— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/08
Ráðgjöf eða ekki ráðgjöf.

Það er alveg með ólíkindum hvað fullorðið fólk getur verið óþroskað og barnalegt, ég er alltaf að reka mig á það að allt í kringum minn eru manneskjur sem telja sig vita allt betur en maður sjálfur. Maður hefur mismunandi lífsreynslu og fær alltaf einhvern sem veit allt betur em maður sjálfur um manns eigin reynslu. Vegna þess að það hefur aldrei lent í vandræðum með neitt þá kann það að forðast vandræðin. Er það rétt?

Ég hefði haldið að til þess að gera talað um hlutina þá þyrfti maður að þekkja til aðstæðna.
Og til að geta fundið til samkenndar og sýnt skilning þá yrði maður að geta þekkt tilfinninguna sem fylgir slíkum aðstæðum.

Ráðgjafi þyrfti að þekkja til vandamálsins af eigin eigin skinni áður en það væri hægt að setja sig í spor annarra, þú þarft að hafa stigið niður af þínum háa stalli sem er inní sápukúluhöllinni þinni uppí sjöunda himni til þess að skilja hversdagsleg vandamál þeirra sem eiga virkilega við raunveruleg vandamál að stríða.

Í gær átti ég alveg einstaklega undarlegt samtal og það byrjaði einmitt þannig að fyrst ég væri nú með skuldahalann á eftir mér þá gæti ég nú barasta allsekki getað verið góður ráðgjafi fyrir einn eða neinn.

Ég viðurkenni það að ég væri greinilega ekki góður fjármálaráðgjafi, en ég gæti alveg fullkomlega skilið vanlíðan þeirra sem kæmu til mín með kvíðahnút yfir skuldastöðu sinni af því að ég þekki þessa tilfinningu á eigin skinni.
Nei viðkomandi var ekki sammála mér vegna þess að ef ég er ekki með fullkomlega hreinan skjöld þá get ég ekki gefið góð ráð.

Ég hélt að þessi manneska væri traust og góð vinkona mín og ég hefði verið að leggja mínar áhyggjur í traust eyru þar sem ég fengi stuðning og skilning, þar sem þessi manneskja hefur mikinn áhuga á ráðgjöf .

Tók hún sinn stóra putta og benti niður á mig, sagði mér að ég gæti nú ekki verið merkilegur pappír fyrst að ég væri á hálum ís í mínum fjármálum, dæmdi mig útfrá stöðu minni í dag og sagðist halda að líklegast hefði ég nú alltaf verið óreiðumanneskja og það væri ekkert að marka orð af því sem ég segði í framtíðinni.

Þetta fannst mér stórt uppí sig tekið og hún á líklegast erfitt með að kyngja þessum bita með bros á vör .
Þar sem ég hef farið í svokallaðan ráðgjafaskóla þá sá ég alltíeinu hrokafulla konu standa yfir mér og benda á mig með fyrirlitningu .

Ég segi bara að ef ég hefði verið hjá raunverulegum ráðgjafa og hefði fengið svona meðferð þá væri það nú alltannað en hvetjandi að leita ráðgjafar aftur hjá þessari manneskju.

Já ég er alltaf að læra það að það eru ekki allir með jafn víðan sjóndeildarhring.

   (35 af 46)  
3/12/08 12:01

B. Ewing

Ég ráðlegg þér að tala ekki við svona fólk. Skítapakk allt saman.

Undarleg "vinkona", það er engin spurning.

3/12/08 12:01

Offari

Ég reyndar reikna með að þegar þú skuldsettir þig hafirðu reiknað greiðslugetuna miðað við þáverandi ástand. Það var hvergi til í foritinu að núverandi óstand gæti komið upp. Því gat enginn sett dæmið upp þannig að það hentaði líka núverandi óstandi.

Ef ég hinsvegar lendi sjálfur í vandræðum myndi ég óhikað leita ráða hjá þeim sem lent hafa í slíkum hremmingum því þau hafa í það minnsta grætt reynsluna af þessu óstandi, Þótt sá gróði sé ekki öfundsverður. Gangi þér vel vina.

3/12/08 12:01

Regína

Æ, þú átt eftir að fyrirgefa þessari vinkonu þinni. Fólk er allavega og gerir alls konar kröfur til annarra. Sumir vilja ekki tala við aðra en þá sem eru sammála, aðrir uppveðrast og skemmta sér konunglega við að hitta einhver á annarri skoðun.
En víst er vont að finna fyrir hroka annarra. Alltaf. Verra en að uppgötva eigin hroka.

3/12/08 12:01

Dula

Já alltaf gott að viðra skoðanir og upplifanir með ykkur, ég veit að ég fyrirgef henni og við munum hlæja að þessu síðar meir, en það er alltaf voðalega vont að hafa ekki varann á sér gagnvart hroka annara.

3/12/08 12:01

Villimey Kalebsdóttir

Jahá. Vá..

Sú staðreynd að þú ert með margar skuldir sem ásækja þig og valda þér vanlíðan mundi einmitt valda því að þú þekkir ákveðna tilfinningu sem aðrir eru að lenda í líka. Þannig þú ættir að geta leiðbeint og aðstoðað aðra sem eru í sömu stöðu.. Eða, það er allavega það sem að ég mundi halda.
Ég mundi t.d. ekki hafa mikið vita á því hvernig ætti að ráðleggja fólki sem hefur misst báða fæturnar.. því það eru aðstæður sem ég hef aldrei lent í.. Baaara svona sem dæmi.

