— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Sloppur
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/05
Betra seint en aldrei; Hódánskýrsla!!

Mjög svo óreglulegar færslur úr hinni kynngimögnuðu dagbók Sloppsins.. "Bandingi á Ferð!"

Kæru Gestapóar, nær og fjær!

Núna síðasliðið föstudagskvöld, var haldið heljarinnar MiðnæturSveitasöngvaHódán, þar sem hin undurfrábæra Köntrísveit Baggalúts lék fyrir fullum sölum ásamt leynigestum.

Hélt Þarfagreinir "Þarfaþing" af því tilefni og bauð þeim er vildu koma og deila með sér kósý kvöldstund áður en herlegheitin byrjuðu.

Mætti undirritaður allsmeykur og feiminn á sinn fyrsta hitting þetta kvöld, en með mikilli innbyrtingu á frostlegi og opnum hjörtum Gestapóa, var feimnin ei lengi til staðar!

Á fyrra "Þarfaþing" mættu utan gestgjafans og undirritaðs, Tumi Tígur (hinn mikli), aulinn (með "skilríkin"), Bangsímon (rólyndisbangsinn) og Lærði-Geöff (þó nokkuð bókvit þar).
‹eigi man undirritaður eftir fleiri Gestapóum á fyrra þingi›

Er fram liðu stundir og leið að Hódáni, var ákveðið að fara á tveimur jafnvöltum á Baggatorg, þó með stuttri viðdvöl í helli Tuma Tígurs, þar sem fyllt var á frostlögsbirgðir.
Er á Baggatorg var komið, ákváðu undirritaður og Tumi að stofna hinu frægu "Biðröð", en voru umsvifalaust reknir inn af þungvopnuðum vörðum ‹Voru þeir á vegum Vladimirs??›.
Eftir töfrandi og mikilfenglega innkomu undirritaðs og Tuma á dansgólfið ‹valhoppað hönd í hönd› hitti undirritaður enn fleiri Gestapóa, því á staðinn voru komin þau Heiðglyrnir og Anna Panna. ‹aftur man undirritaður eigi eftir fleirum›
Fljótlega bættist Tina St. Sebastian þó í hóp hinna útvöldu.

Hófst svo Hódán með pompi og prakt laust eftir miðnættið og þustu Gestapóar sem og aðrir gestir (nokkru seinna þó) út á dansgólf, þar sem djöflast var og öllum góðum látum látið með hléum þar til yfir lauk seint á þriðja tímanum. Enn voru Gestapóar þyrstir í frostlög og var því ákveðið að skakkalappast á hið síðara "Þarfaþing" það kvöldið! Þó gátu eigi allir séð sér fært að mæta á "Þarfaþingið", þar sem Lærði-Geöff og aulinn stöldruðu eigi lengi við á Hódáninu og hurfu á braut hönd í hönd!
Hitti undirritaður einnig og hristi spaða Enters og reyndi að kalla til Núma og Spesa, en var kæfður í frostlegi!

Eigi hefur undirritaður meira minni en svo að þetta er allt sem þessi kvöldstund geymir í minni!

En, nei Anna Panna mín, eigi hef ég gleymt þér elskan! Þó er gjöfin enn í vinnslu, en afhendist innan tíðar, þegar allt hefir verið upp fundið!

Hafi einhver frekari upplýsingar, smáatriði eða finnst of mikið af þeim, eru frjáls framlög upplýsinga sett inn hér að neðan!
‹Fram skal tekið fram að pistill þessi er skrifaður undir áhrifum neyslu frostlagar og "Ballantines" á rípít›

   (13 af 20)  
4/12/05 03:02

Sloppur

Á meðan ég man! Hvenær verður næsti hittingur?

4/12/05 03:02

Herbjörn Hafralóns

Alltaf er maður að missa af einhverju.

4/12/05 03:02

Offari

Ég var þarna í huganum. Gleðilegt að heyra um Lærða og aulann, þessar fréttir verða umtalaðar á mínum vinnustað.

4/12/05 03:02

Sloppur

Já elsku tröllið mitt.. endilega látið oss vita af framvindu mála þarna í Sléttiefnaverkssmiðjunni!

Einnig komumst vjér að því að við erum frá sama stað! (samkvæmt Lærða)

4/12/05 03:02

Stelpið

Greinilegt að greddan er ennþá allsráðandi á Gestapóahittingum. Verð að fara að kíkja á svoleiðis.

4/12/05 03:02

Hundslappadrífa í neðra

Hurru nú, á að fara að gefa öðrum konum gjafir? Elskarðu mig ekki lengur! <snökkt>

4/12/05 03:02

Sloppur

"Upp komast svik um síðir" sagði einhver spekingurinn fyrr á öldum, en eigi er um slíkt að ræða í þetta skiptið, þar sem Anna Panna bað náðsamlegast um slopp, þar sem hún hafði aldrei fengið slíkan frá oss ástin mín! Aldrei mun mér detta í hug að svíkja yður! [hneigir sig djúpt og kyssir á hönd sinnar heittelskuðu]

4/12/05 03:02

Hundslappadrífa í neðra

"roðnar" Æ fyrirgefðu kæri Sloppur, ég mátti svossem vita að þú myndir ekki svíkja mig. Það er nú samt svo að þegar maður er langtímum fjarverandi grefur óöryggið um sig. "hleypur upp um háls slopps og gefur honum rembingsknús"

4/12/05 03:02

Sloppur

[Er rembingsknúsaður]

Aldrei mun ég svíkja þig ástin mín, því þrátt fyrir mikla fjarveru, eruð þér sú eina sem vjér munum reyna að vefja saman reipum!
Hvernig líst þér á að halda brúðkaup okkar brátt ástin mín?
[byrjar að plana]

4/12/05 03:02

Hundslappadrífa í neðra

Sé ekkert því til fyrirstöðu... en okkur vantar enn einhvern til að gefa okkur saman. Að heiðnum sið að sjálfsögðu.

