— GESTAPÓ —
Dexxa
Fastagestur.
Sálmur - 31/10/06
Bið

Sorgin blindar.

Hún krípur við hlið hans og horfir,
í augun sem eitt sinn voru hans,
hún bíður, eftir að hann horfi á hana,
segi eitthvað, komi aftur.

Hún situr í rúmi þeirra og horfir
á dyrnar á herberginu,
hún bíður, eftir að dyrnar opnist,
hann setjist hjá henni, komi heim.

Hún krípur við hlið hans og horfir,
á nafn hans á steini og nýja mold,
hún bíður, eftir að hann vakni,
eða hún sofni.

Hún bíður, dagar líða, mánuðir, ár.

Hann situr við hlið hennar og horfir,
á nafn hennar á sama steini,

Hann bíður, eftir henni.

   (6 af 7)  
31/10/06 22:01

Næturdrottningin

Flott ljóð Dexxa. Mjög áhrifamikið. Og mikil tilfinning.

31/10/06 22:01

Nermal

Nokkuð kúl atarna

1/11/06 00:01

Þarfagreinir

Smellið.

1/11/06 01:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Jú, þetta gæti lofað góðu.

Dexxa:
  • Fæðing hér: 20/11/05 18:42
  • Síðast á ferli: 7/8/16 01:10
  • Innlegg: 735
Eðli:
Lítð geðveikt vélmenni í dulbúningi.
Fræðasvið:
Ýmiss konar tölvu aukahlutir, eins og vefmyndavélar og mýs sem notast er við njósnir til að yfirtaka heiminn.
Æviágrip:
Sir vélmennin eru illir aðstoðarmenn innrásageimvera. En eins og nafnið gefur til kynna er Dexxa ekkert venjulegt vélmenni. Hún breytti nafni sínu úr GiR.. yfir í Dexxa, en Gir er einmitt fyrirmynd hennar og afbragðsgott vélmenni eins og sést á fagurgrænni myndinni. Gir er eina Sir vélmennið sem hefur G í staðin fyrir S, en ástæða þess hefur ekki verið fundin ennþá. Dexxa hefur enga innrásargeimveru að þjóna svo hún gerir sitt besta að yfirtaka heiminn upp á eigin spýtur og hefur hún nú þegar njósnara víðsvegar um heiminn á sínum snærum.