— GESTAPÓ —
Vauni
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 2/11/04
Baggalútur fer yfir strikið

,,Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu." En ekki að sjúga snuð með bros á vör, því það er ekki hægt.

Baggalútur hefur nú sent frá sér jóla aðventulag og kallar lagið: Sagan af Jesúsi. Og væri ekki nema allt gott um það að segja, nema hér er á ferðinni háðsöngur. Og í mínum augum er það guðlast. Því þegar hlustað er á textann og innihald hans skoðað, þá kemur það í ljós að þetta aðventulag er þeim Baggalútum gaman mál. Og hvernig má sjá það? Vegna þess að svona yrkja ekki þeir sem trúa í anda og sannleika, heldur aðeins þeir sem vilja fara með ósæmilegt spé um þennan atburð. Þess vegna kemur þetta við mig, því ég trúi í einlægni, að Jesús hafi fæðst inn í þennan heim til að frelsa synduga menn. Og að hann sé ekki bara Guðs sonur, heldur Guð. Og að hann muni koma aftur til að sækja þá sem trúa og fara með þá í himnasælu. En svo syngja þeir:

Þar var ungt par á ferli
konan kasólétt – þeim var vandi á höndum.

Svo rákinn nefið vitringar
sem fyrir rælni voru staddir þar.
Þeir óðu inn með gras og gull
Og eitthvað óríental jurtasull.

Ó, Jósep sendi SMS.
Ó, María, var bara furðu hress.
Ó, barnið lá og snuðið saug
með bros á vör – og soldinn geislabaug.

Já, þannig hljómaði sagan af því
þegar hann Sússi kom heiminn í.

(Það sér hver heilvita maður að hér er verið að hæðast.)

Að vísu veit ég að Baggalútur er til sem vefur, á þeirri forsendu, að gerir grín að öllu og engu og hefur það að markmiði. Og þar birtist varla nokkuð sem er mark á takandi annað en að hafa bara gaman af, þegar þeir Baggalútar ýkja, teygja og toga staðreyndir. Og búa til hina og þessa atburði í máli og myndum. En margt af því sem þar birtist, finnst mér sjálfum vera skemmtilegt og kitlar oft mínar hláturs taugar og þó sérlega skrif þeirra Enters og Núma Fannskers, að ógleymdum Gestapóunum sem eru oft stílbeittir og snjallir í skrifum og tilsvörum.

En það þykir mér verst að heyra, að þeir Enter og Númi eru sagðir vera höfundar textans um söguna af Jesúsi. Því þarna fara þeir yfir strikið. Já, eins og Spaugstofu menn forðum. Með því að hæðast að fæðingu hans sem skóp og heldur saman þessum heimi. Eða vita þeir kannski ekki að hann sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og á jörðu.” Og vita þeir ekki að um hann er skrifað í hinni Helgubók: ,,Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.” Þess vegna finnst mér að menn eigi að sleppa öllu háði, og segja satt og rétt frá ef þeir vilja á annað borð tjá sig um þennan andlega sannleika. Eða þá hreinlega að mótmæla honum og gera það á heiðarlegan hátt.

Eitt sinn var trillukarl vestur á fjörðum. Sá kunni að krydda tilveruna með hnyttnum tilsvörum og spaugilegum athugasemdum um lífið og tilveruna Og höfðu menn gaman af að ræða við hann og var því oft kátt á hjalla í koti karls.

En eitt sinn lenti karl í sjávarháska á trillunni og munaði litlu að trillan sykki í stóra stormi. Töldu menn hann af, því ekkert fréttist af honum í þrjá daga, þrátt fyrir leit. En á morgni fjórða dags, kom hann siglandi á trillunni og var hún illa farin og brotin. Töldu menn það algjört kraftaverk að karlinn skyldi lifa þetta af.

Daginn eftir fór presturinn í heimsókn til karlsins og vildi vita hvað á daga hans hefði drifið í þessari sjóferð, en karlinn vildi lítið segja presti af svaðilför sinni. En þá spurði prestur: ,,En hugsaðir þú um Guð, eða baðstu til Guðs?” Þá hresstist karlinn og sagði: ,,Ég get bara sagt þér það prestur minn, að þegar ég hélt að allt væri að fara til helvítis. Þá bað ég Guð að hjálpa mér, og nú er ég hér.”

Já, hann var heppinn, karlinn sá. En kannski verða ekki allir svona heppnir. Nema þeir taki sinnaskiptum.

Og lokaorðin: Kannski finnst mönnum þetta allt í lagi, en mér er ofboðið. Amen!

   (1 af 3)  
2/11/04 11:00

krumpa

Ertu að grínast?
Lagið er bara snilld!
Þá var Jesús sjálfur gleðikarl og húnoristi og hefði sungið hástöfum með!

Munum líka að kristni og náungakærleikur - sönn iðkun trúarinnar - felst í því hvernig við högum okkur gagnvart öðru fólki. En ekki því að sitja með helgislepjusvip undir innihaldslitlum predikunum og fara svo heim og rausa um hvað við séum kristin og góð. Hvað við séum hólpin því að við trúum! Og skítt og laggó með hina.

Ég tel mig kristna - þó ég sé ekki kirkjurækin. Í það minnsta þætti mér leiðinlegt - ólíkt kfumkliðinu - ef ég væri þess fullviss að ég og fáeinir vinir mínir kæmumst til himna og hinir mættu brenna!

Ég tel mig kristna - en ég dýrka þetta lag!
Hvernig dirfist þú svo að koma hingað og gera lítið úr minni trú! Þó hún felist kannski ekki í helgislepju og orðagjálfri.

AMEN

2/11/04 11:00

Ívar Sívertsen

Ég tek ekki mark á vitleysingi sem hraunar yfir okkur í félagsritum en leggur ekkert inn. Sem sagt, leggur ekkert inn, tekur bara út.

2/11/04 11:00

Offari

Boðskapurinn er góður gleður okkar hjarta Guð fyrirgefur gamansemi þessa enda hvegi farið yfir strikið. Megi Guð vera með þér og reyndu að gleðjast með okkur húmorinn kemur með okkur til himna. Lifðu heill.

