— GESTAPÓ —
Günther Zimmermann
Heiđursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Um skrift og réttritun

Hér eru vangaveltur höfundar [hans fyrstu hér á ţessum vettvangi um ofangreind atriđi. Laggt út af riti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, Hagţenki.

Ég vil byrja ţennan stutta pistir á tilvitnun:

„Umm ţad leite Sveinnen er nćrstumm ţvi buenn at lćra Lesninguna, er veniulega fared ad kenna honum ad skrifa. Sumer láta hann fyrst skrifa á spiölld edr Bein, sem af mege ţurka, og ţad sökum pappijrs Spilles. Rett er ad byrja á Settletre, sijdan flióta skrifft.
[...]
Ţó samt ţyker mier ei rád, ad honum sie Riett-ritunen (Orthographia) kend, fyr enn hann er komenn til skilnďngs ára; ţvi ď henne er adskilianlegt ţad er Epter ţánka krefur, sem ei er heimtande af Ung-mennum.“ (Jón Ólafsson úr Grunnavík: Hagţenkir JS 83 fol. Ţórunn Sigurđardóttir sá um útgáfuna. Reykjavík 1996, bls. 14 og 16. Ekki var unnt (hugsanlega vegna kunnáttuleysis ţess er ţetta ritar) ađ fćra nokkur ţeirra tákna sem Jón notar inn í uppskriftina hér, t.d. lykkju ö, á táknađ međ tveimur skástrikum o.fl.)

Um skift vil ég segja ţetta: Afturför hefur veriđ gríđarleg á undanförnum áratugum hvađ skriftarkunnáttu varđar. Nú, ţegar börn rita vart á annan móđ en međ lyklaborđi, sést skýrt og greinilega hve rithönd ţeirra hrakar. Skrift, eins og hver annar hćfileiki, ţarfnast ţjálfunar og ef ekki er ćft tapast getan. Ţví er afar mikilvćgt ađ leggja lyklaborđinu og rita texta manu propria, eigin hendi. Hvenćr, lesandi góđur, ritađir ţú síđast sendibréf – já, eđa fékkst tilskrif međ póstberanum? (Ţetta er retórísk spurning, ekki afvegaleiđa umrćđuna međ upphrópunum á borđ viđ: „Ég fékk nú bréf í morgun!“ – hér er ég ađ rćđa almenna ţróun.)
Ţessu vil ég bćta viđ: Ţađ er skammarlegt ađ ćskufólki nú til dags séu ekki kenndar fleiri tegundir skriftar en hin ljóta ítalska skrift, uppúrsuđa úr húmanistaletri renaissance-ins. Bćđi fljótaskriftin og settletriđ (latínuletur) hafa vikiđ fyrir „auđveldara“ og „lćsilegra“ letri.

Um réttritun hef ég ţetta ađ segja: Hér sýnist mér í fljótu bragđi Grunnvíkingurinn hafi rétt fyrir sér. Réttritun lćrist, eins og af sjálfri sér, međ skilning. Um leiđ og mađur veit ađ orđ á ađ skrifast svo eđa svo vegna orđsifja eđa annars ţá gleymist ţađ ekki í bráđ. Ţví á ekki ađ kenna ungum börnum réttritun međ páfagaukaađferđum, heldur bíđa uns ţau átta sig sjálf.

Um rithátt Jón sjálfs vil ég segja ađ hann ritar eftir sínum aldarhćtti og er merkilega samkvćmur sjálfum sér innan síns kerfis. Muniđ ađ fyrstu lög um stafsetningu voru ekki sett fyrr en snemma á 20. öld og ţví er rangt ađ dćma Jón fyrir glćp sem hann hefir eigi framiđ.

   (25 af 25)  
31/10/05 11:02

Offari

Ţetta á eftir ađ ţróast í hina áttina.(eđa vanţróast)

31/10/05 11:02

Ned Kelly

Er Úlfamađurinn fjarskyldur ćttingi?

