— GESTAPÓ —
Hel að hurðarbaki
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 1/11/06
Endurútgáfur gamalla bóka

REI - GGE dæmið er útrætt og ekkert gaman að röfla um það lengur. Enda miklu meira gaman að ræða rétthugsun, fordómaleysi og túlkun.<br /> <br /> Biblían - ný og endurbætt útgáfa komin út, og komst beint í efsta sæti.<br /> 10 litlir negrastrákar - endurgerð útgáfa komin út, og sú ruddi Biblíunni úr efsta sæti vinsældarlistans.

Nýja Biblían komin með sinni 21. aldar túlkun á því sem Jesús og guðspjallamennirnir hefðu sagt hefðu þeir fæðst eftir síðari heimstyrjöld og verið jafn fullkomnir og rétthugsandi og við viljum að þeir séu. Einhverjir risu upp á afturlappirnar og mótmæltu því að þýðendum skyldi í öll túlkun í sjálfvald sett. Þýðendum þótti hinsvegar sjálfsagt að hvorki móðga samkynhneigða með útdankaðri hugsun síns-tíma-barnsins Jesú og fylgjenda hans né reyna að selja nútímafólki hugmyndina um meyfæðingu. Auðvitað væri krakkinn bara einkasonur Guðs þó svo hann ætti tvo mennska foreldra að auki. Skítt með upprunalega meiningu orðsins "eingetinn"; guðspjallamennirnir höfðu bara ekki hugtak fyrir það að eiga bara eitt barn á tímum stórfjölskyldna.
Rétt skal vera rétt, og eins og allar fyrri kynslóðir þá vitum við allt miklu betur og réttar en þeir sem áður komu. Pólitísk rétthugsun lifi! Hið heilaga orð hefur mælt!

Hugmyndin um endurútgáfu Biblíunnar fær allavega 4 stjörnur, en pólitíska rétttúlkunin dregur heildareinkunn töluvert niður.
Því ég las viðtal meðan þýðingin var enn í vinnslu við einhverja þá sem að henni stóðu, og þeir fullyrtu að allar fyrri þýðingar hefðu litast af hugmyndafræði þess tíma og túlkun þýðanda því dregið taum kirkjuyfirvalda á hverjum tíma, en skyldi Biblían þýdd án allrar samtímatúlkunar.

Barnabókin Tíu litlir negrastrákar í endurútgáfu kom svo út rétt á eftir Ný-Biblíunni. Ég man eftir bókinni frá því ég var lítil (hún var til heima hjá móðursystur minni) og í ljósrauðum bjarma nostalgíunar ákvað að kaupa kannski þessa nýútkomnu bók. Skemmst er frá að segja að vonbrigðin voru töluverð.

Bókin hefur tapað sjarma liðins tíma. Myndirnar (sem ég vissi svosem að væru ekkert spes) eru komnar á skjannahvítan sjúkrahússbakgrunn og það er búið að skipta út handritaða textanum fyrir einhvern sterílan prent-texta.

Muggur (okkar ástsæli myndlistarmaður) var eins og Jesú, barn síns tíma. Myndirnar eru ekkert stórkostlegt listaverk. Textinn er ekki dýrt kveðinn ljóðabálkur, uppfullur af kímni og stórkostlegum myndlíkingum. En bókin hafði sinn sjarma! Hún var minning þess tíma þegar íslenskar barnabækur voru ekki fræðandi, víðsýnar, uppalandi og síðast en ekki síst, gefnar út í tugatali á ári hverju.

