— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/08
Einstæð eða ekki... auðvelt val.

Ég fór út með vinkonum mínum í gær að borða, þær eru allar giftar og eiga alveg ótrúlega misheppnaða menn eða svo heyrðist mér .... mikið er ég ótrúlega heppin að vera ein... jesús hvað ég væri búin að snappa ef ég ætti svona glataðan eiginmann.<br /> ég fann ekki til neinnar öfundar þegar þær fóru að tíunda það sem mennirnir þeirra gera og segja við þær alla daga<br />

Það virðist vera sama hvað eiginmaðurinn eignast með þér mörg börn , aldrei getur hann skipt sómasamlega á barninu eða hugsað um veikt barn ef hann er einn heima, hann getur ekki hagað sér vel á mannamótum, alltaf þarf hann að sofna í miðju partý, veislu eða matarboði.
Hann rífur sig úr fötunum útá miðju stofugólfi og er alltaf jafn hissa að finna það ekki brotið saman inní skáp næsta dag.
Hann kann bara að borða, reka við og bakka í stæði, hann kann líka að daðra við einhverjar lauslátar glyðrur og skammast sín ekki fyrir neitt.

Ef konan sofnar í sófanum þá er hún vakin um leið, alveg sama þó hún hafi ekki fengið fullan svefn í marga mánuði.
Ef hún hendir fötunum sínum í hrúgu þá er hún löt og ef kona lítur annan mann auga þá er hún hóra.
Mér leiðist kannski stundum þegar ég sit alein í þögninni heima hjá mér , sakna ástarbrímans sem fylgir tilhugalífinu þegar ég les konutímarit um að hann sé ekkert into me eða horfi á ótrúlega rómantískar myndir með fögrum aðalleikurum sem kunna alla mannasiði og allar umgengnisreglur.

En ég myndi sturlast ef það kæmi inn til mín maður sem vildi fá að vita af hverju ég vildi endilega fara út á kaffihús með vinkonum mínum, ég myndi henda mannfýlunni öfugri út ef ég fengi ekki að sofna í mínum eigin sófa hvenær sem ég vildi og ég myndi ganga í hafið ef ég gæti ekki gert það sem mér sýndist þegar ég vildi það.

Ef mig langar til að sleppa því að vaska upp eða elda kvöldmat þá ætti það bara að vera í góðu lagi.

Allavega er ég alveg orðin sannfærð um það að mér gæti ekki fundist það alltílagi að eiga tengdamóður sem hataði mig einsog pestina eða tengdaföður sem yrti ekki á mig eða börnin mín, mér þætti óásættanlegt að vera númar tvö á eftir vinnunni og ég gæti ekki átt mann sem myndi tala niður til mín .

Þetta sá ég og heyrði í fjórföldum skammti í gærkvöldi, vinkonur mínar sem hafa allar verið með eiginmanninum sínum í 15 ár eða meira voru hlæjandi af því hvað maðurinn væri mikill asni þegar börnin ættu í hlut og hvernig tengdamóðir þeirra hótaði að drepa þær seinast þegar þær hittust.
Jú kannski er það galdurinn við það að vera gift sama manninum í öll þessi ár að læra að elska gallana og sætta sig við það að hann sé bara fífl einsog allir hinir einhleypu gaurarnir.

Kannski er þetta málið, að taka fínu taugarnar úr sambandi og fara bara a skeyta skapinu á ryksugunni og uppvaskinu. Þannig að ef þú býrð í tandurhreinu húsi þá er greinilega nóg að gera við að fá útrás í heimilisstörfunum.
Eða hvað ?

   (34 af 46)  
4/12/08 05:01

Herbjörn Hafralóns

Því miður geta víst ekki allir verið jafn fullkomnir og ég.

4/12/08 05:01

Kiddi Finni

Umhugsunarvert.
Ég reyndar skila fötunum minum í hrugu og ætlast til þess að finna hruguna á sinum stað á næsta dag.
Fer ekki að segja meira.

4/12/08 05:01

Texi Everto

Blesi lætur ekki svona.

4/12/08 05:01

Billi bilaði

Nú, var konan mín með þér í gærkvöldi. <Kíkir á bak við eldavélina>

4/12/08 05:01

Nermal

Það geta ekki öll pör verið svona yndisleg eins og ég og Nótta.

4/12/08 05:01

blóðugt

Svo er auðvitað líka hægt að haga sér eins og manni sýnist og sjá hvernig karlfyglinu líkar það. Það getur tekið frekjuköst eins og smákrakki í einhvern tíma, en sættir sig svo við þetta á endanum. Nú eða sættir sig ekki við þetta, og fer. Og fari það þá!

