— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/07
Á hvaða lyfjum var ég þegar ég ákvað að eignast börn ?

Alveg er það merkilegt hvað maður er fljótur að gleyma atriðum í sambandi við börnin sín, ég gleymi alltaf að ef ég geri eitthvað meira en vanalega fyrir börnin mín þá verða þau ennþá frekari og vanþakklátari fyrir vikið þ Í dag var svona dagur sem ég óskaði þess að ég ætti ekki börn eða ættingja.

Kl 07:43. Er kallað BÚINN! Og ég skrönglast fram hálfsofandi að skeina en þá er hann sonur minn búinn að vera að kalla í tuttugu mínútur og hann getur vel skeint sig sjálfur.
Og kveiki svo á sjónvarpinu fyrir hann. Og helli morgunkorni á disk og ætla að ná í mjólkina inní ísskáp en þá hefur unglingurinn skilið einu mjólkina sem eftir var á borðinu síðan í nótt þegar hann fékk sér að borða. Þannig að það er engin mjólk með morgunkorninu.

Kl 08:20 Er kallað BÚIN ! Dóttir mín elskuleg búin líka og ég fer fram úr aftur.
Ég tauta nokkur vel valin orð í bringu mína og legg mig aftur .
Eftir tvær mínútur vill dóttir mín mála og lita , teikna og föndra úr perlum og einhverju dóti, ég vippa því fram og legg mig aftur. Þakka guði fyrir ef ég fæ að dotta í korter.

Mér tókst að loka augunum í fimm mínútur og þá kemur elskulegur sonur minn inní herbergi og vill kúra hjá mér, hann sparkar sænginni útá gólf og rífur koddann minn af mér, rekur svo kaldar tærnar í magann á mér. Þegar hann er búinn að koma sér fyrir þá kemur dóttir mín og rífur koddann af honum og grætir hann, þau fara að rífast og tuða yfir því hver á koddann.Svo byrjar grátkórinn og klögurnar ganga á víxl og alltaf byrjar hver einasta setning á mamma ,mamma.

Kl 9:00 er ég komin á fætur og farin að taka til , þvo þvott og vaska upp .
ekki í besta skapi í heimi .
Tíni upp öll föt dóttur minnar sem þarf að skipta um föt sirka sex sinnum á dag og hendir þeim frá sér undir sófa, rúm , inná baði, frammi á gangi og útí bíl.

Og auðvitað er þetta allt sett í þvottavélina hvort sem það er hreint eða ekki.

Mamma og systir mín vildu svo endilega leyfa ömmubörnunum að leika sér saman í boltalandi og þar fór allt í háaloft af því að þessi vildi fá svona og leifði því , fékk svona dót og týndi því strax og svona ís og missti hann í gólfið, allt gekk á afturfótunum þegar við mæðgurnar og börnin okkar ætluðum að hafa kósýdag fyrir okkur og börnin. Nei það varð allsherjar tuð, klögu og grenjudagur.

Alla vikuna er ég búin að vakna kl hálf átta og hef þurft að draga börnin steinsofandi fram úr bælinu kl hálf 9 við lítinn fögnuð þeirra, svo kemur helgin og þá spretta þau einsog stálfjaðrir uppúr rúminu klukkan sjö og eru pottþétt á því að ég sé til þjónustu reiðubúin.
Unglingurinn vakir alla nóttina og étur allt sem tönn á festir úr skápunum og ég lít á rústirnar þegar ég vakna um morguninn. Og að segja honum að taka til eftir sig er einsog að hella vatni á gæs, skiptir hann nákvæmlega engu einasta máli.

Er einhverntíma hægt að útskýra fyrir barnlausri konu hvað hún er óendanlega heppin að vera barnlaus.

Það koma dagar þar sem ég spyr mig að því af hverju í ósköpunum ég ákvað að ganga með þessi börn í 9 mánuði fyrir endalust rifrildi, tuð, ósamvinnu og ískaldar tær sem troðast á magann á manni um miðja nótt.

   (44 af 46)  
6/12/07 15:01

Hvæsi

Hvaða hvaða, er þetta nokkuð mál ?
<Glottir einsog barnlaust fífl>

6/12/07 15:01

Þarfagreinir

Einn af þessum dögum, ha?

6/12/07 15:01

Dula

Ég get alveg leyft þér að passa yfir helgi. Dásamlega uppátækjasöm og yndisleg þessi börn.

6/12/07 15:01

Texi Everto

Ertu til í að komast að því hvaða lyf þetta voru og gefa svo út viðvörun til okkar hinna?