Nútímaþjóðfélag er bara að verða svo hrikalega firrt. Öllu gömlu (frá því fyrir '80) skal bara hent. Hvort sem það er hugsun, almúgaþekking, húsgögn, skoðanir, eða vitneskja um það sem áður var. "Fordómar! Fordómar!" heyrist þá kallað. "Bókin er uppfull af fordómum!" Og ég spyr á móti: Erum við svona hrikalega meðvituð um það hver sé svartur, hver búddisti, hver ólst upp hjá alkóhólista, hver sé hommi, hver sé svona eða hinsegin að við getum ekki annað en rýnt í alla mögulega fordóma sem kunna að leynast í hugsun fólks sem að öllum líkindum meinar ekkert illt með því? [Smáralind! Smáralind!] Er kannski verra að vera svertingi en Hafnfirðingur? Þið vitið öll af hverju Hafnfirðingar læðast alltaf fram hjá apótekinu eða glápa upp í loft þegar spáð er fljúgandi hálku? Svertingjarnir dóu þó allavega einn af öðrum. Tíu Hafnfirðingar hefðu örugglega allir drukkið af ólyfjan-flöskunni og drepist allir á fyrstu blaðsíðunni. Eða tíu litlir Íslendingar á sveitaballi? 7 af 8 drápust úti í móa, en sá áttundi höstlaði smástelpu og "ekki leið á löngu þar til þau urðu aftur tíó".

Orðið "negri" er ekki dregið af orðinu "nigger". Bæði orðin eru komin af orðinu "negro" sem þýðir svartur (kk.), og er nákvæmlega sama orð og við notum í dag. Auðvitað er leiðinlegt að orðið skuli hafa fengið á sig neikvæðan stimpil (líkt og "hommi" í sumum tilfellum), og með tilliti til málverndunar (þetta verandi spænskusletta) þá styð ég fyllilega að orðið hverfi hægt or bítandi úr íslenskri tungu.

Nú væri lag að bæta við litlum texta aftan í bækurnar um negrastrákana tíu (sem að mínu mati haga sér ekki heimskulegar en Íslendingar með sitt kaupæði - hver man ekki eftir Toys 'R' Us?! -, helgarfyllerí og smáþjóðarkomplexa) sem gæti auðveldað forráðamönnum að útskýra fyrir börnum sínum hver saga Afríkufólks í Bandaríkjunum sé. Útskýra að þetta séu grínmyndir teiknara sem þekkti ekki svertingja að neinu ráði nema af myndum sem aðrir höfðu teiknað, og að það hafi verið stóru varirnar sem hvítt Evrópufólk tók fyrst eftir; við verandi með svoddan smástrik fyrir varir. Bæta því jafnvel við að þar semAfríkufólk í Bandaríkjunum hafi ekki haft ekki eins greiðan aðgang að menntun eða hafi komið úr annarri menningu, hafi það gjarnan verið talið heimskara en við Vesturlandabúar. Og að sem betur fer sé ekki svo lengur.
Svona umræða gæti gefið börnum möguleika á því að skilja sögu blökkumanna betur síðar meir og líta sambærilegar myndir gagnrýnum augum, því það sé ekki alltaf sannleikurinn um fólk sem standi í bókum. Maður verði bara að kynnast því sjálfur og við eigum öll okkar misgáfulegu stundir. Þetta virkar ef maður trúir á hið góða í fólki. Við gerum það sum.

Talandi um stórar varir; hin stóru augu í Manga-teiknimyndum eru sýn Japana á okkur Vesturlandabúa; stór og opin augu voru helsta einkenni okkar í þeirra augum. Hver ætlar nú að hefja upp raust og mótmæla þessari staðalmynd? Kannski hinir hörundssáru Vesturlandabúar og hinir réttsýnu Asíubúar geri það í tímanna rás, hver veit. Nú þegar þeir hafa gert sér grein fyrir að við höfum fleira til brunns að bera en ó-pírð augu.

Niðurstaða:
Ég styð endurútgáfu gamalla bóka sem mér finnast eiga það skilið, en það verður þá að gera það á ákveðnum forsendum; ekki bara endurútgefa með misjöfnum "lagfæringum" af því að einhver stakk upp á því í einhverju hugsanaflæðinu fyrir markaðsherferð komandi árs.

   (1 af 4)  
1/11/06 03:02

krumpa

Þetta finnst mér snilldarfélagsrit, þó ég sé orðin örlítið leið á þemanu og hafi ákveðið að hafa alls enga skoðun á þessu máli.

