— GESTAPÓ —
Salka
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/11/04
Gesta-vísur

Salka hefur verið að læra að kveða.<br /> Hún hefur starfað, lesið og lært í Hagyrðinga-verksmiðjunni.

Prófraun mín.
Salka hefur sett saman nokkarar vísur um þá sem heilsuðu henni á Sölkuþræði.
Fleiri vísur eru væntanlegar.
Staðreyndir eru ekki í hávegum hafðar, þó er tekið mið af því sem þið skrifuðu á Sölku-þráðinn.
Vonandi takið þið viljan fyrir verkið.

Heiðglyrnir er heillandi
hreif mig uppúr skónum.
Riddara sjálfum sæmandi
samdi ljóð með tónum.

Heiðglyrnir á skilið heilan ljóðabjálk frá mér, sem þakklæti fyrir kennsluna. Sá bálkur kemur seinna.

B. Ewing framtíð bestu mér
bauð í þessum heimi.
Að ég stæði stöðugt hér
sterk með eigið teymi.

Vamban bauð mig velkomin
vildi út að borða.
Í dans og leikhús litum inn
ljómum upp án orða.

Flottur Tímaflakkarinn
fagurbláa myndin
Gestapóa prakkarinn
prúður er og fyndinn.

Drottning Ísa dæsir hátt
dýrðarinnar fögur
Skálar undir gluggagátt
gestum flytursögur.

Var reyndar með aðra um Ísdrottningu, sem byrjar svona;
Ísdrottningin íslensk er
ímynd allra meyja
Sterk og stöðug....
stafsetningu....... (gat bara ekki alveg klárað að botna hana)

Aðrir, svo sem;
aulinn
blóðugt
Sæmi Fróði
Furðuvera
( Reyndar búin með nokkrar um hana, en ekki nógu ánægð með afraksturinn. Frábært nafn og persóna til að kveða um.)
Don De Vito
Vladimir Fuckov
Gunnar H. Mundason (Tilbúin vísa, en á eftir að fínpússa!)
Sundlaugur Vatne ( Þori ekki að birta það sem kom fyrst upp í huga mér... Kemur seinna)
Litli Múi
Hackuchi (þar fór ég á flug... Hrædd um að lenda)
Limbri og
Litla Laufblað ( Má vísa ykkar vera sameiginleg? )
Hvæsidillumeistarinn (Hrikalega langt orð. Má ég snúa útúr því og stytta? )
Lærði- Geöff (Þú ert spennandi, hlakka til.)
Síðast en ekki síst,
dordingull! (Má ég kalla þig dorra? )

Fá vísu, þegar ég hef útskrifast úr Hagyrðingaverksmiðjunni

   (8 af 8)  
1/11/04 15:02

Offari

Fer að grafa upp þennan þráð til að ég fái fallegt ljóð frá þér...Skemtilegt!

1/11/04 15:02

Vímus

Vímus liggur vængbrotinn
vísu enga fékk
enda gaurinn alrotinn
uppdópaður hékk.

1/11/04 15:02

Salka

Æi takk offari, þekki þig varla með þessa nýju mynd.
En þú stofnaðir þráðinn.
Bestu þakkir til þín.

1/11/04 15:02

Salka

Vímus!
Gott nafn. En ég hef ekki séð þig hér fyrr.
Hvurra manna ertu? (Ljómar upp, flott nafn og skáldlegt.)

1/11/04 15:02

Litla Laufblaðið

Jibbí við fáum vísu! Þú mátt allveg hafa okkur Limbra saman í henni. Já sei sei [Hlakkar ótrúlega til að sjá afraksturinn] Flott byrjun annars. Glæsilegt!

1/11/04 15:02

Salka

Ég var byrjuð á ykkur kæra Laufblað, en á eftir að klára.
Litla græna Laufblaðið
Limbra sinn hún kætir
...

1/11/04 15:02

Limbri

[Roðnar meira en eðlilegt þykir]

Jæja, alltaf á glugganum og svona...

[Flissar eins og skólastelpa á meskalíni]

-

1/11/04 15:02

Salka

Er þér ekki bara vel við Limbri Moðar að vera í vísu með hinu fagra græna Laufblaði?

1/11/04 15:02

Limbri

Mér líkar sérlega vel við slíkt. Væri hreinn heiður af hæsta gæðastaðli.

-

1/11/04 15:02

Salka

Sú vísa kemur...
Mikið elska ég ykkur og allan heiminn.

1/11/04 16:00

Heiðglyrnir

Já þetta er gaman Salka mín, þakka þín fallegu orð og vísuna góðu. [Lofið er gott, þó að maður eigi það varla skilið]

1/11/04 16:00

Salka

Kæri riddari kæri.
Þú átt allt sem ég segi og geri skilið.
Þú ert minn lærimeistari.
Ég horfi stolt til þín.

