— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Sloppur
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/04
Uppþot í Öryggisfangelsinu Höfn!

Óreglulegir vikupistlar úr hinni kyngimögnuðu dagbók Sloppsins. \'Bandingi á Ferð\'

Kæri Bandingi!

Nú hef ég sko sitthvað að segja þér!

Afleiðingar flóðanna hér um síðustu helgi létu ekki standa á sér, frekar en aðrir, en eftir allt þetta vatn (sem nú er reyndar farið) fór rafmagnið af Öryggisfangelsinu í nokkrar sekúndur. Skipti þá engum togum að margir fanganna brjáluðust á geði, enda flestir þeirra myrkfælnir með afbrigðum og efndu til uppþota innan múranna.

Var uppþotið þó fljótlega þaggað niður af Fangelsismálaráði Hafnar (FH) með rjúpna- og gæsaskyttum.

Eftir að ró komst á og hausatalning hafði farið fram, uppgötvaðist að horfið höfðu 4 fangar í öllum látunum. Voru strax kallaðar til allar rjúpna, gæsa- og prestaskyttur svæðisins, sem og öflugir leitarhundar, sem eru allir af hinu illræmda kyni Pommeranian og hræðast þá allir óvinveittir með réttu, því enn er í fersku minni allra hér atvikið í fyrra, þar sem einn þessara bandbrjáluðu hunda hljóp uppi mann sem hafði stolið hlaupbangsa úr innanmúraversluninni. Náði hundkvikindið þjófnum og þvældist fyrir löppunum á honum, með þeim afleiðingum að hann féll fram fyrir sig, beint á andlitið og mölvaði höfuðkúpuna!

Fljótlega eftir að fréttist af eftirför hundanna, gáfu allir flóttafangarnir sig fram nema einn, en hans er enn leitað. Þó er búist við að hann muni líka gefa sig fram á allra næstu dögum, sökum hælsæris, en skóbúnaður hans var víst ekki upp á marga fiska. Er talið að hann hafi verið berfættur í 25 ára gömlum gúmmískóm af föður sínum, sem lést úr hælsæri, einnig á flótta úr Öryggisfangelsinu.

Eigi fleira markvert hefir gerst þessa vikuna, nema þó að fengum við fangar heimsókn í gær. Var það enginn annar en Davíð Oddsson, en hann var að kynna nýjustu hasarmyndina sína; 'Baugur og Ég', sem skartar þeim Jóni Ásgeir og Nicole Kidman í aðalhlutverkum.

En það verður þá ekki fleira að sinni minn kæri Bandingi.
Sloppur! ‹farinn að æla á mynd af Nicole Kidman›

   (18 af 20)  
31/10/04 23:01

Hundslappadrífa í neðra

Er allt í lagi með þig elskan? Maður fer bara að hafa áhyggjur af þér í þessu ómenningarpleisi...

31/10/04 23:02

Offari

Ég sem hélt að Sloppur væri sloppinn

31/10/04 23:02

Vladimir Fuckov

Sloppur - hvort eruð þjer aftur fangi eða fangavörður þarna ?

31/10/04 23:02

Sloppur

Ég þakka umhyggjuna elskan mín, en á meðan ég hef vit á að láta lítið á mér bera, beygja mig fram á réttum stöðum og sitja öllum öðrum stundum við sloppasaumaskap, er lítið að óttast!

Eigi erum vjer sloppnir enn, en höldum samt í vonina.
Vjer erum víst fangi á óforbetrunarbæli þessu.

1/11/04 04:00

Hundslappadrífa í neðra

Sloppur hvar ertu...

Sloppur:
  • Fæðing hér: 10/10/05 02:09
  • Síðast á ferli: 12/7/16 21:36
  • Innlegg: 2546
Eðli:
Ferðasloppur sem aldrei getur setið lengi kyrr!
Fræðasvið:
Er nokkuð víðlesinn, en þó einna helst á Ísfólkið! Hef lagt stund á klæðafræði og klæðaleysisfræði! Er með Doktors- og Mastersgráðu í klæðum og afklæðum!
Æviágrip:
Fæddist fyrst sem grenitré á Steinöld hinni síðari, sem til að koma í veg fyrir allan misskilning síðar var kölluð Steinsmuga. Var látinn vaxa í 12 ár og var þá höggvinn niður og notaður í klósettpappír.
Önnur tilvistarkreppan var árið 1885 f.Kr og fæddist þá sem gömul, sjúkdómasjúk mjólkurfata. Lést árið 1884 f.Kr. eftir að fjósamaðurinn reyndi að fleka geldneytið. Kramdist undir fjósamanninum.
Hannyrðingurinn Aristóteles kom með snið til föður míns og bað hann að hanna á sig eitthvað annað en þennan bévaða kufl sem faðir minn hannaði svo eftirminnilega árið áður. Hann vildi fá eitthvað sem hægt væri reyra jafnt að sér, sem og að losa um eftir miklar máltíðir.
Afraksturinn varð ég. Ég er allra fyrsti sloppurinn í mannheimum!