1/11/06 03:02

Hel að hurðarbaki

Takk fyrir jákvæð orð í garð félagsritsins, og ég skil svosem vel þennan leiða á þemanu (ég finn fyrir honum sjálf en langaði bara svo að tjá mig) því umræðan um þetta gjörsamlega tröllríður öllu þessa dagana.

1/11/06 03:02

Hel að hurðarbaki

... og ég sló í nokkrar lagfæringar rétt í þessu. Félagsritið var skrifað í brotum, klippt og skorið og límt inn aftur, svo textinn var ekki alveg eins heilstæður og til stóð. En er það vonandi núna.

1/11/06 03:02

Billi bilaði

Fínasta félagsrit.

1/11/06 04:00

Garbo

Svo satt, svo satt.

1/11/06 04:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Hvernig dirfist þú Hel að bera saman þjáningar blökkumanna gegnum aldirnar með Hafnarfjarðar bröndurum þú ættir að skammast þín og þettað lið sem
heldur með þér. í félagsriti Ívars er að finna slóð til greinar sem er skrifuð af fæður lítils negrastráks gefið ykkur tíma til að lesa hana áður enn þið svarið mér .

1/11/06 04:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég vil bara bæta við að ef einhver er svo einfaldur að
að bera saman útgáfu þessara níðvísna með að gefa út brandarabók um heimska Hafnfyrðinga . Hlýtur sú spurning að vakna hvort sú bók átti rétt á að kallast menningarverðmæti og endurútgefast . og syngjas og lesas um jólaleitið fyri börn í leikskólum landsins.Hvað þætti Hafnfyrðingunum um það ?

1/11/06 04:01

krumpa

Mér finnst að GEH eigi að RÓA sig (og laga fljótfærnislegar villur í máli sínu, eins og greinamerkjasetningar og stóra stafi á eftir punktum). Þó að þú sért að springa úr pólitískri rétthugsun þá þýðir það ekki að aðrir eigi ekki rétt á að tjá sig. Ég er heldur ekki sérlega hrifin af MEIN KAMP og reikna með að margir séu ekki hrifnir af kommúnistaávarpinu eða Kofa Tómasar frænda (þar sem negrar eru stundum fremur kjánalegir), það þýðir ekki að þessar bækur megi ekki vera til eða að aðrir megi ekki lesa þær. Ég ætlaði aldrei að taka afstöðu í þessu máli en með ofsa þínum ert þú að ýta mér í hina áttina. Ég á bæði eintak af Kofa Tómasar frænda og Bjargvættinum í grasinu - reikna með að þú viljir kíkja við með blikkdós og eldspýtur?

1/11/06 04:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Kæra krumpa uppruni þessa máls var að nokkrir foreldrar blökkubarna á Íslandi . Fóru þess á leit við forustumenn leikskólana , að þessi nýútgáfa yrði ekki keypt og lesin í leikskólum landsins . Þú gerir sjálf samanburð við Mein kamp vonandi verður sú bók , heldur aldrei lesinn fyrir börnin í leikskólum landsins

1/11/06 04:01

krossgata

Stórgóður pistill.

1/11/06 04:02

Hexia de Trix

Bravó Hel! Þetta er frábært félagsrit!

Og Gísli minn, samlíkingin við Hafnarfjarðarbrandarana á fullan rétt á sér. Málið snýst nefnilega um það að fólk er að lesa alltof mikið í bakgrunn bókarinnar. Grín er eins og froskur - það deyr ef þú kryfur það.

Hel bendir réttilega á að þessi bók er tilvalin sem kennslutæki í að læra muninn á uppspuna og raunveruleika, staðalímyndum og alvöru fólki. Börn þurfa (já, segi og skrifa „þurfa“) að handleika bækur sem eru á grensunni. Annars geta þau aldrei vitað hvar grensan liggur!