2/11/04 11:00

hundinginn

Vauni. Jettu úldinn hund! Hjer er hann! TUSSA... Drullaðu þjer heim í Neskirkju eymingi og heyblók. PUFF!... Öldungis krakka skratti.

2/11/04 11:00

krumpa

Svona helvítis Krossistar fara bara svakalega í mig - menn sem þurfa að taka það sérstaklega fram hvað þeir séu kristnir - og þurfa endalaust að vera að vitna í bók máli sínu til stuðnings - ja, það bara vekur hjá manni grunsemdir um að trúin risti kannski ekki svo djúpt.

Þetta er eins og að þurfa sífellt að vera að segja: ,,ég er fallegur, bestur, klárastur..."

En vitaskuld er það eyðsla á orku að eyða orðum eða öðru púðri í svona heilagt fólk - til þess er það of djúpt sokkið...

2/11/04 11:00

Nermal

Voðalega eru sumir viðhvæmir. Þú vælir eins og ofsatrúuð húsmóðir í Vesturbænum. Ef þér líkar ekki það sem er hér þá tak sæng þína og gakk!!!

2/11/04 11:00

Kvartan S. Áran

Vauni.
Brosum og verum glaðir.
Fólk sem tekur sig of alvarlega er leiðinlegt fólk.
Vilt þú vera leiðinlegur ?
Annars get ég ekki skilið hvernig þú færð það út að hér sé verið að gera grín að kristinni trú.
Mér finnst þvert á móti að hér sé eingöngu verið að færa þessa fallegu jólasögu í nútímalegann búning.
Ef einhverjum finnst það fyndið þá er það bara gott.
Ég er handviss um að guð hefur líka húmor.
annars væri Kópasker ekki til

2/11/04 11:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég trúi ekki neinu enn ef Herrinn er til þá hlítur hann að vera Húmoristi sem skapaði okkur bræðurog þig líka

2/11/04 11:00

Bölverkur

Hvað er að guðlasti???

2/11/04 11:00

albin

Eruð þér ekki í lagi væni minn?

2/11/04 11:00

Kondensatorinn

Kristilegur eða kristileiðinlegur

2/11/04 11:00

Nornin

Vá. Ég er búin að byrja nokkrum sinnum á svari en get bara ekki fengið af mér að senda það.
Tek undir með nokkrum ofanrituðum.
Þú ert kjáni.

2/11/04 11:00

Lopi

Þetta gras sem er verið að tala um í kveðskapnum, er það mariuana? Þarna er verið að gefa í skyn að kristur hafi verið dópisti! Ekki góð fyrirmynd fyrir ungdóminn, sussum svei!

2/11/04 11:00

Aulinn

Í fyrsta lagi vil ég taka það fram að þetta er einstaklega vel skrifað félagsrit.

Sjálf er ég trúuð og flokkast örugglega undir þetta sem hún Krumpa sagði svo fallega "Helvítis Krossistar" eða Krossarar eins og ég held að hún hafi verið að meina (það er oftast notað). Þar sem ég var í Krossinum.

Þetta lag er jú ýkt, og á að vera fyndið. Sumu trúuðu fólki finnst þetta niðurlægandi og óviðeigandi texti. En hvað með að líta á þetta á björtu hliðunum?

Ég veit það ekki en þessi texti fer fyrir brjóstið á mér... En það er þeirra mál.

Og fyrirgefðu vinur minn en ertu ekki bara eitthver Gestapói í dulbúning? Ef ekki bið ég þig velkominn.

2/11/04 11:00

dordingull

KVARTAN SÁRAN, þú ert klikkhaus eins og krosslafur og allt hans hyski !!
Svei mér þá ef þú ert ekki geðbilaðri en regnhlífarrottan sem sendr þetta slefandi himnaríkissmjaður inn á saklausar tölvur vorar sem enga hafa trú og eru því viðkvæmar fyrir heilaþvotti. AMD örgjörvinn minn fór að æla þegar þessi skítur helltist yfir hann greyið.
Svo þegar hann er rétt að ná andlegu jafnvæi á ný eftir að ég gaf honum hveitikökur og sjúss þá kemur þú með þetta: Annars get ég ekki skilið hvernig þú færð það út að hér sé verið að gera grín að kristinni trú.
Ertu sjóðbandbrjálaður skriðdýrið þitt!!
Þú gerir ekki einungis tilraun til að gjöreyða orðstý Baggalúts heldur mannorði allra Gestapóa.
Að tveir svona vitleysingar skuli meðal vor eyðileggur...DJÖFULLINN SJÁLFUR HJÁLPI MÉR...
Nú er skjákortið farið að gubba líka.
Verð að hætta til að hjálpa þeim sjúku sem er mikilvægara en að skamma farisea.
Vona að þið verðið krossfestir.

2/11/04 11:00

Aulinn

Fólk má nú vera með skoðanir.

2/11/04 11:00

Offari

Nú held ég að Dordingull hafi farið yfir strikið. Og hengir bakarann en ekki smiðinn

2/11/04 11:00

Aulinn

Hvað meinaru með "þið" dordingull?

2/11/04 11:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Nú tökum við öll höndum saman og syngjum hver með sýnu nefi we shall over come.Við kyssumst í systraskapnum og föðmums í fátæktinni !Farisear og Fáskrúðsfyrðingar!
Dönsum vangadans umhyggjunnar. Elskum hvort annað og jafnvel með hvort öðru. Yfir landamæri.
og litarhætti. Verum vinir það er pláss fyrir alla

2/11/04 11:00

Vauni

Ég bjóst nú við einhverjum mótbárum, en þetta gengur nú alveg yfir mig. Ekki hélt ég að þið væruð svona hörundssár. Dæmi: ,,Vauni. Jettu úldinn hund! Hjer er hann! TUSSA... Drullaðu þjer heim í Neskirkju eymingi og heyblók. PUFF!... Öldungis krakka skratti." Ekki kristilegur boðskapur, eða hvað? En ég fyrirgef þér hundingi, því þú veist ekki hvað þú ert að segja.