4/12/08 05:02

Dula

Hahahah já blóðugt, það yrði nú örugglega ekki okkur að skapi ef karlfyglið færi að lúffa fyrir frekjunni í okkur, þá myndum við finna ástæðu til að kalla hannn rolu og eymingja [skellihlær]

4/12/08 05:02

Billi bilaði

<Rolast um ritið>

4/12/08 05:02

Offari

Já þetta er auðvelt val. Ekki vill ég þurfa að leita að fötum mínum út um allt svo ég vill ekki vera einstæður.

4/12/08 05:02

Galdrameistarinn

Takk fyrir að minna mig á hvers vegna ég er einhleypur í dag.
Var búinn að fá nóg af því að vera rakkaður niður í tíma og ótíma fyrir það hvað ég er ómögulegur.

4/12/08 05:02

Dula

Hahaha já Galdri, passaðu þig á þessu vanþakkláta hyski sem við kjellingarnar erum.

4/12/08 05:02

Vladimir Fuckov

Eruð þjer með orðunum "Hann rífur sig úr fötunum..." ofarlega í ritinu að gefa í skyn að hjá þeim sem eigi eru einhleypir þvoi þvotturinn sig virkilega ekki sjálfur ?? [Hrökklast afturábak og hrasar við] [Glottir eins og fifl]

4/12/08 05:02

Galdrameistarinn

Játs, geri það sko Dula.

4/12/08 05:02

Þarfagreinir

Ég kann ekki einu sinni að bakka í stæði ...

4/12/08 05:02

Dula

Nei Þarfi minn góður, ef við myndum rugla saman reytum okkar þá yrði ég líklegast að bakka fyrir okkur í stæði og þú yrðir kvartandi yfir því að ég væri sí og æ tætandi af mér leppana vísvegar um íbúðina [glottir ógurlega]

4/12/08 05:02

Þarfagreinir

Jamm, það er vandlifað. [Dæsir mjög mæðulega]

4/12/08 05:02

Upprifinn

Þú segir nokkuð Dula.

4/12/08 05:02

Villimey Kalebsdóttir

Þetta var nú gott rit.

Núna verð ég einhleyp að eilífu.

4/12/08 05:02

blóðugt

Nei nei, um að gera að takast á við áskorun og reyna að temja eins og eitt karlfygli um ævina.

4/12/08 05:02

Álfelgur

Ohh... ég þoli ekki svona konur!
Kvenremba er ótrúlega rík í konum, hún er bara ekki viðurkennt vandamál eins og karlremban er.

4/12/08 05:02

hlewagastiR

Galdri, ekki missa móðinn. Mér var líka á sínum tíma skapi næst að trúa því að allar konur væru neikvæðar, andstyggilegar, heimskar og óheiðarlegar. En líttu svo bara á hvað ég er vel giftur í dag, mín er ekkert af þessu. Þvert á móti dregur hún fram það besta í mér og við styðjum hvort annað. Þannig á það líka að vera. Lífið er ljúft.

4/12/08 06:00

Villimey Kalebsdóttir

Ef þessar vinkonur þínar eru svona óhamingjusamar og eiga svona vonda og leiðinlega menn.. afhverju henda þær þeim ekki út ?

4/12/08 06:00

Billi bilaði

Eða bjóða þá upp, og reyna þannig að hafa eitthvað upp úr þeim?

4/12/08 06:00

Einstein

Misskipt er manna láni. Ég var svo ótrúlega heppinn að kynnast stórkostlegri konu snemma í lífinu og halda tryggð við hana.

Tengdaforeldrar voru ekki vandamál, þar sem hún sér sína sjaldan og ég mína enn sjaldnar, þar sem þeir dóu báðir í Dachau. Hvernig konan mín 4 ára lifði af þar var með ólíkindum.

Við eigum nú 5 börn sem öll eru komin vel á legg og verðum æ stoltari af þeim afsprengjum okkar hvern dag. Við erum nú fljótlega að komast á eftirlaunaaldur og höfum verið gift í yfir 40 ár. Aldrei höfum við köpuryrt hvort annað eða hækkað róminn heldur. Alveg sama hve illa gengur hjá mér eða hversu illa mér líður, þá þarf ekki annað en eina sögu hjá konu minni með sinni blíðu og rómfögru röddu til að róa allar taugar og sjá til þess að engir draugar fortíðar sæki á mig.

Mikið rosalega er ég heppinn!

4/12/08 06:00

Dula

Já það má nú segja að misskiptingin sé með ólíkindum, mig langar einmitt í maka einaog Hlebbi talar um, og gæti ekki gert einsog vinkonurnar að sætta mig við eitthvað sem ég þoli bara stundum.

4/12/08 06:00

Von Strandir

Lesbía!

4/12/08 06:00

Regína

Þakka þér hlýleg orð hlebbi minn.

4/12/08 06:00

Finngálkn

Já Hlégestur - þær eru raungóðar þessar uppblásnu!

