— GESTAPÓ —
Jarmi
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/09
Hvað með sanngirni?

Nei já, ég var bara að pæla. Af hverju gengur svona illa að stýra landi?

Nú nenni ég ekki að skrifa langt og leiðinlegt rit. Svo ég læt nægja að skrifa stutt og leiðinlegt rit.

Nú sit ég hér og angra konu mína með pælingum um stjórnarfar og heimspekilegar íhuganir er koma inn á þrískiptingu valdsins... og allt það.

Mér datt í hug nýtt stjórnarfar. Hvar (afsakið dönskuna) fjöldi þingmanna hleypur á sléttri tölu. Þjóðin kýs til dæmis 70 manns inn á þing og þau koma sér saman um einn forsætisráðherra (hæstvirtan). Takist þingi ekki að koma sér saman um einn einasta einstakling þá kemur til seinni þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem þeir tveir er hljóta flest atkvæði á þingi eru í framboði. Vel mætti hugsa sér að í þingkosningum væri hægt að kjósa bæði "pro" og "con", þeas, að menn geti útilokað einstaklinga og gefið þeim þar með mínus-atkvæði. Slíkt myndi ekki endilega leiða af sér leiðindi heldur opna augu andstæðinga fyrir því að næsti kostur væri verri. Nóg um það. Jæja, nú er svo komið að þing hefur valið sér forsætisráðherra, úr röðum þingmanna (eða utanaðkomandi). Sé sá einstaklingur af þingi þá segir hann eða hún af sér þingsæti og setur tölu þingmanna í oddatölu. Nýskipaður forsætisráðherra velur sér ráðherra í öll sæti að undanskildu sæti háttvirts dómsmálaráðherra. Það sæti ber vald dóms og skyldi því vera eins sjálfstætt og unnt er. Því er það sæti valið af stjórnarandstöðu. Það leiðir af sér að þingmeirihluti semur lögin og þingminnihluti dæmir eftir þeim. Til að víkja aftur að sætum almennra ráðherra, þá stendur það val frammi fyrir forsætisráðherra að velja úr röðum almúga eða úr röðum þingmanna. Kjósi forsætisráðherra að velja þingmann, þá víkur hann eða hún sem þingmaður á kostnað sinnar þing-hliðar. Veljist þingmaður úr stjórnarandstöðu þá fær stjórnarfylking meira vægi við lagasetningu og öfugt.

Jæja, nú er að renna af mér svo ég held að ég slútti þessu og sæki mér flösku af brennsa.

Lifið heil á skeri íss og hallæris!

   (1 af 3)  
1/12/09 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Galin hugmynd, en ekki algalin þó...

1/12/09 21:00

Valþjófur Vídalín

Athyglisvert hjá yður hr. Jarmi.

1/12/09 21:00

Jarmi

Takk strákar. Finnið endilega máli mínu einhverju að foráttu. Það er hæpið að svona fullur maður hitti naglann rétt í fyrstu... eða hvað?

1/12/09 21:00

Regína

Jahá, velja ráðherra úr stjórnarandstöðu! Skínandi hugmynd, ég vildi óska að hún væri framkvæmanleg. Þessi tilhneyging þingmanna í stjórnarandstöðu að vera á móti öllu sem stjórnarflokkunum dettur í hug yrði miklu mýkri.

1/12/09 21:00

Billi bilaði

Ég var nú bara nokkuð hrifinn af þessu...

1/12/09 21:01

krossgata

Þetta er allrar athygli vert, skemmtilegra að spá í eftir því sem lesið er oftar.

Ætli það væri ekki hægt að búa til leik úr þessu jafnvel.

1/12/09 23:00

Rattati

Þetta er allrar athygli vert.

2/12/09 06:00

Huxi

Þetta félaxrit er útópía. Í Íslenskum stjórnmálum er svo óralangur vegur frá því sem kallast getur skynsamlegt eða sanngjarnt yfir í raunveruleikann. Að reyna að ímynda sér íslenska stjórnmálamenn öðruvísi en að henda sínum andlegu drullukökum hver í annan er mér einfaldlega ofviða... Og er ég þó með ágætlega frjótt ímyndunarafl. Það hefur því valdið mér allnokkrum heilabrotum að reyna sjá þessa tillögu þína fyrir mér og það hefur valdið því að mér hefur ekki reynst unnt að fjalla efnislega um þetta félaxrit fyrr en nú.
Ég get reyndar alveg séð fyrir mér að þetta sé mun betra fyrir lýðræðið í landinu og muni kenna þingmönnum að vinna saman. Og eins tel ég afar líklegt að kjósendum finnist þeir hafi meira um landsstjórnina að segja heldur en nú. En ég get aldrei, í allri ófyrirséðri framtíð, ímyndað mér að hægt sé að koma einhverri þeirri skipan á sem líkist þessum tillögum þínum.
Það er nefnilega þannig að ef þú hefur metnað til að ná frama í stjórnmálum á Íslandi, þá ertu jafnframt svo mikill sérhagsmunaseggur, kjaftaskur, angurgapi og vindbelgur, að ég myndi ekki treysta viðkomandi til að stjórna trillu út á sundum... Hvað þá þjóðarskútunni.

Jarmi:
  • Fæðing hér: 10/12/05 14:09
  • Síðast á ferli: 11/2/19 11:22
  • Innlegg: 8636
Eðli:
Jarmi S. Auðdal

Gætið ykkar á lömbunum, það er aldrei að vita hver þeirra eru úlfar í sauðagæru.
Fræðasvið:
Sérfræðingur í skammsýni og nærsýni. Þykir sérstaklega fær í "þessu jarmi". Pólþríeindafræði er honum sérstaklega frábitin.