Ég hef fengið ráð og leiðbeiningar hjá þér og mér finnst þú mjög góður ráðgjafi. Ég skil ekki alveg hvað þessi vinkona þín var að tjá sig.

3/12/08 12:01

Dula

Já kærar þakkir fyrir það mín kæra Villimey, fallega sagt og ég kann að meta það, [brosir breitt og knúsar Villimeyju]

3/12/08 12:01

Galdrameistarinn

Þú þarft greinilega enga óvini Dula mín fyrst vinir þínir eru svona.

3/12/08 12:02

Dula

Já það má nú segja, sem betur fer á ég ekki svona vini mjög lengi.

3/12/08 12:02

Tigra

Sumir koma til með að þurfa (Vegna atvinnu sinnar) að ráðleggja fólki án þess að það hafi upplifað sambærilega hluti.
Þá er gott að geta (eins vel og það er hægt í ljósi aðstæðna) sett sig í spor annarra og hafa samhyggð og ímyndunarafl.

Þessa vinkonu þína virðist skorta allt þetta.

Þú kannt að hafa skuldahala Dula mín, en það er töluvert auðveldara að losna við slíkt (á endanum) heldur en að öðlast allt það sem þessa konu skortir.

3/12/08 12:02

Dula

Tígra , já að venju hefurðu rétt fyrir þér og það er búið að vera gott að lesa orðabelgina ftá ykkur öllum.

3/12/08 12:02

Vladimir Fuckov

Það er ekki endilega alltaf nauðsynlegt að hafa upplifað eitthvað til að geta ráðlagt um eitthvað svipað - þetta fer líka eftir manneskjunni sjálfri. Manneskja sem hefur upplifað eitthvað og gert mistök en alls ekkert lært af því er ekki endilega góður ráðgjafi á því sviði. Hafi hún hinsvegar lært af reynslunni getur hún verið afbragðs ráðgjafi þrátt fyrir að hafa gert mistök (eða jafnvel vegna þess að hún gerði mistök).

Ætli verstu ráðgjafarnir sjeu ekki þeir sem hvorki hafa upplifað einhverjar aðstæður nje hafa minnsta skilning eða þekkingu á þeim (miðað við fjelagsritið virðist vera um það að ræða í þessu tilviki).

3/12/08 12:02

Dula

Já minn kæri Vlad, það fer nefnilega eftir manneskjunni sjálfri, hvaða lærdóm hún dregur af sinni reynslu og hvernig hún túlkað það sem gerist hjá öðrum , sumir hafa enga hæfileika til að yfirfæra sínar tilfinningar yfir í að skilja aðstæður og vanda annarra og ættu því allsekki að reyna að gefa öðrum sín egóísku ráð.

3/12/08 12:02

hlewagastiR

Hvað með þurru alkana sem rúnta milli grunnskóla að vara krakkana við brennivínsbölinu. Eru þeir óhæfir af þeir kunna ekki með vín að fara? Reyndar man ég í fornöld þegar ég var í Gaggó þá komu svona gaurar og það sem við krakkarnir ræddum eftir fyrirlesturinn var á þeim nótum að þetta hefðu verið svalir og flottr gaurar, fyndnir og skemmtilegir þannig það væri greinilega hægt að ná sér vel þó maður hafi verið fullur í kannski 10 ár. Þetta væri því málið. Miklu betra hefði verið að draga þá í skólana skelþunna og jafnvel á tremma. Það er fullkomin samsvörun við stöðu Dulu í fjármálaráðgjöfinni. Ég leyfi mér að fullyrða að enginn geti gefið betri ráð en sá sem hefur lent í glímu við lífið. Sá sem aldrei hefur þolað hremmingar hefur engin ráð að gefa. Sjáið t.d. Jesús, hann kennir okkur að drýgja ekki hór og þó barnaði hann sjálfur móður sína. Já, nú er ég kannski kominn út á hálan ís. Jæja.

3/12/08 12:02

krossgata

Tek undir með Vlad og Tigru. Dula ég myndi veðja á að þú reyndist ágætur ráðgjafi. Að geta hlustað og sýnt hluttekningu er góð byrjun sem getur komið mörgu góðu af stað.

3/12/08 12:02

Huxi

Þú ert snillingur og best. Ef einhver segir þér annað þá er sá hinn sami ekki að segja neitt um þig, heldur aðeins að afhjúpa eigin heimsku.
Dula rúlar, með skuldahala og öllu saman...

3/12/08 12:02

Dula

Ó Huxi , Hlebbi og Krossa , þið hafið auðvitað lög að mæla.[roðnar og knúsar alla á þræðinum aftur ]

3/12/08 13:01

Kveifarás

Það sem ég vil bæta við það sem hlewagastiR var að segja er að einmitt bestu áfengisráðgjafarnir eru oftar en ekki snúrudýr. Þ.e. búnir að fara í meðferð svona einu sinni ef ekki oftar.

3/12/08 20:01

Skreppur seiðkarl

Ég mæli með því að þú kúkir í veskið hennar.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.