— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Sloppur
Heiðursgestur.
Pistlingur - 7/12/08
Papaball 26.06'09

Í rúman áratug höfum vjér verið einn heitasti Papaaðdáandi landsins og skömmumst vjér oss alls ekkert fyrir það. Vjér höfum ávallt hrifist af írskættaðri músík, en þannig byrjuðu Paparnir einmitt á sínum tíma, en það var árið 1988 að vjér bezt vitum.

Efni þessa pistlings telur síðastliðið föstudagsaftan, eða 26. júní fyrir þá sem villtir Papvillingar teljast vera.

Kveldið í kveld var afskaplega sjérstætt.
Í rúman áratug höfum vjér verið einn heitasti aðdáandi hljómsveitarinnar Papa, en þeir höfðu löngum verið helzta írskættaða hljómsveit ‹Raunheima›, eða síðan upp úr 1990.
Eftir 1999, eftir að Matti úr Reggae On Ice tók við hljóðnemanum, þróuðust þeir ört yfir í sjómannalög, oftar en ekki eftir Jónas Árnason, en síðar yfir í Gylfa Ægisson, er söng með þeim á dansiballi þetta umtalaða aftan!

Mörg önnur kveld höfum vjér heyrt Papa spila betur en í kveld. Tveir nýjir meðlimir hafa eigi náð að sínkrónæza (enskun neitað) sig fullkomlega að spilahætti Papa, sem í dag skulu kallaðir Paparnir! (sökum eignarréttar)

(Fallbeyging hinna nýju Papa
nf: Paparnir
þf: Papana
þgf: Pöpunum
ef: Papanna)

Þrátt fyrir að vera nýjir Papameðlimir, hefur prógrammið að miklu leyti náð að halda sjér, utan við kveldið í kveld.
Í kveld stigu á stokk boðaðaðir gestir, sem og óboðaðir, við virkilegan fögnuð áheyerenda.

Skulu gestir hjér með kynntir án stafrófsraðar og lagaraðar, einkum eftir ölvun vorrar:

Einar Ágúst ‹fyrrverandi dópisti› úr ‹Skítamóral› söng áður þekkt lög Papanna eftir Jónas Árnason.
Gylfi Ægisson söng lög af nýútkominni plötu Papanna, sem hans lög ber og hlýtur að launum nafnið: Ég verð að dansa
Eigi má gleyma Kidda úr Kung Fu sem hjélt upp á verðandi brúðkaup sitt með laginu I Was Made For Loving You með hinum sígildu KISS
Síðan kom Bryndís með stórkostlegu Janis Joplin röddina, en hún syngur einmitt fyrir áðurnefnda söngkonu í tónleik, tileinkuðum áðurnefndri Janis Joplin, en einnig úr hinum vinsæla Tina Turner söngleik, er vinsældm átti að fagna á Broadway, hjér á Fróníu!
Síðast, en alls ekki síst, sem að sjálfssögðu efstan skyldi telja, var sjálfur Jesús H., Buffari mikill, Guðmundsson, en spilaði hann og söng meira og minna hálfa dagskrá kveldsins. Eigi gat sjálfur Sússi spillt á gleði vora, nema að lagt vorri ósk um óskalag, yrði mögulega spillt.
En að sjálfssögðu heyrðu vorir dýrkendur til oss og bænheyrðu oss. Næst síðasta lag kveldsins var einmitt beint til oss, en, það var eitt vinsælasta Papalag frá upphafi; The Devil Went Down To Georgia og hneigðum vjér oss að sjálfssögðu af mikilli innlifun yfir fiðluleik meistara Dan Cassidy og síðar miklu dýpra tapi yfir jarðarbúa, er kunni á víólíu!

Eins og fram hefir áður komið, var þetta eigi best spilaða Papaball er vjér höfum upplifað, en þó engu að síður hið skemmtilegasta!
Í kvöld var óvenju mikið af óvæntum uppákomum, er vörpuðu bjarma á annars skemmtilegasta Papaball er vjér höfum upplifað!

Jég vil bara þakka fyrir mig!!

Bandingi, hvar ertu??

   (1 af 20)  
7/12/08 03:00

Sloppur

Vjér kennum mikilli ölvun um ritvillur í téðu fjélagsriti!

7/12/08 03:01

Jóakim Aðalönd

Skál og prump!

7/12/08 03:01

Regína

Það er alveg hægt að leiðrétta ritvillur í félagsritum.

7/12/08 03:02

Sloppur

Þær hafa hjér með verið leiðrjéttar að mestu. [Glottir eins og fífl]

7/12/08 04:00

Jarmi

Ég legg til að hljómsveitinni verði bannað að nota hinn ófagra bókstaf 'p' í upphafi orða. Held ég að það yrði þeim og öðrum til mikillar auðveldunar þegar kemur að hinum óumdeilanlega blekkingaleik sem á sér stað þegar boðað er til dans-sleiks. Fjandinn hafi það.

7/12/08 04:00

Ívar Sívertsen

Paparnir í fáum orðum: alltaf eins, ekkert frumlegt.

7/12/08 04:01

Huxi

Hetu their ekki einu sinni ¨The mamas and the papas¨?

7/12/08 05:01

Vladimir Fuckov

Til viðbótar tillögu Jarma leggjum vjer til að jafnframt verði óheimilit að hafa 'p' inni miðju í orði og að í tilvikum þar sem tveir eins stafir koma í röð beri að rita slíkt sem einn samsvarandi staf sje slíkur stafur til. Síðan þarf að ræða um hvort sleppa beri erlendum bókstöfum komi þeir fyrir í nafni eftir beitingu þessara reglna.

7/12/08 01:01

Offari

Er þetta Papaball eitthvað skylt paintball?

Sloppur:
  • Fæðing hér: 10/10/05 02:09
  • Síðast á ferli: 12/7/16 21:36
  • Innlegg: 2546
Eðli:
Ferðasloppur sem aldrei getur setið lengi kyrr!
Fræðasvið:
Er nokkuð víðlesinn, en þó einna helst á Ísfólkið! Hef lagt stund á klæðafræði og klæðaleysisfræði! Er með Doktors- og Mastersgráðu í klæðum og afklæðum!
Æviágrip:
Fæddist fyrst sem grenitré á Steinöld hinni síðari, sem til að koma í veg fyrir allan misskilning síðar var kölluð Steinsmuga. Var látinn vaxa í 12 ár og var þá höggvinn niður og notaður í klósettpappír.
Önnur tilvistarkreppan var árið 1885 f.Kr og fæddist þá sem gömul, sjúkdómasjúk mjólkurfata. Lést árið 1884 f.Kr. eftir að fjósamaðurinn reyndi að fleka geldneytið. Kramdist undir fjósamanninum.
Hannyrðingurinn Aristóteles kom með snið til föður míns og bað hann að hanna á sig eitthvað annað en þennan bévaða kufl sem faðir minn hannaði svo eftirminnilega árið áður. Hann vildi fá eitthvað sem hægt væri reyra jafnt að sér, sem og að losa um eftir miklar máltíðir.
Afraksturinn varð ég. Ég er allra fyrsti sloppurinn í mannheimum!