— GESTAPÓ —
Félagsrit:
Skari
Óbreyttur gestur með  ritstíflu.
Dagbók - 1/11/07
Ég drap konunginn

Blóð konungsins er á mínum höndum.

Það var í maí sem við fórum tveir saman í leynilegum erindagjörðum til Svörtustu Afríku, en aðgerðin verður hér með gerð opinber. Planið var að leggja Dýraríkið endanlega undir Baggalútíu.
Þetta virtist einfalt við fyrstu sín. Hakuchi keypti handa mér ljónabúning og sendi mig á vettvang. Þetta gekk smurt fyrir sig. Ég sannfærði hýenurnar um að Hakuchi myndi gefa þeim stöðu í baggalútíska hernum ef þær myndu ganga til liðs við okkur, þær voru hugsaðar sem eins konar reiðskjótar fyrir leðurdvergana. Í kjölfarið fleygði ég Múfasa niður í gljúfur, rak Simba burt og tók mér konungsvald fyrir hönd Hakuchis. Við höfðum frelsað Dýraríkið undan ógnarstjórn Múfasa, en það sem fáir vita er að hann var í raun grimmur eiturlyfjabarón með einræðisvald sem fjármagnaði sína stjórn alfarið með því að selja antilópum gras á uppsprengdu verði.
Allt lék í lyndi, stjórnunin gekk vel og okkur tókst að nýta náttúruauðlindirnar til hins ítrasta. Við höfðum hagnast mjög á þessu.
En þá þurfti þessi helvítis Simbi að koma aftur! Í stuttu máli sagt var gerð bylting, Simbi gerðist svo ótuktarlegur að henda mér niður fjallsbrún og hýenurnar sviku mig. Mér tókst samt að komast úr búningnum á einhvern ótrúlegan hátt og skríða í burtu á meðan hýenurnar tættu dulargerfið í sig.
Á þessu stigi málsins var kominn júlí. Ég hafði samband við Hakuchi og sagði honum hvernig fór. Við höfðum í sjálfu sér alveg grætt nógu mikið en við urðum að koma fram hefndum. Hálfur mánuður og framhaldsmynd um Simba og félaga leið áður en við létum til skarar skríða....

...

ÆJ , þetta var allt svo óreiðukennt...

Við ruddumst inní Ljósukletta, hann með Katanasverðið sitt og ég með sprengjuvörpuna mína og gullhúðaða AK-47 riffilinn sem ég stal af fyrrverandi stríðsherra í Sómalíu. Við drápum allt sem fyrir varð, við erum ástæðan fyrir því að ljón eru nú í útrýmingarhættu. Höfuð og líkamspartar flugu út um allt, blóðið flæddi upp fyrir hné og þegar ég var búinn að ljúka mér af á sprengjuvörpunni er ekki nema von að klettarnir hafi byrjað að hrynja. Í allri óreiðunni týndi ég Hakuchi, ég reyndi að finna hann en að lokum þurfti ég að hugsa um eigin skinn og flýtti mér út.
Í heila viku án vatns og matar leitaði ég í rústunum að Hakuchi, en allt kom fyrir ekki. Að lokum fann ég þó Katanasverðið og ég er með það hérna með mér.

Mér þykir leitt að tilkynna ykkur það, en konungurinn er látinn. Fyrir kaldhæðni örlaganna var það af minni hendi, manninum sem átti einmitt að koma í veg fyrir að slíkt yrði möguleiki.

Af þessum ástæðum hef ég haldið mig í felum, en nú er ég kominn fram og þið megið finna viðeigandi refsingu.

‹Réttir fram hendur og bíður eftir að verða sendur í gapastokkinn›

   (1 af 1)  
1/11/07 18:02

Hóras

Gerir þetta þig ekki að réttmætum arftaka?

1/11/07 18:02

Ívar Sívertsen

LIFI HLEWAGASTIR KONUNGUR!

1/11/07 18:02

krossgata

hlewagastiR á þá harma að hefna að þú skyldir drepa föður hans. Er ekki óvarlegt að tilkynna þetta svona?

1/11/07 18:02

Skari

Nú veit ég ekki hvernig lög um erfðarétt eru í þessu ríki, hvort ég hafi eitthvað tilkall til þessa rosalega titils. Þ.e. hvort að hugsanleg blóðtengsl skipti öllu máli eða hvort að það séu einhver máttur fólginn í því að halda á sverðinu. Það er einfaldlega ykkar að ákveða.

Og jú, hlewagastiR á vissulega harma að hefna og ég býst við því að verða hálfshöggvin á hverri stundu.

1/11/07 18:02

Fergesji

Þér hafið þó sverðið.

1/11/07 18:02

Don De Vito

Hvur andskotinn?! Þetta eru skelfileg tíðindi! [Verður klökkur]

Ég er eiginlega bara orðlaus og veit ekki hvað segja skal...

Þetta reyndar hljómar svolítið eins og slys, en þú DRAPST SAMT KONUNGINN!

[Verður ringlaður] Ég held að það sé best að bíða álits forseta og helst keisara líka, en allra helst vil ég heyra hvað hlewagastiR hefur að segja um þetta mál.

1/11/07 18:02

hlewagastiR

Föður míns verður hefnt. HEFNT!

1/11/07 18:02

Ríkisarfinn

*Hóst, hóst*

1/11/07 18:02

Jarmi

Uuuuuuuu, Jarmi... kóngur... já.

Skari:
  • Fæðing hér: 9/10/05 12:01
  • Síðast á ferli: 18/11/08 23:10
  • Innlegg: 31
Eðli:
Skæruliði. Alltaf ákveðinn, gerir nánast allt fyrir peninga. Ýmist kallaður ,,drekabaninn'' vegna snilli sinnar í því að sprengja skriðdreka eða bara einfaldlega Skari skæruliði.
Annars mikill glaumgosi og partýljón þegar hann þarf ekki að vera að drepa fólk. Fellur fyrir flestu sem hefur brjóst og ekkert á milli fótanna.
Fræðasvið:
Sprengjur, alls konar skotvopn og sprengjur. Líka reykingar.
Æviágrip:
Fæðingastaður: óþekktur.
Hefur tekið þátt í öllum stríðum sem heimurinn hefur séð frá Fyrra Persaflóastríði og þá yfirleitt með báðum aðilum í hvert skipti fyrir sig. Berst fyrir þann sem borgar best. Komst að því árið 2005 að Baggalútía borgar best. Hefur þjónað henni síðan.