Ég vil líka þakka offara fyrir mildi hans í minn garð.

Jú, Guð er húmoristi, en honum er ekki vel við ósæmilegt spé og tal, því það er af hinum vonda.

Og ef þér Ívar Sívertsen finnst þetta ekki vera innlegg hjá mér, þá taki sá hinn sami það bara út á sjálfum sér. Ég var aðeins að láta í ljós mína skoðu. En lifið heil í Guðs friði og látið hvern dag hafa sína þjáningu. Því á morgun kemur nýr dagur.

2/11/04 11:00

Aulinn

"Ég vil líka þakka offara fyrir mildi hans í minn garð"

[Hóstar]

Nú jæja.

2/11/04 11:00

dordingull

offari

Nú held ég að Dordingull hafi farið yfir strikið. Og hengir bakarann en ekki smiðinn.

Nei, ég hengdi þá báða.

2/11/04 11:00

Aulinn

Elsku dordingull, mér finnst þetta afar óþroskuð hegðun hjá þér, og þetta kemur frá mér, gelgjunni.

Afhverju fer allt í háaloft þegar trúmál eru rædd? Hví ekki að koma með sína skoðun á móti í stað þess að koma með einhver undarlegustu rök sem ég hef lesið?

2/11/04 11:00

dordingull

aulinn

Fólk má nú vera með skoðanir.

Þetta er mín.

aulinn

Hvað meinaru með "þið" dordingull?

Alla "Trúaða".

2/11/04 11:00

Aulinn

Þú ert nú meiri kallinn... Ég ber þá bara enga virðingu fyrir þér lengur. Sama hversu gamall Gestapói þú ert eða hversu mörg innlegg þú hefur skrifað. Mér er ofboðið.

2/11/04 11:00

Vauni

Gísli Eiríkur og Helgi þú ert alveg dásamlegur. Halelúja!

2/11/04 11:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Og nú tökum við höndum samann og dönsum hryngdans þú Dordingull heldur í hendina á Aulanum .

2/11/04 11:00

Nornin

Þetta eru einstaklega ómálefnalegar umræður, ég verð að vera sammála Vauna með það þó að ég sé ósammála honum með allt annað.

Textinn á örugglega ekki að vera nein háðsádeila á Jesús eða guð eða kristni sem slíka, kannski meira sem svolítil uppfærsla á helgileiknum sem við lékum (örugglega flest) á litlu jólunum í grunnskóla.

Ég trúi ekki á guð, en ég ber virðingu fyrir skoðunum þeirra sem það gera. Þeir mega bara ekki reyna að troða þeim upp á mig. Og í staðinn held ég mínum skoðunum fyrir mig nema að um þær sé beðið.

Vauni: Þessi síða er rekin af þeim mönnum sem þú ófægir í þessu félagsriti og málar sem 'villutrúarmenn'. Hvernig væri að sýna þeim, sem manneskjum, örlitla virðingu?
Nú veit ég ekkert um trúarskoðanir þeirra í ritstjórn, kannski eru þeir allir kristnir og fara í kirkju á hverjum sunnudegi, en líta ekki á trú sína sem eitthvað sem ekki má ræða eða fíflast aðeins með. Ef guð er til, þá hlýtur hann að hafa skopskyn. Sjáðu bara gírafana!

Skoðanir eins og þær sem birtast hérna í svörunum eru ástæðan fyrir því að við erum ennþá að höggva hvert annað í spað í nafni trúarinnar.
Ef við getum ekki sammælst um það að halda friðinn á aumri vefsíðu, hví ættum við að hrópa á götum úti að við viljum frið í heiminum?

Ég tek ekki til baka orð mín um að þú sért kjáni.
En það er aðeins mitt álit á skrifum þínum. Ég dæmi þig ekki fyrir trúarskoðanir þínar með þeim orðum. Það er ekkert kjánalegt að trúa á guð. Ekki frekar en mínar trúarskoðanir eru kjánalegar í mínum augum.

2/11/04 11:00

dordingull

Veit ekki aulinn minn hvort þú last innlegg mitt um að hér væri bannað að móðgast. En þú og fleiri hefðuð gott af því.
Féglagsrit mín eru ekki mörg en í framhaldi af umræðu um trúmál þar sem ég og Tígra ásamt fleirum tókum þátt í (þú getur fundið þá umræðu og lesið ef þú villt) skrifaði ég mitt fyrsta rit og það ættir þú að lesa. Þar kemur fram skoðun mín á þessum málum. Til stóð að halda áfram en ég hætti við þegar ég fann hvað þetta var viðhvæmt.
Nú held ég samt að ég verði að henda inn einu eða fleiri ritum um "trú".
Ef þú lest það aftur sem ég skrifaði áðan þá sérðu kannski að innan um skítorðaflauminn eru meiningar.
En "trú" hvort sem hún er á krist, Davíð Oddson, Stalín, Mao eða mig er eitt alvarlegasta vandamál sem mankynið á við að glíma og á þessu verð ég augljóslega að taka með félafgsriti-um.

2/11/04 11:00

Vauni

Norn
Ég virði skoðanir þínar. En að ég sé kjáni af því að hef þessa skoðun, finnst mér vera full djúpt í árinni tekið hjá þér. Þú segir að ég ófrægi ritstjórn Baggalúts með skrifum mínum, en það er algjör misskilningur hjá þér. Ég var aðeins að viðra skoðun mína, sem ritstjórn getur svo gagnrýnt. Og er ekki skoðanaskipti hornsteinn lýðræðisins.
En nú er mál að linni, því komin er hánótt. En takk fyrir.

2/11/04 11:00

dordingull

Smá viðbót. Athugasemd mín var svar við riti sem er fullt af öfgum og því svaraði ég með harðri skothríð í sama dúr og notaði vesalings Kvartan sem púður.
Ég tók þó með í reikninginn að rit þetta hafi verið skrifað í gríni og eingöngu til þess að koma öllu í háaloft. Svar mitt tók að nokkru mið af því að taka þátt í þeim leik.
AMEN.

