— GESTAPÓ —
lappi
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/06
Litið ástarljóð.án stuðla ort fyrir aldamót,

Ástar ljóð til þín ég yrki á blaðið
ómþíður blærin bærist til mín
í þögulli bæn þá upp hef ég staðið
í einmannleik kom ég til þín.

´Þú varst sem engill af himninum sendur
svanninum unga með eldheita þrá,
dansandi svif ég um draumanna lendur
dásamleg veröld er þá.

Merlaður máminn og stjörnurnar blika
magnast þá ástin er dagurinn dvín,
nálæg er nóttin ekki má hika,
nú er ég kominn til þín.

Hægt að raula þessar vísur,
lag . Ástar ljóð tíl þín ég yrki í sandinn

   (7 af 9)  
31/10/06 14:02

Skabbi skrumari

Það eru nú nokkrir stuðlar þarna lappi sæll... nokkrir í viðbót og þá væri þetta bragfræðilega rétt... Salút...

31/10/06 14:02

Kondensatorinn

Einkar hjartnæmt hjá þér lappi sæll.

31/10/06 14:02

lappi

Þakka hlí orð,

lappi:
  • Fæðing hér: 24/10/05 22:18
  • Síðast á ferli: 18/11/20 15:00
  • Innlegg: 4008
Eðli:
Lappi karlinn kom hingað á Lútinn 24/ 10 vegna þess
að besti frændi hanns og æskuvinur, var afmáður eða svoleiðis
héðan af lutnun.
Fræðasvið:
Óbreittur almúgamaður,,Skólaganga , barna og lífsinsskóli.´ Með ,gráðu,. Lífið mig hefur leikið við ljúfar átt hef stundir. rétt af gömlum sveita sið sjálfur tek þar undir.
Æviágrip:
kom á lútinn., 24/10- 2005,

Frekar aldurhniginn en samt ungur í andanum,.
hef stundað allslags störf um daganna. Sjósókn á mínum
ingri árum.oft á tíðum sukksamt eins og gefur að skylja
á trillum , árabátum , og Mótorkúkútterum. En mikið var
lífið dásamlegt þá ,.Svo liðu árin við allskonnar störf bæði
á sjó og landi. Svo hófst alvara lífsins, hjúskapur kona og
börn,. Tveir ljúfir pabbastrákar sem nú eru báðir fullornir
menn.Annar floginn ú hreiðrinu ,á konu og tvær yndislegar
afa og ömmu hnátur,Nú erumvið gömlu brínin og litli stóri svanurinn
okkar,eftir í hreiðrinu.