— GESTAPÓ —
Fíflagangur
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/12/09
Mér þótti rétt að þessi snilld fengi að njóta sín hér.

Egill Skallgrímsson hvað?

Gírug í ferðir, gráðug í fé
Grandvör hvorki er hún né
Gætir hófs í gerðum sínum
Gjafir fær frá banka fínum
Auðmjúk er við auðvalds fætur
Ávallt að þess vilja lætur
Velferð viljug niður sker
Víða hnífinn fína ber
Sjaldnast nálægt sjálfri sér
Sárt í annars bakið fer
Laugaveg, flugvöll láttu kjurrt
lata Hanna farðu burt
í Valhöll heim að vefja þráð
með vinum þínum í síð og bráð.

ÓFM

   (2 af 24)  
1/12/09 20:02

Útvarpsstjóri

Nokkuð gott, mætti þó breyta í "velferð niður viljug sker", svona upp á stuðlana.

1/12/09 20:02

Fíflagangur

Það er kannske rétt að taka það fram að sálmurinn er eftir Ólaf nokkurn Eff Magnússon.
Ég biðst annars auðmjúklega forláts á þessu klámi hér. Ég lofa að láta mér detta í hug eitthvað uppbyggilegra hið fyrsta.

1/12/09 21:00

Valþjófur Vídalín

Ég sé ekki betur en að vísan sé ofstuðluð á tveimur stöðum. Að hvaða leyti er þetta snilld?

1/12/09 21:00

Billi bilaði

1. lína: aukastuðlapar, og annar hrynjandi en í öðrum línum.
4. lína: aukastuðlapar.
5. lína: ofstuðlun.
6. lína: aukahöfuðstafur.
7. lína: báðir stuðlar framan við 3ju kveðu.
9. lína: ofstuðlun.
11. lína: hrynjandagalli.

Sum sagt, 7 línur af 14 standast eðlilegar kröfur.

Þetta hef ég séð kallað snilld (eins og hér), vel, og jafnvel dýrt, kveðið.

<Strunsar út af sviðinu og ákveður að yrkja aldrey framar eftir neinum reglum>

1/12/09 21:00

Fíflagangur

er ekki það misheppnaðasta í heimi að þurfa að segja að þetta átti nú að vera kaldhæðni?

1/12/09 21:00

Billi bilaði

Ha? Nei nei. <Bíður Fífla í nefið>

1/12/09 21:01

Huxi

Mér finnst að hvorki efni né umbúðir eigi heima hér. Efnið er pólítískur áróður og óhróður af stjórnarfundi höfuðstaðar Bananaíslands og Billi hefur á afar skilmerkilegn hátt lýst ágöllum umbúðanna. Það er helst að það sé hægt að líta á þetta sem víti til varnaðar. S.s. ekki reyna að láta ljós þitt skína þegar peran er sprungin.

1/12/09 21:02

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jæja, málið er leyst — Hlebbi er búinn að redda þessu í nýju félagsriti . . .

Fíflagangur:
  • Fæðing hér: 22/8/03 13:35
  • Síðast á ferli: 24/9/11 11:06
  • Innlegg: 82
Eðli:
alltaf fullur
Fræðasvið:
lög
Æviágrip:
ætíð fullur