2/11/04 11:00

B. Ewing

[Flettir í svartri bók]Sá sem kastar glerjum í steinhúsi gerir augu náungans blind. Gjöri hann svo engu að síður skal hann greiða skaðabætur með afhendingu á asna.[Lokar bókinni]
Hvað texta lagsins áhrærir þá er það mín persónulega skoðun að hann sé ekki nein svakaleg afbökun sem beri að fordæma.
-
Engin þeirra sem viðstödd voru skrifuðu niður atburðarásina, svona svipað og þegar Snorra Edda var skrifuð. Förum aðeins yfir atburðinn í víðu samhengi, vitringarnir fengu boð um að frelsari sé fæddur. Í nútímanum eru SMS skilaboð oft notuð við fæðingartilkynningar. Skömmu eftir fæðinguna voru þeir staddir þar, kannski fyrir rælni. Enginn getur fullyrt annað með vissu. Engillinn vísaði þeim að húsinu skv. sögunni. Hvað eiga þeir síðan að segja þegar inn fyrir er komið ? "Engill benti okkur hingað"... Jósep hefði hent þeim út og haldið að þeir væru einhverjir klikkhausar.
-
Reykelsi eru upprunnin í Asíu, óríental semsagt.
-
Á öllum biblíumyndum er María furðu hress miðað við að hafa fædd barn nokkrum tímum áður. Vertu viðstaddur eina fæðingu og þá ættir þú að fatta við hvað er átt.
-
Á þessum sömu biblíumyndum er Jesús kominn með lítinn geislabaug.
-
Hvenær hann brosti fyrst er hvorki vitað né skráð. Börn sýna flest bros mjög snemma held ég.
-
Hvað snuðið varðar þá er það auðvitað smá tog til nútímans og myndi teljast skraut við söguna, skraut sem á sér fjöldamörg fordæmi í þessu heilaga riti.
-
Sé þetta tekið saman þá er í engu farið óðslega eða farið með rakin ósannindi. Sögur skreytast með tímanum og texta er breytt, líttu bara á eldri þýðingar Biblíunnar. Biskuparnir og páfarnir hafa verið með puttana í textanum í margar aldir, skreytt og stytt, bætt við og tekið út hitt og þetta, allt eftir hvað hentaði hverju sinni.
-
Sé litið á Biblíu nútímans þá er hún því miður stagbætt og skorin útgáfa af upprunalegum handritum sínum, orðin nær algerlega ófær um að koma til skila þeim boðskap sem ætlaður er kristnum mönnum.
-
Lærðu nú sögu Kristinfræðinnar betur og mundu hverslags hentisemipakka þú heldur á þegar þú lest hina Helgu bók héðan í frá.

2/11/04 11:00

B. Ewing

Mér finnst vont að hafa þurft að koma svona sein inn í þessa umræðu, sérstaklega fyrst hún fór út í þetta skoðanakast, en annir dagsins komu í veg fyrir lestur fyrr en komin var hánótt.

2/11/04 11:00

Offari

Þú spámaður mikkli vissir allveg hvenær þú áttir að koma inn.

2/11/04 11:00

krumpa

Jamm - bara snilld!

2/11/04 11:00

kolfinnur Kvaran

Vauni

Hér get ég með engu móti séð að verið sé að gera grín að frelsaranum. Út hafa verið gefin mörg hundruð lög um frelsarann, er þeirra texti tekinn orðréttur upp úr biblíunni? Nei, það væri líkast til ritstuldur og myndi ég persónulega telja það meira guðlast að herma nákvæmlega eftir þeirri heilögu bók. En hver er höfundur biblíunnar? Skrifaði guð hana? Jesús? Nei. Allt eins gætu þessir menn sem skrifuðu hana verið að fara með ósannleik, eins og reyndar margir vísindamenn halda fram. Ég er ekki á meðal þeirra. Ég get ekki með nokkru móti séð hvar verið er að gera lítið úr eða hæðast að frelsaranum í þessu lagi. Ritarar biblíunnar skrifuðu hana með sínu nefi. Ritstjórn skrifar þetta lag með sínu nefi. Án þess að alhæfa neitt þá held ég að þú sért að gera of mikið úr þessu. Og það er ég viss um að margir prestar munu vera sammála mér ef og þegar þeir hafa heyrt þetta lag.

2/11/04 11:00

Offari

Biblían var samin löngu áður en menn fundu upp bókstafinn og gekk því manna á milli í þúsundir ára áður en hún var rituð. Þið vitið sjálfsagt hvað gerist þegar saga fer á flug það er óvist að sama sagan lendi. Biblían er hinsvegar byggð á sannsögulegumheimildum. ÆÆ nú hef ég æst einhvern.

2/11/04 11:00

dordingull

MIG!!
offari minn, munmælasögur hafa tekið stökkbreytingum á styttri tíma en árþúsundum.
Höfingjar hinar nýu trúar höfðu mikið safn efnis í höndunum. Það voru þeir sem ákváðu út frá SÍNUM hagsmunum oft í baráttu við kónga og keisara hvað stæði í þessari bók.
Margt af því er gott og fín siðfræði en annað er vont.

2/11/04 11:01

Offari

Offari hefur óstjórnlega þörf fyrir að eiga síðasta orðið en vonandi fæ ég að svara þér í þínu félagsriti. Vill þó þakka fyrir skemmtilegar umræður með von um áframhaldandi deilur.
Þó skulum við passa okkur að lenda ekki í illdeilum.

2/11/04 11:01

Furðuvera

Vissuð þið að Jesús fæddist ekki 25. desember? Fyrir því eru sannanir. Jólin eru upphaflega heiðin hátíð eftir því sem ég best veit. Talið er að kirkjan hafi bara breytt jólunum í kristna hátíð vegna þess að það var hagkvæmt.
Hver veit nema kirkjan ljúgi meiru að okkur...