4/12/08 06:01

hlewagastiR

Finngálkn: ég átti nú ekki við þig, elskan, þótt þú sért fullur af lofti (og vessum).

4/12/08 06:01

Garbo

Ég velti því fyrir mér hvers vegna þú ert svona ,,óheppin" með karlmenn. Já og vinkonur.

4/12/08 06:01

Texi Everto

Er hún eitthvað óheppnari en aðrar? Er hún ekki bara með hærri standarda og þá virka allir karlmenn sem drullusokkar? Ég er með mjög lága standarda og Tonto líka.

4/12/08 06:01

Villimey Kalebsdóttir

Sumir eru bara óheppnir með hitt kynið! Við getum ekkert að því gert. [Dæsir mæðulega og hoppar útúm gluggann]

4/12/08 06:01

Dula

Garbo : Ég er alveg búin að vera heppin með vinkonurnar , já já, það eru nokkrir svartir sauðir sem slæðast inn á milli og gera skandalana, en svo finnst mér stundum að konur ættu að hækka standardinn eða lækka hann ég veit ekki hvort ég þurfi að lækka minn örlítið, en er of mikils til ætlast að maðurinn sem ég mun velja mér sé allavega húsvanur og raungóður þegar á bjátar, ég veit ekki hvort það sé einhver óskhyggja í mér en ég vona að þarna úti sé maður sem ég þarf ekki að "passa" ef við förum saman matarboð eða að hann grýti sokkunum sínum uppá stofuborð og reki hraustlega við framan í mömmu mína. Kannski er ég að misskilja þetta allt saman.

4/12/08 06:01

Gaz

Oft finnst mér það þannig meðal kvenna að það er einhvernvegin "betra" að tala illa en vel um sína maka. Gallarnir eru einhvernvegin skemmtilegri.
Eitthvað hljóta karlarnir að gera vel eða rétt ef þessar konur eru enn með þeim.

4/12/08 06:01

B. Ewing

Mín kona getur aldrei skipt sómasamlega á barninu eða hugsað um veikt barn ef hún er ein heima, hún getur ekki hagað sér vel á mannamótum, alltaf þarf hún að sofna í miðju partý, veislu eða matarboði.
Hún rífur sig úr fötunum útá miðju stofugólfi og er alltaf jafn hissa að finna það ekki brotið saman inní skáp næsta dag.
Hún kann bara að borða, reka við og prjóna sokka, hún kann líka að daðra við einhverjar lauslátar glyðrur og skammast sín ekki fyrir neitt.

Ég ætti kannski að fara að segja eitthvað... [Hugsar tómlega út í bláinn]

4/12/08 06:02

Dula

Hahahahaha já , en þú ert undirgefinn og hlýðinn eiginmaður og gerir bara allt sem þú átt að gera [brosir útí bæði]Vel upp alið eintak

4/12/08 07:00

Nornin

[Sækir svipuna]
Að þú skulir dirfast að tala svona um mig á alnetinu!

En án gríns.
Ewing er fullfær um að skipta á orminum og ef Bebe veikist þá tekst hann á við það mér við hlið.
Hann hagar sér oftast vel, en á það til að sofna yfir sjónvarpinu og jafnvel í miðju partýi.
Hann brýtur saman, en því miður hefur hann sínar eigin hugmyndir um hvernig það á að vera gert og hunsar leiðbeiningar mínar um hvað er "rétt" í þeim efnum.

Hann borðar reyndar eins og hestur og rekur sennilega við eins og naut og ekki kann hann að prjóna en ég hugga mig við það að hann lætur illa gyrtar meyjar í friði og kemur alltaf heim um nætur.

Með öðrum orðum... ég held að ég sé óvenju vel ekki-gift [ljómar upp]

4/12/08 07:01

Dexxa

Ég hef nú ekki haft þessa reynslu af mínum manni.. enda erum við ekki gift.. ætli ég sé ekki bara mjög lánsöm.. [roðnar og ljómar upp]

4/12/08 07:01

Dula

Já, ekki gifta ykkur, þá haldiði mökunum á tánum í að þóknast ykkur

4/12/08 07:01

B. Ewing

[Sofnar í partýinu]

4/12/08 07:01

Tigra

Ég hugsa að þessar vinkonur þínar séu ekki svona yfirmáta óhamingjusamar með mönnum sínum eins og þær segja þarna frá. Þegar þær loksins komast frá kallinum þá þurfa þær aðeins að pústa yfir því sem er búið að pirra þær yfir vikuna - en tala ekkert um allt það sem gleður þær á hverjum degi við karlinn sinn.

