— GESTAPÓ —
Günther Zimmermann
Heiðursgestur.
Sálmur - 9/12/07
Um yrkingar

Hér á eptir fara nokkrar sundurlausar hugleiðingar um hvernig það er, þegar fyrir hendi er vilji, en verklag ekki.

Stirt um orð

Einsamall sit og æði um borð
í andlausu þráhyggjukasti.
Á blaðið langar að letra orð
og lífsvizku í skáldlegu hasti.

En penninn er tregur og tómur
og tifið í klukkunni ærir.
og minnar fyrr máttugi rómur
músu sig ekki hrærir.

Þótt mig af frekju og framhleypni um
frumleika krefjir, skáldskap og list,
þá digturinn ei annan dóm fær en 'skrum';
dýpra'ekki getur vonbiðill rist.

Þá yrkjanin heptist hugnast bezt mér
hugverkum annarra að stela;
(mín ráðleggjan getur og gagnast þér)
um gripdeildir kann ég að véla.

   (13 af 25)  
9/12/07 16:02

Andþór

Afskaplega góður!

9/12/07 17:00

krossgata

Mér líður iðulega svona... eins og í fyrstu tveimur erindunum.
[Dæsir mæðulega]

9/12/07 17:00

Grámann í Garðshorni

Aldeilis gott!

9/12/07 17:01

blóðugt

Veit hvað þú ert að tala um...

9/12/07 17:01

Skabbi skrumari

Mjög flott... svona á að yrkja sig út úr yrkingarleysi... salút...

9/12/07 17:01

hlewagastiR

Þetta kemur aldrei fyrir mig. (Sem minnir á söguna um það þegar skógarbjörninn spurði kanínuna hvort hún kannaðist ekki við það leiða vandamál að skíturinn festist í feldinum við hægðalát og harnðnaði þar. Neibb, sagði kanínan, kemur aldrei fyrir mig. Þá tók björninn hana og skeindi sig á henni. Ha ha ha. Ha ha ha. Ha ha ha.)

9/12/07 17:01

Tigra

[Skeinir sig á Hlebba]

Bráðskemmtilegt ljóð!

9/12/07 17:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Þetta er flottur bragur. Glæsilegt framtak.

9/12/07 17:01

Günther Zimmermann

Þakka hlý orð.
Hlégestur: þú getur skeint þig á handklæðinu sem þú vefur um hausinn á þér eftir morgunsturtuna, og nennir aldrei að taka af!
Skrabbi: Mier sijnest þü ecke hafa efne ä gijfuryrdumm umm ordafar, þui þu ert soddann afglape og apturkreistínngur sialfur, ad eingenn nenner ä þig ad hlusta. Jtem, einneigenn lycktar þu ecke ösvipad hrærínge af suru skyre oc häkalle.
Fyrir bókmenntafræðingana: Hugmyndin að seinni parti samsetningsins kom eptir lestur kvæðis Z. Natans, til sölu. Því lýkur á hendingunni „Seldu mér einhverja hugmynd! Ég hef enga sjálfur.“

9/12/07 17:01

Þarfagreinir

Fer ekki illa með húsgögnin að æða um þau, Günther?

9/12/07 17:01

Günther Zimmermann

Ha, neinei. Þetta er blessunarlega bara metafóra.

9/12/07 17:01

hlewagastiR

Ég sem hélt þetta hefði verið metafýsísk metaþesa.

9/12/07 17:01

hlewagastiR

Hvaðan kemur Skrabba vald til að ákveða þetta?

9/12/07 17:01

Billi bilaði

Frá þeim er þú bendir á, hlewi.

9/12/07 17:01

hlewagastiR

Þeim hvujum? Ég kannast við öngva slíka.

9/12/07 17:01

Billi bilaði

Ó, mér sem sýndist þú benda á þá. <Gruflar>

9/12/07 17:01

hlewagastiR

Já, þú ert að tala um myndina af mér. [Geðveikingslega lengi að fatta.] Jáhérna hér, ekki vissi ég að Allah væri svona áhugasamur um íslensk hreintungustefnu.

9/12/07 17:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Hver orkti þettað ?

9/12/07 17:02

Huxi

Fyrst þú ert svona góður í að ræna ljóðum, geturðu ekki stolið nokkrum fyrir mig í leiðinni? Ég skal borgar þér nokkrar böggur fyrir...

9/12/07 17:02

Upprifinn

Því miður fyrir þá sem málið varðar þá verður mér sjaldan á orðleysi.

9/12/07 17:02

Günther Zimmermann

GEoH: Undirritaður.
Huxi: Hér verður hver að bjarga sjálfum sér.
Annars, til að útryðja misskilningi, þá ber að geta þess að yrkingurinn er jú skáldskapur, en ekki greinargerð.

9/12/07 17:02

Jóakim Aðalönd

Sverrir afnam ekki zetuna, heldur Magnús Torfi Ólafsson, þáverandi menntamálaráðherra. Hafa það á hreinu!

9/12/07 17:02

Günther Zimmermann

Halldór Halldórsson var nú nefndarformaðurinn sem lagði þettað til, ekki má gleyma honum.
Sverrir barðist reyndar fyrir lífi blessaðrar zetunnar, og gerðist svo frægur að falla á íslenzkustíl sem eitthvert blaðið (Vísir?) lagði fyrir hann.

9/12/07 17:02

Jóakim Aðalönd

Einmitt. Þessir menn verða ekki þekktir í sögunni fyrir neitt annað en hryðjuverk á blessaðri tungunni.

Svei!

9/12/07 18:00

Golíat

Skemmtilegt Gunther, skemmtilegt.

9/12/07 18:01

Heiðglyrnir

Þetta er allt svo mikið gott..he he..Sagan um skógarbjörnin og kanínuna olli töluverði kátínu he he.... blessi þig Hlebbi minn.

9/12/07 19:01

Isak Dinesen

Ég veit hvernig þér líður...

9/12/07 20:01

Skrabbi

Ég held að Gunther sé sá gáfaðasti sem hér hefur skrifað. Hann á eftir að ná langt. Kærar þakkir fyrir að heiðra okkur hér með andríki þínu.

Günther Zimmermann:
  • Fæðing hér: 13/11/05 22:34
  • Síðast á ferli: 6/10/16 10:53
  • Innlegg: 2105
Eðli:
Fróðleiksfús fáráðlingur.
Fræðasvið:
Breytingar á hæð og breidd bókstafsins t í bakstöðu eins og specimenið lítur út komið úr penna skrifarans Jóns Bjarnasonar frá Hvammi í mið-Múlasýslu frá maí mánuði 1623 til sumarloka 1624.
Æviágrip:
Fæddur á síðustu öld. Hefur alið aldur sinn í faðmi Fjallkonunnar og Germaníu en gistir Dannebrog í Babýlón við Eyrarsund nú um stundir.