hún er búin að sjá andlitið á mér reglulega í þrjátíuog fimm ár, af hverju ætti henni að finnast það eitthvað merkilegt ef ég kem í heimsókn, ég er bara ein af fjölmörgum afkomendum sem droppum reglulega við.

Kannski virkar þetta bitur og leiðinleg gömul kjelling sem kann ekki gott að meta, en ég held bara að áttatíu ára reynsla af heimsóknum og samskiptum við annað fólk geri hana bara útslitna og þreytta á því að vera endalaust að heyra sömu tuggurnar aftur og aftur fara hring eftir hring eftir hring, hún er alltaf að fá þær fréttir að þessi og hinn séu að byrja og hætta saman , þessi og hinn eigi þessi börn saman en hinn og einhver annar séu að ala þau upp, auðvitað verður þetta þreytandi með tímanum og ég held svei mér þá að hún viti alltaf hvað kemur næst hjá hverjum af því að það virðist alltaf hafa verið saman uppskriftiin í gangi.

Þetta er bara einsog með tískuna, á eftir stuttu kemur sítt og eftir háu kemur lágt, í tónlistinni er þetta líka svipað, allt gengur í ákveðnu tempói og við sem yngri erum erum alltaf að upplifa eitthvað sem þeir eldri hafa séð tvisvar til þrisvar áður í einhverri mynd eða í öðru samhengi.

Þannig að ekki móðgast eða taka því persónulega þegar fjörgömul amma þín tekur uppá þvi að bölva þér eða hinum barnabörnunum sínum í sand og ösku, hún er bara að sjá eitthvað í áttaþúsundasta sinn og gerir einsog við þegar við heyrum Ingó og veðurguðina spila Bahamas enn eina ferðina... SLEKKUR.

   (12 af 46)  
5/12/09 16:02

Regína

Hehe, frábært rit!
Ömmur mínar voru samt ekki svona. Önnur var hjartveik og komst síðustu árin ekki allt sem hana langaði, og hin var með ódrepandi ættfræðiáhuga fram í rauðan dauðann, og hafði áhuga á öllum, ekki bara eigin afkomendum.
En það er svo gott að sjá þegar einhver leyfir fólki að hafa óvinsælar skoðanir.

5/12/09 16:02

Grýta

Góður pistill og áhugavert umhugsunarefni.

5/12/09 16:02

Billi bilaði

Fólk á alveg rétt á að vera svona ef það vill.
Maður heimsækir þá bara hitt fólkið sitt oftar.

5/12/09 17:00

krumpa

Skemmtilegur pistill - tek annars undir (þó ég mundi varla þora að segja það undir nafni) að ég er orðin fremur þreytt á smábarnasögum.....enda búin með þann pakka. Auðvitað lætur maður það ekki sjást samt...

5/12/09 17:01

krossgata

Gott rit!
Önnur amma mín var einstaklega ljúf manneskja og alltaf tilbúin að hlusta á og dást að afkomendum sínum. Þar til hún fékk Alzheimer, þá varð hún skapvond í fyrsta sinn svo einhver viti til. Skiljanlega. Það er ömurlegt að vita að það sé eitthvað að, að maður eigi að vita hvers vegna hlutirnir eru á þennan eða hinn veginn eða hver þessi eða hinn sem dettur inn sé - en maður kemur því ekki fyrir sig fyrir nokkurn mun. Svona indælt fólk á ekki að fá Alzheimer. Mikið fann ég til með henni.

Hin amma mín var líka afbragðs manneskja. En þegar hún fór að eldast minnkaði áhugi hennar á yngra fólkinu smátt og smátt. Hún mætti svona við helstu viðburði, en stoppaði stutt og hafði lítið úthald í að halda áhuga fyrir því sem helst var á döfinni hjá yngra fólkinu. Henni fannst bara mikið skemmtilegra að tsjilla með strákunum og stelpunum sem voru nær henni í aldri og bjuggu í nágrenni við hana. Hún gerði nú lítið af því að sótbölva okkur í okkar eyru, en fínlega lét vita - með því að stoppa stutt og missa athygli yfir þessum sögum sem hún hafði heyrt milljón sinnum.

5/12/09 17:02

Dula

Já ég færi kannski aðeins í stílinn með hana blessaða ömmu mína, hún er nú aldrei sótbölvandi lengi í einu, það er nú oftast svona hálfgert taut en mikið er hún oft orðin leið á margmenninu í kringum sig og þá sérstaklega smærra fólkinu en oftast brosir hún og er orðn glöð eftir nokkurra sekúndna taut . Hin amma mín er einmitt búin að missa það eftir heilablóðfall og er mjög óánægð með sig og finnst hún ekki geta gert neitt rétt.

5/12/09 17:02

Jarmi

Mömmur eru besta fólk í heimi og ömmur eru tvisar sinnum betri en það.

5/12/09 18:00

Kargur

Það er misskilningur að allar ömmur séu góðar.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.