Þegar par flytur inn saman þarf bara að ákveða einhverja verkaskiptingu og það gengur ekki að annar aðilinn sjái um allt eða svo til. Þetta eru bara hlutir sem þarf að ræða.
Mér dytti ekki í hug að taka upp fötin af Andþóri þar sem þau lægju á gólfinu, brjóta þau saman og setja inn í skáp eða Þór veit hvert. Að sama skapi ætlast ég ekki til þess þegar ég er að læra og skil bækurnar eftir út um allt stofuborð að Andþór komi og taki þær saman.
Hingað til höfum við gert flest allt í sameiningu - við þrífum fiskabúrin saman, tökum til saman, þrífum saman - eða skiptumst á - skiptumst á að elda etc. Ef við ætlum að reyna við lauslátar glyðrur þá gerum við það líka saman.

En við erum auðvitað ekki gift, þannig að ég get svosem lítið tjáð mig um þetta.

4/12/08 07:01

Dula

Híhíhí skemmtilegir orðabelgir, já þetta er nefnilega allt svo skemmtilegt og krúttilegt fyrstu árin og svo fer að verða vinna að halda sambandinu á þessu krúttilega leveli, eflaust eiga vinkonur minar margar fallegar og rómó stundir með köllunum, annars væru þau ekki búin að vera saman í fimmtán ár.
Það býður upp á meiri hlátur að segja hvað mennirnir eru misheppnaðir. Ég held að þær séu kannski ekki óhamingjusamar í hjónabandinu þó kallin daðri , fleygi fötunum um allt og sofni í partýum en það er óhjákvæmilega söguefni þegar það gerist.

4/12/08 07:01

Útvarpsstjóri

"Konan er sköpuð til að mýkja geðsmuni karlmannsins"

Og hana nú!

<hleypur sem fætur toga>

4/12/08 07:01

Villimey Kalebsdóttir

Fyrir hönd kvenmanna... á lausu!

Ef karlmaður reynir við stelpu... afhverju er HÚN glyðra?

4/12/08 07:02

Texi Everto

Því hún er á lausu.

4/12/08 08:00

Kveifarás

Ööh
Held að hún sé ekki glyðra fyrr en viðreynslan ber árangur. Sumar ekki á lausu konur eru lausgyrtar glyðrur líka.

4/12/08 08:01

Texi Everto

Nei. Hún er glyðra því hún er á lausu. Karlinn er svo drusla þegar viðreynslan ber árangur.

4/12/08 08:01

Kveifarás

Er ekki hálfnað verk þá hafið er? Sennilega er Karlinn jafn mikil drööslla hvort sem viðreynsla tekst eða ekki. Einbeittur brotavilji er til staðar.

4/12/08 08:01

Dula

Já helvítis kalldrusla !

4/12/08 08:01

Tigra

Er maður þá glyðra ef viðreynsla hefur einhvertíman borið árangur?
Eru þá ekki allar kærustur og eiginkonur glyðrur?

4/12/08 08:01

Texi Everto

Nei. Bara þegar þær eru á lausu.

4/12/08 10:00

krossgata

Ég veit nú ekki með bleyjuskiptin, minn gat nú alveg lært það. En það er staðreynd að karlmenn geta ekki lært að hengja "rétt" upp þvott eða raða "rétt" í skápa. Ég ákvað að horfa framhjá því fyrir mörgum árum svo við erum enn gift.

4/12/08 10:00

Jarmi

Á ég að þurfa að kenna ykkur á þetta líka?

Þetta er sáraeinfalt, konurnar fá nautn út úr að rakka niður einu manneskjuna sem veitir þeim stöðugleika í lífinu umfram Friðrik í Bókhaldinu sem þó allavegana notar svitalyktareyði áður en hann mætir til vinnu (en man ekki eftir að baða sig þess á milli (en hverjum er ekki sama, hann reyndi við mig á síðasta jólahlaðborði (þó svo að hann væri giftur þá og það þessari belju (jæja hún var reyndar mjög sæt en ég veit hvernig hún er þessi hóra, alltaf að sýna á sér bera bringuna og barminn um leið)))).

Hvað geta þessir svigar kennt okkur? Jú! Konur elska dulin skilaboð og þess vegna elska þær duldu prumpuskilaboðin "ljúfan mín, ég ætla að leggja mig í kvöld í kokteilboðinu. Þú sérð um uppvaskið og þvottinn eins og venjulega? Nú prumpa ég! ... aftur."

Ekki satt?

4/12/08 10:01

Dula

Jarmi minn, ég held að þú þurfir nú jafnvel meiri kennslu en ég hélt.

4/12/08 11:00

Huxi

Þetta er snúið mál. T.d., er sá karlmaður sem fær það af sér að vekja þig, ef þér verður á að dotta í þeim bleika, hjartalaus óþokki sem er réttdræpur þegar þú vaknar eða fífldjörf hetja sem heillar þig uppúr sokkunum, fyrst hann þorði að vekja þig?
Ég segi nú eins og sá geðklofni. " Ég er ekki vissir".

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.