31/10/05 11:02

Günther Zimmermann

Ég biđst forláts! Hér hefur hent ţađ sama og henti í prentun síđasta heftis Griplu, öll skáletrun hefur dottiđ út. Ţannig er mál međ vexti ađ ég ćtlađi ađ sýna hvar leyst hefur veriđ úr böndum međ skáletri, eins og venja er, en forritiđ hefur eytt ţví. Ég biđst forláts.

Sk. Úlfamann ţekki ég ekki.

31/10/05 11:02

Vladimir Fuckov

Varđandi rjettritun er skilningur mjög ćskilegur frekar en páfagaukalćrdómur eins og bent er á. En ekki má gleyma lestri. Mikill lestur í ćsku er afar árangursrík leiđ, a.m.k. fyrir ţá er hafa gott sjónminni. En ţá ţarf stafsetning og málfar ţess sem lesiđ er ađ sjálfsögđu ađ vera í lagi (sem á ekki nćrri alltaf viđ um t.d. efni á Netinu).

Varđandi skrift er einfaldlega minni ţörf fyrir slíkt en áđur. Sem dćmi má nefna ađ nánast allt sem vjer skrifum eru minnispunktar er vjer notum sjálfir. Eru ţeir ţví illskiljanlegir öđrum auk ţess sem vjer höfum stöku sinnum lent í vandrćđum međ ađ skilja skrift vora [Verđur vandrćđalegur].

31/10/05 11:02

Upprifinn

Mikil bylting var ú lyklaborđiđ fyrir mig ţví áđur var allt ţađ er ég skrifađi alólćsilegt bćđi mér og öđrum. auk ţess sem ađ međ hinni nýtilkomnu tölvutćkni er mér einnig kleyft ađ snýđa burt hinar ólíklegustu misfellur sem verđa gjarnan á stafsetningunni.
ţađ er nefnilega ţannig ađ ţó ađ hingađ inná Baggalút ţvćlist mikiđ magn af stafsetningarvillum og innsláttarvillum svokölluđum ţá er sá fjöldi sem kemur fyrir ykkar sjónir ađeins brot af upprunalega stofninum.

31/10/05 11:02

Günther Zimmermann

Er lyklaborđiđ ekki frekar leiđ framhjá vandanum frekar en lausn á honum? Er ţađ ađ keyra bíl lćkning á tognuđum ökla sem heftir gang?
Ef manneskja glímir viđ ólćsilega rithönd er betra, ađ mínu mati, ađ ţjálfa ţá rithönd upp svo hún verđi fegurri. Fćrni á lyklaborđi er svo allt annar handleggur.

31/10/05 11:02

Upprifinn

ég held ađ eftir ţrjátíu ára baráttu viđ ólćsilega skrift hafi bara veriđ kominn tími á ađra lausn.
hinsvegar hefur ađeins eitt af börnunum mínum erft ţennann hvimleiđa galla en hin skrifa bara mjög vel ţrátt fyrir ađ nota lyklaborđiđ ţónokkuđ.

31/10/05 12:01

Skabbi skrumari

Skemmtilegur pistlingur... varđandi skástrikun, ţá geturđu sett eftirfarandi tákn inn sitt hvorum megin viđ ţađ sem ţú vilt skástrika, mínus bilin í ţessu dćmi...
[ i ] textinn [ / i ]

31/10/05 12:01

Gaz

Dóttir mín er fimm ára gömul og skrifar stóra bókstafi meir skiljanlega en flestir táningar!

Günther Zimmermann:
  • Fćđing hér: 13/11/05 22:34
  • Síđast á ferli: 6/10/16 10:53
  • Innlegg: 2105
Eđli:
Fróđleiksfús fáráđlingur.
Frćđasviđ:
Breytingar á hćđ og breidd bókstafsins t í bakstöđu eins og specimeniđ lítur út komiđ úr penna skrifarans Jóns Bjarnasonar frá Hvammi í miđ-Múlasýslu frá maí mánuđi 1623 til sumarloka 1624.
Ćviágrip:
Fćddur á síđustu öld. Hefur aliđ aldur sinn í fađmi Fjallkonunnar og Germaníu en gistir Dannebrog í Babýlón viđ Eyrarsund nú um stundir.