2/11/04 11:01

Herbjörn Hafralóns

Svona, svona lömbin mín, verið ekki svona vond við hann Vauna. Mér er nú illa við að styggja Enter og Núma en ég held samt að Vauni hafi nokkuð til síns máls. Varla viljið þið að börnin ykkar venji sig á að Jesús sé kallaður Sússi? Liggur þá ekki beinast við að Guð verði kallaður Gussi og svo fara börnin að syngja:
Ó, Sússi bróðir besti
og barnavinur mesti
o.s.frv.
Sjálfum þykir mér lagið gott og ég hafði mjög gaman af því að sjá þá flytja það í Kastljósinu um daginn.
Gleymum því samt ekki að það læra börnin, sem fyrir þeim er haft.
Og B. Ewing, þú gleymdir alveg að skýra þetta með SMSið í textanum.
Í Guðs friði, biskupinn hefur talað.

2/11/04 11:01

Nornin

Vauni: Andlegur sannleikur?!
Ég er ásatrúar og minn andlegi sannleikur er að guðinn þinn sé ekki til og að Jesús sé lausaleikskrói sem varð spámaður.

Og ég má segja þetta án þess að fara yfir eitthvað siðferðislegt strik, því fyrir mér er þetta þjóðsaga, flökkusaga sem vatt upp á sig.
Þetta er enginn sannleikur. Þess vegna heitir þetta TRÚ! Við vitum ekkert hver hefur rétt fyrir sér og komumst ekki að því fyrr en við siglum yfir móðuna miklu.

Vanvirðing mín við kristna trú í þessum orðum er aðeins meint sem dæmi, ég ber í raun virðingu fyrir öllum trúarbrögðum, þó þau samræmist ekki minni heimsmynd.

2/11/04 11:01

B. Ewing

Herbjörn. Þessi lína er í fyrra innleggi mínu:
" Í nútímanum eru SMS skilaboð oft notuð við fæðingartilkynningar".
Gerði ég auk þess áherslu á "boð" hlutann. Vitringarnir fengu boð í gegnum þjón Guðs.
-
Ég ætla þó að frábiðja mér það að fara að líkja englum og Guði við farsíma og símafyrirtæki enda í engu þar að jafna.

2/11/04 11:01

hlewagastiR

Það held ég það megi gantast með lygasöguna af meintri meyfæðingu draugsa. Ef einhver vitleysa er hlægileg þá er það þetta makalausa austurlandabull sem kemur jólunum, þeirri góðu, heiðnu hátíð, ekki neitt við.

2/11/04 11:01

bauv

Svo skulum við muna að jólin er heiðingja siður, jesus á að hafa fæðst um miðjan oktober!

2/11/04 11:01

Holmes

Þú ert nú meiri brandarakarlinn, pffff

2/11/04 11:01

Isak Dinesen

Ég hefði haldið að menn hefðu sama rétt til að gantast með þennan viðburð og trúaðir hafa til að gera svona mikið úr honum (og neyða raunar þekkinguna upp á mann strax í barnaskóla). Ekki veit ég betur en að Ríkisútvarpið sé líka nýtt í endalausan flutning á boðskapnum yfir jólamánuðinn. Þegar svo einhverjir sem eru e.t.v. trúlitlir tjá sig um þessi mál eru þeir úthrópaðir af þeim trúuðu. Það þykja mér óeðlileg viðbrögð og ekki í anda þess sem þeir þykjast boða.

(En Vauni er þó örugglega gamall Gestapói að grínast.)

2/11/04 11:01

Nermal

Ég er búinn að hlusta á þennann texta tvisvar í röð og ég get enganveginn fundið neina tegund guðlasts í honum. Þarna er bara búið að stílfæra jólaguðspjallið aðeins, hvergi er almættinu hallmælt á nokkurn hátt. Þetta er bara stormur í vatnsglasi. Lagið er alger snilld... textinn er frábær. Mikklu skemmtinlegri en þessi helgislepja sem oft flæðir yfir okkur í desember. Við skulum bara öll vera vinir og ekki vera að þessum hártogunum yfir náhvæmlega engu. Friður á jörðu meðal manna og meyja -AMEN-

2/11/04 11:01

Hakuchi

Hvílíkur hvirfilbylur í tebolla er þetta.

2/11/04 11:01

bauv

Það er... FÖNDURSTUND.. jíbbí ejjj... FÖNDURSTUND.

2/11/04 11:02

dordingull

Textinn og jafnvel lagið líka er háð og spé um fæðingu Sússa. Hafið það á hreinu. Guðlast af bestu gerð. Húrra!

2/11/04 11:02

hlewagastiR

En var Sússi Krissi hinn sanni Messi? Hvort var það þá Jóssi eða Hessi Assi sem frussaði í Mössu tussu? Eða var það Gussi almussi?

2/11/04 11:02

dordingull

Við hvaða lag er þessi texti sungin? Það væri upplagt að raula þetta yfir rúsínugrautnum.

2/11/04 11:02

Vauni

Afsakið að ég hef verið upptekinn í dag og því ekki getað tekið þátt í þessari miklu umræðu, sem skapast hefur um félagsrit mitt. En ég ætla samt ekki að svara einum og sérhverjum, heldur að koma því til skila að gagnrýni mín á söguna um Jesú í flutningi Baggalúts er ekki gagnrýni á lagið, sem mér finnst mjög gott, heldur á textann. Og eins og ég hef áður sagt þá er hún byggð á trú minni að Biblían sé Guðs orð, og þá samkvæmt frumtextanum. Þar sem mér er sagt að læra þá reglu, að fara ekki lengra en ritað er, því sérhver ritning, það er kafli frumtexta Biblíunnar, sé innblásinn af Guði og því nytsamur til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti. Og það sé til þess að sá sem tilheyrir Guði og vill vera talsmaður hans, sé albúinn og hæfur til sérhvers góðs verks. Og þar á meðal hæfur til þess að búa til sálm um fæðingu Jesú.

En hvers vegna er það svo? Vegna þess að við þurfum að vita það umfram allt, að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar, eða túlkar af sjálfum sér. Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu spámennirnir orð frá Guði, knúðir af heilögum anda. Og þetta gerðist á um 1500 ára tímabili.

