— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 7/12/08
Námstýpugreining. Námsleiði. Námsframvinda. Röfl, svekkelsi og pirra.

Já í skólanum byrjaði ég full af bjartsýni og hélt að ég gæti nú tæklað þetta einsog ekkert væri, fyrsta önnin byrjaði með stæl og ég áttaði mig á því að ég er rosalega góð í öllum þessum fögum , nema einu...stærðfræði .

Það fór svona að uppgötvast strax í hópeflinu( sem er bara algjör snilld fyrir ókunnugt fólk sem þarf að hristast saman) að ég er víst svokölluð pera , liðsmaður og tengiliður, það er manneskjan í hópnum sem kemur með hugmyndirnar, getur fylgt þeim eftir í hópavinnunni og sér um að hópnum líði vel sem heild með því að tengja fólkið saman.

Það sem ég er ekki er hinsvegar framkvæmdamaður, frágangsmaður og formaður, það er sá sem hefur heildaryfirsýn yfir hlutina, getur byrjað að taka fyrstu skrefin í upphafi og getur fylgt öllu verkefninu eftir þar til það er frágengið, vissulega eru líka gallar sem fylgja þessum týpum og voru þær tíundaðar líka.

Ég er enn sammála þessari frumtýpugreiningu og þetta er eitthvað sem maður kannski fær ekki breytt svo glatt, þar sem ég er pera þá get ég kannski misst áhugann á gömlu hugmyndunum af því að ég fæ alltaf nýjar og nýjar hugmyndir, og þar sem ég er liðsmaður þá þarf ég einhvern í lið með mér til að funkera almennilega í náminu, halda mér við efnið og byrja á verkefnunum, og þar sem ég er líka tengiliður þá líður mér best ef öllum líður vel í kringum mig.

Formaður er sá sem hefur yfirsýn yfir hlutina en er kannski ekkert svo frumlegur eða hugmyndaríkur og vantar alltaf hópinn til að vinna vinnuna sem hann er búinn að hugsa upp, skipuleggur hvað hver á að gera og oft óvinsæll þess vegna.
Framkvæmdamaðurinn tekur við skipunum frá formanninum og tekur stjórnina og byrjar að vinna og framkvæma verkefnið en þarf hópinn með sér til að vinna með sér að lokafrágangi, hann getur verið fljótfær og afgreitt málin fullhratt , þar kemur frágangsmaðurinn inn, sem er oftast meyja því að þeir hafa fullkomnunaráráttuna til að vera mjög smámunasamir í sambandi við allan frágang, þeir prófarkalesa og setja útá hnökra og ýmis smáatriði sem til dæmis perunni myndi aldrei detta til hugar að skipta sér af.

Þess vegna held ég að ég sé á seinustu dropum þolinmæðinnar því að raungreinar eru búnar að tröllríða mínu lífi í sumar og ég bara sit ein heima, enginn hópur í kringum mig sem vill hjálpa mér af stað og núna sit ég og ljósaperan er sprunginm ekkert hópefli sem peppar mig upp og enginn að hugsa um af því að nú er svo komið að ég er tossinn í bekknum.

Ég veit að núna eru einhverjir besservisserar sem hrista bara hausinn og kalla mig hálfvita í huganum, já eða upphátt en mér er nákvæmlega sama ,
það sem ég átti að gera mér grein fyrir strax var að það er sama hvað ég elska líffræðina mikið þá á ég samt ekki erindi í verkfræði og raunvísindadeildina, en það er eina brautin sem líffræðin er kennd í.

Ég er búin að skrá mig í sálfræðina í HÍ næsta skólaárið, þar er ég á heimavelli að mínu mati, kannski , kannski ekki skríð ég með skottið á milli lappanna útí listaháskóla eftir það, en það er kannski bara lengri leiðin sem ég verð að fara, og ef ég fíla ekki listaháskólann þá get ég alltaf farið í að rækta eittvað í landbúnaðarháskólanum, það eru endalausir möguleikar til að læra eitthvað nýtt og skemtilegt en núna er ég komin útí dagdraumapakkann einsog peru er siður til að flýja viðvarandi ástand í eðlis/efnafræðinni sem mér finnst svo drephundandskotiviðbjóðslega leiðinlegt.
Kannski (kannski ekki) enda ég í bæjarvinnunni eða í bónus eða á einhverjum leikskóla sem einhver fyrrverandi vannabe ræfill og eymingi sem gat ekki lært.