1/11/04 16:00

Gísli Eiríkur og Helgi

ég hef ekkert vit á kveðskap en skil þó að þú sért efni í gott skáld og áður enn snjórin hylur Esjuna hefur ritstíflann runnið af þér og skáldjöfurinn tekinn við. Gangi þér vel í samstarfinu með Braga.

1/11/04 16:00

Salka

Gísli Eiríkur og Helgi.
Var einmitt að lesa ljóðið þitt.
Þú ert í eðli þínu skáldmæltur, rómatískur og ... kannski dálítið bitur. Hvað veit ég?
Samstarfið við Braga verður örugglega mín bót. Takk fyrir góð orð.

1/11/04 16:00

Hakuchi

Hégóminn rankaði við sér í sálartetri mínu þegar ég las að vísa um mig væri á leiðinni. Ég bíð spenntur. Miðað við þann úrvals kveðskap sem á undan er kominn má búast við talsverðu.

[Mútar Sölku með saltfiski og skartgripum frá Cartier til að fá sem besta umsögn]

1/11/04 16:00

Salka

Já Hakuchi.
Þú komst mér á flug með ljóðrænum orðum þínum.
En ég gat ekki lent með góðu móti... Samkvæmt ströngustu bragfræði-hefðum.
Sælureitur skringilegheita.
Má ég sk-rum sk-æla sk-ringilegheit í ljóði til þín?

1/11/04 16:00

Salka

Jafnvel með sk-artgripum.
Kærar þakkir Hakuchi fyrir falleg orð.

Salka elskar saltfiskinn.

1/11/04 16:00

Lærði-Geöff

Þáðu kveðju mína öðru sinni stúlka náttúru.

Spáði hún mér spennandi
spúsa fjalla
bragurinn er brennandi
bræðir alla.

Hleyp í gegnum dimman dal
dagur enda má
fjallastúlku finna skal
fegurð hennar sjá.

Hlakka þar til heyri ég
hennar bögu
æði fjöllin ókunnleg
eftir sögu.

1/11/04 16:00

Sæmi Fróði

Þetta líst mér vel á, þú ert bara ansi flink, hlakka til að fá vísu frá þér. Til að reyna þig, þá vil ég að þú hafir hana í svokölluðum níð-stíl ef þú getur og vilt [ljómar upp]

1/11/04 16:01

Litla Laufblaðið

O hvenær kemur ljóðið. Ég er orðin svoooo spennt [Skoppar um eins og Limbri þegar hann er eins og rúmenskur rútubílstjóri á rítalíni]

1/11/04 16:01

Furðuvera

Vííí! [Hoppar]
Flottar vísur komnar, bíð spennt eftir fleirum!

1/11/04 16:01

Sundlaugur Vatne

Flott, Salka mín. Vertu nú ófeimin við að birta það sem þér datt í hug um mig [roðnar svolítið]. Ég er ekki hörundsár, Skáldsystir.

1/11/04 16:01

B. Ewing

Takk fyrir þessa vísú. Afar fott að mínu mati og ég ætla ekki heldur ekki að efast neitt um bragfræðihlutan, finnst allt sem birt hefur verið fínt [Bíður spenntur eftir vísunni um Sundlaug]

1/11/04 16:01

Hakuchi

Þú mátt skrumskæla af vild Salka.

1/11/04 18:00

Jóakim Aðalönd

...og hvad med mig? Fae ég enga vísu?

1/11/04 18:01

Salka

Lærði Geöff (Verður feimin)
Vona að vísan standist væntingar þínar.

Níð? Sæmi fróði. Fyrst þú biður svona fallega, get ég ekki annað en ort um þig níðvísu.

Litla laufblað; Um eða eftir helgi.

Jæja Sundlaugur Vatne, ég breytti henni aðeins svo hún verði birtingahæf.
Allt bara vel meint!

Sæti B. Ewing takk, takk.

Ég er alveg að lenda Hakuchi.

Ó já Jóakim þú færð vísu.
Hún verður eitthvað tengd bestu börtunum.

Mikið eru þið öll yndisleg, hvetjandi og skemmtileg.

1/11/04 18:01

Nafni

Ég sé að lestri mínum á öðrum svæðum en kveðskapar er stórlega ábótavant. Velkomin Salka og komdu nú að leika við okkur rímræflana inn á ...Kveðist á...

2/12/06 00:02

Nornin

Dísús... ég er að verða pirruð á að finna ekkert!

2/12/06 01:02

Salka

Ertu enn að leita Norn?

4/12/06 19:01

krossgata

Leita að hverju?

5/12/06 03:02

krossgata

Til hamingju með rafmælið Salka.

9/12/06 08:00

krossgata

Hvar er Salka?

3/12/07 09:00

krossgata

Hún kom aftur.

1/11/07 03:01

Geimveran

Til hamingju með rafmælið!

3/12/14 09:02

Grýta

Lykke til!

Salka:
  • Fæðing hér: 27/10/05 01:44
  • Síðast á ferli: 4/1/18 20:58
  • Innlegg: 5970