Þau jólasveina jól sem menn halda eru ekki Biblíuleg, heldur af heiðnu bergi brotin, það er bara búið að setja jólabarnið þar inn. Jesús fæddist ekki klukkan -6 aðfangadag, heldur samkvæmt Ritningunni í Sívan mánuði sem er samkvæmt okkar tímatali frá 15 maí - 15 júní. Þess má og geta, að vitringarnir komu ekki með hirðunum í fjárhúsið, né að þá væri stjarnan yfir fjárhúsinu, heldur segir Matteusarguðspjall, að þegar Jesús hafi verið fæddur í Betlehem, hafi vitringarnir komið til Jerúsalem og spurt: ,,Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp." Þannig að vitringarnir ráku ekki inn nefið, né voru þarna staddir fyrir rælni, né óðu inn í fjárhúsið með gras og gull og eitthvað óríental jurta sull, því þeir voru vís fjarri. Þeim var sagt að hann hefði fæðst í Betlehem og fóru þeir þá þangað og sáu þeir þá stjörnuna yfir húsi einu og gengu þar inn. Þar voru bara María og Jesús. þá luku þeir upp fjáthirslum sínum og færðu Jesú gjafir, gull, reykelsi og myrru.

Við sjáum því á þessu hversu það er nauðsynlegt að halda sér við orðið, því annars eigum við á hættunni að fara að flytja lygasögur um aðdraganda og fæðingu Jesú.

Ég tilheyri ekki neinni kirkjudeild, því séu þær skoðaðar í ljósi Ritningarinnar, þá standast þær ekki orðið. Fyrir þeim er komið eins og fræðimönnum Gyðinganna á dögum Jesú, en við þá sagði hann: ,,Lista vel hafið þér gert að engu orð Guðs, til þess að getað rækt erfikenningar forfeðranna." Um þetta allt mætti halda marga Biblíu lestra, en ég ætla að láta hér staðar numið og biðja ykkur í leiðinni kæru Gestópar að leyfa mér að hafa mína trú, því trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Hafi svo hver sína vantrú í friði.

2/11/04 11:02

Enter

Iss. Þið getið nú bara troðið öllum þessum guðum ykkar upp í franska hornið á ykkur.

2/11/04 11:02

Lopi

Þakka þér samt (samkvæmt textanum) að leyfa okkur að ráða því hvort við trúum á hann eða ekki.

2/11/04 11:02

Númi

Hananú! Guðlast? Er Guð þá húmorslaus? Nei því trúi ég fjandakornið ekki.

Veriði svo kurteis við hvert annað gemlingarnir ykkar.

2/11/04 12:00

Vauni

Nú er mál að linni. Því Enter og Númi hafa talað. Lifum í kærleika!

2/11/04 12:00

Jóakim Aðalönd

,,Upp í franska hornið á ykkur"

[Hlær sig máttlausann]

2/11/04 12:01

Sæmi Fróði

Ja hérna, ég hef engu við að bæta, nema hvað að Vauni hlýtur að sjá það að hér er fólk með mismunandi skoðanir og að koma með svona einstrengislegar skoðanir hlýtur að fara illa í aðra lesendur hér. Hvort hér er guðlast eða ekki vil ég ekki dæma um, hér virðast virðulegir höfundar vera að færa fæðingu Krist yfir í nútímalegan búning og jafnvel setja smá glettni inn í textann líka, enda er þetta Baggalútur.

2/11/04 12:01

Dr Zoidberg

Nenni ekki að lesa allar þessar umræður, nennir einhver að draga helstu atriðin saman í 10 orða útdrátt?

2/11/04 12:01

Sæmi Fróði

Fólk að rífast um hlut sem engin niðurstaða getur fengist út úr!

2/11/04 12:01

fagri

Gott er að sjá að sumir hafa eitt sunnudeginum
í málefnalegar umræður um vora lútersku trú.

2/11/04 12:01

Börkur Skemilsson

Þetta er pottþétt Gunnar í Krossinum. Trúi ei öðru.

2/11/04 12:01

dordingull

Það er þar sem þú situr fastur Vauni kallinn.
Biblían er EKKI Guðsorð.
B. Ewing kemur aðeins inn á það hvernig samsetningur Biblían er og ég auðvitað í félagsriti mínu og svörum.
Hef verið að lesa ritsmíðar Jóakims um þetta líka og þær eru góðar.

2/11/04 12:01

Van Horn

Meiri helgislepjan. Ef það má ekki orðið syngja um fæðingu frelsarans í léttum dúr þá er illa komið fyrir mannkyninu. Sússi hlýtur að hafa smá húmor fyrir sjálfum sér.

2/11/04 12:01

Vauni

dordingull
Ég sit hvergi fastur. Ég stend á klettinum sem er Kristur. Og tigna hann samkvæmt Biblíunni því hún er Guðs orð. Hvorki þér, B. Ewing, eða Jóakim hefur tekist eða mun takast að afsanna það.
Menn hafa skrifað margar og þykkar bækur til þess að reyna að sanna það að Biblían sé ekki Guðs orð. En engum hefur tekist það enn. Biblían stendur enn fyrir sínu og er mest selda og lesna bók í heimi. Hvers vegna? Hún er einfaldlega skrifuð af Guði í gegnum menn. T,d. hafa spádómarnir um Jesú í Gamla testamentinu ræst. Fæðing hans og hvar. Um starf hans. Um pínu hans krossfestingu, dauða, upprisu og himnaför. Það á bara einn spádómurinn eftir að rætast, en það er endurkoma hans, og einfaldlega vegna þess, að hann er ekki kominn:
,,Galíleumenn, hví standið þér og horfið til himins? Þessi Jesús, sem var uppnuminn frá yður til himins, mun koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.?"
Já, dordingull, þú mátt koma með öll þau rit sem þú finnur, en þau munu aldrei hrekja það að Biblían er í mínum augum Guðs orð. Lifðu heill.
P.s.
Þegar ég tala um Biblíuna, þá á ég ætíð við frumtextann. En ekki margþýddar Biblíur. Og þá er best að lesa King James Biblíuna. Því hún er talin vera nákvæm þýðing úr frumtextanum.