1/11/06 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Kjaftæði og ekkert annað Hefði það verið é lagi að bókin hefði heitað tíu smá júðastrákarnirÐ Nei ´skildir þú svara hver er miunurinn . Þerssi bók var skrifuð 1922 þá fengu svartir ekki að ferðast í sömu strætisdvögnum ekki borða á sömu veitingahúsum kynþétahatrið var gífurlegt ekki í heimalandi níðvísurnar í orginal textanum hengdi sig síðast negrinn upp í tré svo enginn varð eftir þettað er ekkert grín og er ekki hægt að bera það samn við hafnafjarða brandara eða aðra lokalpatríotiska dellu
ég skil að þið hafið ekki getað gefið ykkur tíma að lesa
greinina sem ég lagði slóðina Mér leiðist mjög að þurfa að vitna í orð Nornarinnar að þeir sem halda því fram sé annaðhvort og vonandi skilningslaus um innihald textans
eða þá rasistar Þettað eru hennar orð .og enginn ykkar hefur svarað henni Mér þikir það leitt að svo fáir hafi tjáð sig um þettað mál og grunar mig Heigulskap Ég skora á ykkur sem kalla þettað grín að lesa þessa grein sem ég hef talaðð umm þar fer einn Íslenskur Hagfræðingur búsettur í Bandaríkjunum gegnum ljóðið línu eftir línu og rekur sögulegan bakrunn þess . Slóðinna má finna sem coment til félagsrit ívars um sama efni þið sem farið fögrum orðum um rit Hels géti sett in hér smá ritdóm um orð mansins sem sjálfur á barn með dokkan húðlit.

1/11/06 04:02

Hexia de Trix

Ég vísa því á bug (hvort sem Nornin hafi sagt það eða fleiri) að fólk sé sjálfkrafa dæmt sem rasistar ef það ver rétt fólks til að gefa út og lesa það sem því dettur í hug. Ef fólk stimplar mig sem rasista þá verður bara að hafa það. Stimpillinn breytir því ekki hvernig ég er.

Oft hefur verið sagt: „Ég þarf ekki að vera sammála skoðun þinni en ég get samt sem áður varið rétt þinn til að hafa hana.“ Ég held að það sé það sem er að gerast hérna.

Bókin er komin út. Umræðan er farin af stað. Það er til lítils að velta sér upp úr því hvort það hefði átt að gefa bókina út eða hvort umræðan geri það að verkum að bókin selst miklu betur en ella. Það sem við *getum* gert er að ákveða hvað við ætlum að gera í málinu, fyrst bókin er á annað borð komin og umræðan farin á flug.

Ég ætla að gera eins og Hel nefnir: nota bókina til kennslu um mannkynssögu, fordóma, grín, staðalímyndir og grensuna. Mér finnst að það væri nær að foreldrar þeldökkra barna bæðu leikskólana að gera slíkt hið sama í staðinn fyrir að vilja banna lestur bókarinnar. Þekking er eina vopnið!

1/11/06 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég biðst afsökunnar á insláttarvillunum sem því miður ekki sé hægt að leiðrétta eftirá. Að síðustu vil ég beina spurningu Beint til Hexíu Ef gefin yrði út bók sem væri full af fordómum um Hafnfyrðinga hversu heimskir og klaufalegir þeir væru svo að þeir jafnvel drápu sjálfan sig einn eftir einn . Ef þú Hexía værir forstöðukona fyrir leikskóla skildir þú þá kaupa þá bók fyrir börnin þar
og láta þau syngja um heimska hafnfyrðinga sértaklega ájólaballum og þvílíkum samkomum ?
getur þú svarað þessari spurningu með aðein já eða nei ?

1/11/06 04:02

Hexia de Trix

Já. (Að því gefnu að þú sért að tala um sambærilegar vísur sem eiga að vera fyndnar, jafnvel þó þær eigi uppruna sinn hjá einstaklega forpokuðum og fordómafullum höfundi.)