6/12/07 15:01

Regína

Ég er ekki á neinum lyfjum. Líklega þess vegna sem ég á bara eitt barn. [Glottir eins og ... ]

6/12/07 15:01

Billi bilaði

Ekki ætla ég sko að eignast fleiri börn!

6/12/07 15:01

Offari

Ertu fáanleg til að passa börnin mín um næstu helgi?

6/12/07 15:01

Kiddi Finni

Ég á eiginlega tvö börn, uppkomna stjúpdóttir og svo litinn dreng, þennan fjagra vetra gamlan. Og get vel ímyndað mér að það er svolitið mál þegar maður á fleiri. Hvað þá að vera einstæð. Þannig að Dula, þú átt mína samuð og skilningu. Bara að reyna að ala þau upp í viðeigandi aga og virðingu.

6/12/07 15:01

krossgata

Ég borða voða lítið af lyfjum og hafði 10 ár milli þessara tveggja barna sem ég á. Tvö einkabörn, alveg ljómandi aðferð.
[Ljómar upp]

6/12/07 15:02

Aulinn

Dula mín, veldu bara dag frá 4-17 ágúst og skelltu þér í nudd eða eitthvað. Ég er alveg frábær barnfóstra!

6/12/07 15:02

Dula

[dæsir af vellíðan]

6/12/07 15:02

Jóakim Aðalönd

Hehe, ég held ég bara þegi núna, en vísa í fyrri athugasemdir mínar varðandi svona lagað...

Skál og mjólk!

6/12/07 15:02

Garbo

Amk ekki pillunni.

6/12/07 15:02

Dula

Það er alveg ábyggilegt, ég hef kannski ruglast á pillunni og valíum [hlær að eigin fyndni]

6/12/07 16:00

Vladimir Fuckov

Sunnudagur til syfju ? Vonandi verður mánudagur til minni mæðu, verst hvað barnauppeldi fer greinilega illa saman við að vera nátthrafn.

Tókuð þjer annars nokkuð óvart eitthvað í misgripum frá Vímusi ? [Glottir eins og fífl]

6/12/07 16:00

Dula

Mánudagurinn verður til minn mæðu vegna þess að börnunum mínum er boðið í mat hjá hinni fjölskyldunni og verða yfir nótt [afþreytist til mikilla muna] Vímus er held ég alsaklaus af mínum barneignum[glottir enn fíflalegar]

6/12/07 16:00

Upprifinn

Blessað barnalán.

6/12/07 16:00

Tina St.Sebastian

Þetta er það sem ég hef alltaf sagt, en hlustar einhver á mig? Neeeeiii, "börn eru svo yndisleg", "þú segir þetta ekki þegar þú eigast þín eigin". Mæ ass.

6/12/07 16:01

Kiddi Finni

það er nefnilega það. Börn geta verið erfið til viðureignar og þreytandi en hver vildi án barna sinna vera, svona alveg og alfarið?

6/12/07 16:01

Jarmi

Ég hef sagt það áður og segi það aftur. Börnin mín eru heppin að vera ekki til.

6/12/07 16:02

Rattati

Það eina sem blívur núorðið: Prozac á línuna, þig líka.

6/12/07 16:02

Regína

Annars var ég inni á heimili núna rétt áðan þar sem var líf og fjör. Hér er bara ég og tölvan.

6/12/07 16:02

Dula

Já við tölvan erum bestu vinkonur akkúrat núna og ég nýt þess að hafa börnin hjá pabba sínum yfir þjóðhátíðardaginn.

9/12/07 01:00

Finngálkn

Krakkar eru bara misgóðar eftirlíkingar af foreldrunum! - Það vantar bara frekari barsmíðar inn í íslenskt barnauppeldi.

9/12/07 01:00

Finngálkn

Ég meina ég var laminn til hlýðni og sjáið hversu vel hefur ræst úr mér!

9/12/07 01:01

Sundlaugur Vatne

Ég á nú fimm börn sjálfur, sem eru í dag ýmist uppkomið fjölskyldufólk, á unglingsárum eða þar mitt á milli.
Þú heldur að þú eigir erfitt með smáfólkið þitt, Dula. Bíddu bara! [hlær tryllingslega]

31/10/07 02:01

Villimey Kalebsdóttir

Mikið er gott að vera barnlaus [stynur af vellíðan]

1/11/07 01:00

Skreppur seiðkarl

Ég var líka laminn til hlýðni og ég sé ekki betur en að - drullukökur eru ágætar með mjólk sé hún volg en sprætið má alls ekki hafa þornað yfir nótt - ég hafi komið bara nokkuð vel útúr því þesskonar uppeldi.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.