2/11/04 12:01

Leibbi Djass

"Um þetta allt mætti halda marga Biblíu lestra, en ég ætla að láta hér staðar numið og biðja ykkur í leiðinni kæru Gestópar að leyfa mér að hafa mína trú, því trúin er fullvissa um það sem menn vona, sannfæring um þá hluti sem eigi er auðið að sjá. Hafi svo hver sína vantrú í friði."

Efast um að nokkur maður hafi hér reynt að taka þína trú frá þér.

Jesús var rebel hér í gamla daga. Hann taldi gjörðir sínar heilagri heldur en það að hann var Jesús. Ef hann myndi heimsækja okkur á morgun þá myndi hann sennilegast þakka Enter og Núma fyrir að draga upp skemmtilega mynd af þessari ágætu, en jafnframt steiktu jólasögu.

Jesús myndi seint henda þeim í dýflissu og segja þeim að rotna í helvíti. En svo virðist oft sem að þeir sem gefa sig út fyrir að vera hvað sannkristnastir, séu iðnastir við að mála skrattann á vegginn, sbr. krossferðirnar.

Vertu svo ekki að rægja okkar trúverðugleika og trúarfestu með vantrúaryfirlýsingum.

Elsku Vauni, þú ert ekkert heilagri en hver annar af okkur. Eini dökki punkturinn í þessu öllusaman að mínu mati, er að oftrú þín á texta biblíunnar er að rýra skemmtanagildi þessa snilldarlags fyrir þér.

Lifðu heill.
Blessi þig.

Leibbi Djass

2/11/04 12:02

bauv

iss bokstafstrúarmaður.

2/11/04 12:02

dordingull

Í þessu liggur vandinn. Og þú og skoðanabræður þínir eru meinið. Það er ekki rétt að að þeir "doðrantar" sem skrifaðir hafa verið til að sanna að Biblían sé ekki frá guði komin hafi ekki gert það. Þeir gera það flestir! Trúaðir taka bara ekki rökum. Það er tilgangslaus að fara að spyrja þig þeirra spurninga sem ég set fram í félagsritinu ég veit það. En Guð-laug að annaðhvort Jesú eða Múhameð það er ljóst. Má Guð ljúga? Þegar staðreyndir reka þá trúuðu út í horn henda þeir út björgunarbát hoppa uppí og segja: Vegir guðs eru órannsakanlegir.
Aðeins eina spurningu þó. Er jörðin flöt?

2/11/04 12:02

dordingull

Var ekki búin sendi hitt óvart of fljótt.
Þú biður okkur um að leyfa þér að hafa þessa trú í friði.
Og það vil ég endilega gera! Ef hún dugar þér til sáluhjálpar þá í guðanabænum haltu í hana. En hún dugar mér ekki.
Væri til í að pæla mig í gegnum þetta Biblíueintak sem þú nefnir. Gæti verið fróðlegt.

2/11/04 12:02

Rattati

Biblían er nokkuð skemmtilegt rit. Gaman að stauta sig í gegnum það á góðri stundu (les: búinn með Pratchett og ekkert á Discovery). En ekki tek ég biblíuna bókstaflega, heldur les ég hana með sama hugarfari og skattaskýrsluna mína, fallegur boðskapur en ekki kannski endilega í takt við raunveruleikann. Hinsvegar er töluverður fjöldi fólks sem að lifir eftir henni og lifir að mér sýnist bara ágætu lífi, það er ekki þar með sagt að við hin þurfumm að gera það. Vottarnir bönkuðu einu sinni upp hjá mér og spurðu mig hvort ég hefði fundið Jésús. Þar sem þeir eiga það til að koma þegar að maður er frekar illa fyrirkallaður (snemma morguns) þá varð mér á að spyrja hvar þeir hefðu týnt honum. Þrátt fyrir eilíft tal um trúar "ofstæki" vottanna, þá máttu þeir eiga það að þeir tóku þessari tilraun hjá mér til gríns með góðu. Það mættu fleiri taka tilraunum til gríns með góðu. Sum okkar bera síður en svo minni virðingu fyrir skoðunum ykkar þó að við leyfum okkur að snúa útúr þeim öðru hvoru. Ég er ekki sammála því sem að Vauni sagði að þetta væri háð. Hinsavegar þykir mér texti lagsins bera það með sér að um spaug sé að ræða.
Góðar stundir.

2/11/04 13:00

Vauni

dordingull
Þú spurðir. ,,Er jörðin flöt?" En þú veist eins vel og ég að svo er ekki. En mig grunar afhverju þú spyrð. Að gömlu kirkjufeðurnir vildu meina að hún væri samkvæmt Biblíunni flöt. Og drógu þá ályktun af því að hún væri sögð á undirstöðum, og að þar væri líka talað um að menn færu til endimarka jarðarinnar. En í Jobsbók, sem er talin vera elsta bók Biblíunnar segir: Að Guð láti jörðina svífa í tómum geimnum. Og í Jesaja segir: ,,Heyri það jörðin og allt, sem á henni er, JARÐARKRINGLAN og allt, sem á henni vex."
Þegar þetta er skoðað þá eru meiri líkur á því að Biblían segi jörðina vera kringlótta en flata. Þetta hefðu illa lesnir kirkjufeður þurft að vita, því þá hefðu þeir samþykkt það strax, þegar menn fundu það út að jörðin væri kringlótt, og að jörðin snérist í kringum sólina, en ekki öfugt.
En í lokin menn og konur, er ekki komið nóg af þessum snerrum okkar á milli, því það er sjáanlegt að enginn botn fæst í málið.
Lifið heil.


2/11/04 13:00

dordingull

Engar snerrur, ekker grín, ekkert fjör, ekker gaman.
Þessi blaðsíða er búin en þetta heldur áfram eitthvað lengur á öðrum síðum.
Verst er að þetta er að byrja að verða fróðlegt.
Það þyrfti helst að hafa sér þráð undir þessa umræðu.
Þá gæti hún haldið áfram til eilífðar.