1/11/06 04:02

Hexia de Trix

Ps. - það hefur verið gefin út slík bók, reyndar ekki í vísuformi. Meiraðsegja tvær - og önnur þeirra er til á leikskólum:

http://www.gegnir.is/F/MSI239V9MFF678UQ8CSA4CFAUADFQSM1AMCCV7 43VV3ERKG99L-02833?func=full-set-set&set_number=916033&set_entry=000012& amp;format=999

http://www.gegnir.is/F/MSI239V9MFF678UQ8CSA4CFAUADFQSM1AMC CV743VV3ERKG99L-00772?func=full-set-set&set_number=916054&set_entry=0000 01&format=999

1/11/06 04:02

Hexia de Trix

Afsakið, linkarnir klikkuðu hjá mér. Gegnir.is - leit að Hafnarfjarðarbrandarar.

1/11/06 04:02

Gísli Eiríkur og Helgi

http://www.laugaland.is/leikskolinn/jola.htm

1/11/06 04:02

Andþór

Ég á mjög erfitt með að hneykslast. En að sjá þetta lag innan um öll jólalögin á heimasíðu leikskólans finnst mér ekki sniðugt.

1/11/06 05:01

Nornin

Gott félagsrit og mörgu er ég sammála.

En í öllu falli er ég mest sammála Andþóri akkúrat núna! Hryllingur að sjá þetta innan um jólalög leikskólans!

1/11/06 05:01

Ívar Sívertsen

Þar er ég eiginlega sammála ykkur með jólalögin því þetta á ekkert skylt við jól. Jólalög fjalla um jólin en ekki neitt annað. Þetta er hins vegar líklega komið inn í jólalagaflóruna með fingrapolkanum og fleiri tölulegum lögum. Ég bendi á það í nýju félagsriti mínu að þetta var aðferð þessa tíma til að kenna börnum að telja. Í dag höfum við betri og þróaðri aðferðir við þá kennslu en mér finnst hreint ekki að við ættum að banna þessa bók eða færa hana úr barnahornunum.
Ég bendi á grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær á blaðsíðu 14. Þar er fjallað um þetta mál.

1/11/06 05:01

Regína

Ég hef aldrei séð þessa frægu bók um litlu negrastrákana, hvorki sem barn né fullorðin. En lagið um þá hef ég sungið af ánægju á jólaskemmtunum gegnum árin án þess að nokkur virtist setja neitt út á fordómana sem óvart eru þar. ( Ég man ekki betur en að á sumum þessum jólaskemmtunum hafi verið mjög pólitískt "rétt"þenkjandi fólk.)
Hvar finnum við fordóma næst?

1/11/06 05:01

Hel að hurðarbaki

Takk fyrir góð og yfirveguð (í langflestum tilvikum) viðbrögð. Ég er reyndar sammála þeim sem segja að þetta eigi varla heima á jólaskemmtun, kannski af því að ég man ekki eftir því sjálf að hafa sungið þetta gangandi í kringum jólatréð.

En maður spyr sig hvort upphaflega ástæðan fyrir þessu sem jólaballslagi hafi verið skortur á lögum þar sem sama lagið var sungið aftur og aftur við mörg erindi svo litlar raddir gætu allavega raulað með þó orðin væru ekki rétt. Spyr sá sem ekki veit.

1/11/06 05:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Það sem þú kanski ekki nefnir Hel er að nýútgáfa biblíunnar er nýútgáfa aðlöguð nútíma hugsunnarhætti
þar Sem konan als ekki á að fela hár sitt eða halda kjafti í söfnuðinum né að eiga á hættu að steinas til dauðs við framhjáhald . Hin bókin sem sá dagsins ljós 1846
í bandaríkjunum og er sáralítið öðruvísi í þíðingunni Íslensku frá 1922 og gjörsamlega hin sama og sú enn þann dag í dag .

Hel að hurðarbaki:
  • Fæðing hér: 16/10/05 10:36
  • Síðast á ferli: 26/2/09 17:16
  • Innlegg: 17
Eðli:
Ríkir fyrir handan. Hefur innganga til mannheima að hvers manns hurðarbaki. Rólyndismanneskja mikil, nema ógnað sé.
Fræðasvið:
Dauðraheimar og nýlendur. Varðveisla og uppstoppun.
Æviágrip:
Löngum borin og víða upp alin. Syndum hlaðin og hefur ekkert nema gott um það að segja.