4/12/05 03:02

Aulinn

Hann var að fylgja mér í leigubíl!

[Horfir flóttaleg í kringum sig, reynir að ná athygli af viðburðum kvöldsins með því að sína stærðarinnar vörtu á rassinum á sér]

4/12/05 03:02

Hundslappadrífa í neðra

[lætur glepjast af vörtunni] jedúddamía minn eini... [sækir glóandi skörung] Á ég að losa þig við þetta ?

4/12/05 03:02

Sloppur

[Verður hræddur við skörunginn]Er þetta hinn eini sanni??

Lætur þó eigi glepjast, þar sem aulinn og Lærði-Geöff töluðu "all mikið" saman morguninn eftir!

[sendiði mér einkapóst um atburðina!]

4/12/05 03:02

Aulinn

[Skilur ekki neitt]

Ég er sko bara barn.

4/12/05 04:00

Sloppur

Hafa þeir er voru viðstaddir ekkert við þetta að athuga, þ.á.m. Lærði-Geöff?

Aulinn minn.. Þó svo þú skiljir ekki neitt, skiljum við, þau er vorum á staðnum allt saman! Við vonum bara að vartan sé eigi smitandi! [Finnur sér sóttvarnarbúninginn sinn og bendir sinni heittelskuðu á sinn]

Eigi getið þjér talist barn lengur, minn kæri auli, þar sem meydómur yðar er í mikilli hættu [miðað við "Æviágrip" yðar!]

En, á öðrum nótum... Hverja okkar slóstu aftur til riddara þetta kvöld, með Sverði yðar sem Tumi lét yður í té og gleymdist síðar á Baggatorgi?

Og til þeirra sem með oss voru kveld þetta.. Hvað gjörðum vjér við "MJÖLNI" er vjér fundum á leið oss til Baggatorgs??

4/12/05 04:00

Bangsímon

Já, þess má geta að "rólyndisbangsinn" fór, án þess að kveðja, snemma heim með tveim huggulegum miðaldra konum sem hann tældi á tónleikunum. Þannig að ég var ekki alla tónleikana né heldur á seinna óþarfaþinginu.
Greddan leynist víðar en á Gestapó, get ég sagt ykkur. [Starir þegjandi út í loftið]

4/12/05 04:00

Aulinn

Það voru Þarfi, Lærði, Tumi, Sloppur og Bangsi... það er ég held.

Og meydómur minn verður ekki til umræðu hérna takk fyrir.

Já Bangsi, greddan leynist allstaðar.

Og Lærði er ekki til.

4/12/05 04:00

Sloppur

Já, þess má geta að rólyndisbangsinn hvarf mjög svo skyndilega; svo skyndilega að undirritaður tók eigi eftir því! [skammast sín mjög]
[Starir einnig út í loftið, en aðallega á þá, sem enn eiga eftir að svara fyrir sig!]

4/12/05 04:00

Aulinn

Lærði-Geöff er uppspunni frá rótum!

4/12/05 04:00

Sloppur

[Sér ræturnar] Eigi telst þetta alveg satt!

4/12/05 04:00

Aulinn

Sloppur! Þú gleymdir að minnast á það hvað aulinn var afskaplega kynþokkafull, glæsileg og virðuleg þetta kvöld!

4/12/05 04:00

Bangsímon

Obbobobb auli minn! þú veist vel að það má ekki ljúga á internetinu.

4/12/05 04:00

Sloppur

Aulinn og Bangsímon!

Eigi má undirritaður segja neitt svoleiðis, þar sem vjér erum lofaðir! [hugsar hlýtt til Drífu sinnar]

4/12/05 04:00

Jarmi

Eruð þið öll á blússandi lyfjarússi og eilífðarfylleríi?

4/12/05 04:01

Aulinn

Auðvitað.

4/12/05 04:01

Jarmi

Gott gott.

Sloppur:
  • Fæðing hér: 10/10/05 02:09
  • Síðast á ferli: 12/7/16 21:36
  • Innlegg: 2546
Eðli:
Ferðasloppur sem aldrei getur setið lengi kyrr!
Fræðasvið:
Er nokkuð víðlesinn, en þó einna helst á Ísfólkið! Hef lagt stund á klæðafræði og klæðaleysisfræði! Er með Doktors- og Mastersgráðu í klæðum og afklæðum!
Æviágrip:
Fæddist fyrst sem grenitré á Steinöld hinni síðari, sem til að koma í veg fyrir allan misskilning síðar var kölluð Steinsmuga. Var látinn vaxa í 12 ár og var þá höggvinn niður og notaður í klósettpappír.
Önnur tilvistarkreppan var árið 1885 f.Kr og fæddist þá sem gömul, sjúkdómasjúk mjólkurfata. Lést árið 1884 f.Kr. eftir að fjósamaðurinn reyndi að fleka geldneytið. Kramdist undir fjósamanninum.
Hannyrðingurinn Aristóteles kom með snið til föður míns og bað hann að hanna á sig eitthvað annað en þennan bévaða kufl sem faðir minn hannaði svo eftirminnilega árið áður. Hann vildi fá eitthvað sem hægt væri reyra jafnt að sér, sem og að losa um eftir miklar máltíðir.
Afraksturinn varð ég. Ég er allra fyrsti sloppurinn í mannheimum!