En mig langar til að enda í einhverju sem ég virkilega nýt að læra og vinna við þar til ég gef upp öndina og sem hefur þann stóra kost að ég get lifað sómasamlegu lífi á því að vinna við það.

Það sem ég hef rekið mig á í þessum skóla er að ég er rosalega aumingjagóð, hef gert rosalegar glærusýningar alein fyrir allan hópinn minn á meðan hinir sitja heima hjá sér í tölvuleikjum eða á pöbbnum, ég fékk klapp á bakið fyrir alla þá sem fengu frítt far og átta eða níu í einkunn fyrir það sem ég gerði, ég tók ekki heiðurinn fyrir það sem aðrir gátu ekki hugsað sér að einbeita sér að í eina mínútu en ég vann ánægjunnar vegna yfir heila helgi.

Þegar kom að hópavinnu í stærðfræðinni þá fékk ég free ride með þeim sem fengu free ride með mér seinast í einhverjum íslensku eða enskuverkefnum, en það var samt sjaldnar en ég hafði hjálpað öðrum.

Þannig að oftast sat ég algjörlega dofin í hausnum heima að reyna að muna þessa eða hina reikningsaðferðina og enginn hafði þolinmæði eða nennu til að staldra við og leiða mig áfram eitt skref í einu, mér var sagt að ég gæti þetta, þyrfti bara að reikna sama dæmið aftur og aftur, þetta væri bara æfing og ekkert annað en æfing.

Jú ég skrifaði niður glósur og aftur glósur eftir kennaranum sem er mjög góð í sínu fagi, skemmtileg og öll af vilja gerð, samt kom ég heim og var alveg jafn lost og ég hafði verið áður en ég byrjaði.
Svo sat bekkjarsystir mín við hliðina á mér sem hafði ekki litið uppúr msninu sínu allan tímann í fyrirlestrunum þegar hún hafði nú sýnt þann áhuga á að mæta í skólann , tók heimaprófið og fékk 8 á meðan ég fékk 2.
Ég veit að það er engin stærðfræði í sálfræðinni og ég krossa fingur um að þeim sé alveg sama þó ég sé lélegri en gengur og gerist stærðfræði og hleypi mér inn .

kv Dula.

   (30 af 46)  
7/12/08 06:01

krumpa

Frábært hjá þér og gangi þér nú vel! Ég veit samt ekki betur en það sé einhver stærðfræði í sálfræði - alla vega tölfræði...var alla vega þannig... Annars þoli ég ekki hópavinnu enda fríræderar og frekjudósir (alltaf einn af hverjum í hóp) frekar gagnslítið fólk.

7/12/08 06:01

Dula

Það er tölfræði í sálfræði, en maður hendir ákveðnum tölum inní exel og lætur svo bara tölvuna finna allt þetta dót út, engin X engin Y engin föll , engar heildanir eða afleiður.

7/12/08 06:01

Dularfulli Limurinn

Ég geng um gólfin með krosslagða fingur. Þú hlýtur að komast inn í HÍ. Þegar (ekki ef, heldur þegar) þú kemst inn, þá áttu eftir að brillera í Sála. Við vitum um eitt gott case, sem væri jafnvel efni í 2-3 lokaritgerðir.
Þú hefur nóg fyrir stafni og fyrir það eitt er ég stoltur af þér.

7/12/08 06:01

Dula

Já þakka þér fyrir minn elskulegur, ég vona að krosslögðu fingurnir geri gæfumuninn.

7/12/08 06:01

Hugfreður

Gangi þér vel í þessu, fullt af forvitnilegum hlutum að gerast í sálfræði.

7/12/08 06:01

Goggurinn

Lífið er einskis virði án afleiðureiknings.