2/11/04 13:00

Jóakim Aðalönd

Ég hef gaman af þessu. Segðu mér Vauni: Hefurðu lesið frumtexta biblíunnar og ef svo er: Hvar komstu yfir hann?

Önnur spurning: Er Jörðin kringlótt? Síðast þegar ég vissi var hún hnöttótt. Þar lá einmitt hundurinn grafinn. Það þýðir ekki bara að lesa biblíuna bókstaflega. Það þarf að skilja textann. Þú gerir þig einmitt sekann um að mistúlka textann í þessu tilviki.

2/11/04 13:01

Vauni

Jóakim Aðalönd
Varðandi fyrri spurningu þína, þá hef ég lesið hann meira og minna. Ég er með forrit sem heitir PC Study Bible 3. Þar er hebreski og gríski frumtextinn. Þar er hægt að fara inn á Strong´s Creek/Hebrew/Definitions. Og skoða hvert orð King James Biblíunnar í ljósi frumtextans. Hvernig orðið er skrifað. Hvernig það er borið fram og hvað það þýðir. Þarna er hafsjór af allskonar fróðleik um þessi málefni. Slóðin inn á þennan vef er: biblesoft.com. Ég veit ekki hvort forritið er inn á þessum vef, eða hvort maður þarf að kaupa það. En þú færð örugglega allar upplýsingar um það þar.

Varðandi seinni spurninguna. ,,Er jörðin kringlótt." Þá vitnaði ég í orðið jarðarkringla og því til staðfestingar að jörðin væri kringlótt, en ekki flöt. Enda er ekkert rangt við það að segja að jörðin sé kringlótt. Því þegar við tölum um kringlu eru við að tala um eitthvað sem er í hring. Dæmi samkvæmt orðabók: heimskringla, hnattkringla, jarðarkringla, sólarkringla, tunglkringla, ratsjár og útsýniskringla. Og allt þetta er kringla af því að það myndar hring. Eins er það þegar við horfum í sólina, þá sjáum við að hún er kringlótt, því hún myndar hring, en við vitum að hún er hnöttótt. Þess vegna er jörðin jafn kringlótt og hún er hnöttótt. Þú getur líka raðað 360 hringjum með einnar gráðu millibili inn í hvern annan og myndað þannig hnött, sem jafnframt er kringlóttur.
Jæja, Jóakim minn, nú er nóg komið af útskýringum, en það verður kannski með þetta sem og annað, að sitt sýnist hverjum. En hafðu það sem allra best.

2/11/04 13:01

Sundlaugur Vatne

Ég held að þið séuð að tapa ykkur!
Án þess að nokkur þurfi að vera með orðhengilshátt og útúrsnúninga þá er það staðreynd að Biblían er grundvöllur kristinnar trúar og af kristnum mönnum (körlum og konum) talin innblásin af Guði.
Sá sem ekki viðurkennir það er ekki kristinn. Svo einfalt er það. Það er svo hverjum í sjálfsvald sett hvort hann eða hún trúir því eða ekki. Það er hins vegar til vanza að gera grín að trú annara. Ekki ætla ég að fara með háðsglósur um norræna heiðni, bæði myndi það særa kæra vinkonum mína, Nornina, og svo ber ég líka virðingu fyrir siðaboðskap og heimsmynd heiðingja þótt ég trúi því henni ekki sjálfur.
Krumpa mín, náungakærleikur og umburðarlyndi er siðaboðskapur sem er sameiginlegur flestum trúarbrögðum, ekki sérkristlegt fyrirbrigði.
Ég virði trúað fólk sem er tilbúið að lifa samkvæmt trú sinni en ekki hentistefnuliðið sem vill tileinka sér úr trúarbrögðunum aðeins það sem hentar því sjálfu en hafna öðru.
Hin kristnu jól eru trúarhátíð þar sem kristnir menn (karlar og konur) fagna fæðingu frelsara síns, þegar Guð gerðist maður og þókaðist að fæðast af óbreyttri alþýðukonu og jafn bjargarlaus og hver annar.
Satt að segja set ég spurningarmerki við að þeir sem ekki finna í hjarta sér fögnuð og auðmýkt vegna þessa á þessari hátíð hafi yfirleitt nokkuð með það að gera að halda upp á þessa heilögu fæðingarhátíð.
Ég tek það fram að ég ætla ekki að fara út í einhverjar hártoganir út af tímsetningu hátíðarinnar, hún er aukaatriði.

2/11/04 13:02

Vauni

Sundlaugur Vatne, gott innlegg hjá þér. Því þetta er mergurinn málsins. Hafðu þökk fyrir.

2/11/04 15:00

Glúmur

Auðvitað hefur Guð húmor, hvernig gæti Guð EKKI haft húmor, sönnun þess að hann er húmoristi er allt í kringum okkur - enda sárnar guði ekki að vera lastaður. Guðlast særir ekki Guð heldur hina trúuðu og það er þar sem við víkjum frá þeirri einföldu siðareglu að vera almennilegur við fólk. Þeir sem trúa ekki á Guð virðast stundum halda að þeir geti guðlastað að vild vegna þess að þessi guð sé ekki til og því sé ekkert fórnarlamb í guðlastinu. En þeir bregða þá út af þeirri grundvallar reglu allrar siðfræði að gera ekki þeim illt sem hafa ekkert til saka unnið.
Ég tel þó lagið ekki vera guðlast, hérna er góðlátleg kímni á ferðinni og mér finnst það ekki særandi. Aðrir kunna að hafa aðra skoðun á laginu og eðlilegt að þeir tjái það.

4/12/07 19:00

Jóakim Aðalönd

Jæja Vauni. Þú ert nú ljóta fíflið!

2/11/07 22:00

Fergesji

Nei, tröll.

Vauni:
  • Fæðing hér: 30/11/05 00:22
  • Síðast á ferli: 11/4/06 21:58
  • Innlegg: 0