7/12/08 06:01

Regína

Það er líklegast að aðilinn sem í alvöru getur hjálpað þér í gegnum stærðfræðina sé einhver sem þú hefur aldrei tekið eftir.

7/12/08 06:01

Dula

Mín kæra Regína , sem betur fer er bekkurinn minn lítill og égveit hverjir geta aðstoðar og hverjir ekki, en kennsluhæfileikarnir eru ekki góðir hjá þeim sem eru bestir af því þeir eru alltof fljótfærir.
Svo alltaf þegar ég bið um kennslu þá virðast samræðurnar alltaf fara að snúast um eitthvað bull.

7/12/08 06:02

Villimey Kalebsdóttir

Gangi þér vel mín kæra!

7/12/08 06:02

Tigra

Tölfræðin í sálfræðinni er nú ekkert djók... en hún er allt öðruvísi en raungreina stærðfræði. Í fyrsta áfanganum þarftu samt mikið að reikna í höndunum.
Það sem ég myndi hafa meiri áhyggjur af er Saga sálfræðinnar og/eða persónuleikasálfræðin (sem er alls ekki það sem það hljómar og mun meira líkt sögu sálfræðinnar).
Þú þarft þó ekki að hafa áhyggjur af þeim fyrr en seinna, og þá get ég reddað þér góðum glósum.

Einn áfangi gæti verið fullkominn fyrir þig og það er lífeðlisleg sálfræði. Mjög skemmtilegur áfangi, fullur af taugaboðefnum, frumulíffærum og fleira tengt líffræði.
Skyn og hugfræði A og kannski sérstaklega B gætu einnig fallið þér í geð, því þeir eru uppfullir af líffræði... líffræði eyrans í A og augans í B.

Sálfræðin er samt allt annað en létt nám og þú þarft að vera dugleg að læra! Það er ekki svona mikið hópakjaftæði og því liggur þetta mest undir sjálfri þér, en í þínu tilfelli held ég að það sé gott mál.

Láttu mig bara vita ef þú vilt fleiri tips um sálfræðinámið í HÍ. Ein hérna alveg ný búin með þetta allt.l

7/12/08 06:02

krossgata

Vonandi sjá þeir að sálfræðin kemst ekki af án þín Dula mín.

7/12/08 06:02

Dula

Já kærar þakkir fyrir það Tígra og ég kem líklegast til með að treysta mun meira á mig sjálfa heldur en hér í þessu brjálæði hér uppá velli, en þarna í HÍ mun ég hafa meiri tíma til að einbeita mér í rólegheitunum að náminu sem er á eðlilegum hraða miðað við samþjappaða helvítið hér. Ef þetta er röng spá hjá mér þá er ég greinilega að hugsa þetta eitthvað vitlaust. En þú mátt laveg draga nokkur spil fyrir mig og senda mér í einkó . Ef þú nennir. Og til hamingju með útskriftina.

7/12/08 01:00

Jóakim Aðalönd

Af hverju ekki að fara í verklega þætti líffræðinnar? Af hverju gerist þú ekki mjólkurfræðingur eða bruggmeistari? Það er ekki mjög mikil stærðfræði í því, en miklir möguleikar...

Kv. Borkall

7/12/08 01:00

Dula

MM bruggmeistari, þú segir nokkuð[brosir breitt]

7/12/08 01:01

albin

Allt of langt rit. Bíð bara eftir myndini.

7/12/08 01:01

Vladimir Fuckov

Alltof löng bið eftir myndinni. Betra að fara á hraðlestrarnámskeið.

7/12/08 01:01

krumpa

Mér finnst stærðfræði - sérstaklega að diffra og tegra og prósentuútreikningar - hrikalega skemmtileg. Er ég skrítin?

7/12/08 01:01

Dula

Prósentur , pýþagóras og gráðureikningur er alltílagi, en hitt sem þú nefnir er bara pirrandi ;) Nei þú ert ekki skrýtin , ég er það .

7/12/08 01:02

Goggurinn

Ánægjan sem hlýst af vel heppnaðri tegrun er engu lík.

7/12/08 02:00

Jóakim Aðalönd

...svo ekki sé minnst á vel heppnaðan heimabruggaðan bjór...

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.