— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 1/11/05
Helgi

„Nú verður gaman“

Umræður og frábærlega skemmtilegt klúður á föstudagskvöldi tengt bókstaf hins illa, tímavjel er reyndist við nánari skoðun sjerlega skemmtilegt fyrirbæri - skál ! -, nokkuð um að bjór væri hellt á gesti (talið er að það hafi yfirleitt gerst óvart), forrjettur er að hluta til skaust á nálæga gesti, laumupúkar, spurningakeppni, (enn) fleiri tölvunördar en vjer hjeldum, vel heppnuð skemmtiatriði, - skál ! - Texi sem var út um allt, drykkja, skrumgleypar, einstaklega nördalegar (slíkt er yfirleitt gaman) umræður um stöðu Plútós og um DNA/RNA, skemmtilega kynnt kosningaúrslit, mjög góður veislustjóri, - skál ! - gervieldsvoði, vel heppnuð al-baggalútísk/gestapóísk hljómsveit, gítarglamur, sjerlega gott Hexiukakó, gamalkunnir gestir svo og ný andlit er gaman var að sjá, 'borðþræðir', hætta á að vera etinn af öðrum gesti, - skál ! - ósk um sænskar kjötbollur á staðinn vegna síðustu athugasemdar, fínn matur, leigubílaskortur.

Árshátíðarnefndin verðskuldar þakkir fyrir svo vel heppnaða árshátíð að fjarvera ritstjórnar kom að vjer teljum lítt að sök (þó eflaust hefði verið enn skemmtilegra hefði hún verið á staðnum). Vonandi hefur nefndin skemmt sjer vel líka þrátt fyrir miklar annir. Dagskráin var vel heppnuð og vel 'baggalútísk' og það var vel til fundið að hafa tímavjel á staðnum (hefði þó mátt vera án bókstafs hins illa). Hljómsveitin Kóbalt stóð vel fyrir sínu langt fram á nótt.

Skál !

   (21 af 102)  
1/11/05 15:01

Tina St.Sebastian

Ég hélt að þetta fjallaði um hvarf þriðja bakkabróðurins...en skál samt!

1/11/05 15:01

Þarfagreinir

Ég vissi strax um hvað þetta fjallaði, en góður punktur engu að síður, Tina.

Skál!

1/11/05 15:01

Offari

Skál vjer skemmtum okkur líka vel.

1/11/05 15:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ís, plís, pólís!

Að vísu forðaðist ég þennan forrét, og heyrist það hafa verið fyrir bestu miðað við eftirheimildir um árásargirni hans.

Annars þakka ég fyrir mig, og gaman að hitta þig!

1/11/05 15:01

Anna Panna

Annir Önnu við að annast ykkur kom ekki í veg fyrir prýðisgóða skemmtun, skál kæri forseti!

1/11/05 15:01

Golíat

Má ég leiðrétta þig Rýtinga; Pólís, pólís, pylsur og ís!
Vona að þið hafið jafnað ykkur öll eftir hamfarirnar.

1/11/05 15:01

Tigra

Takk sömuleiðis Vlad!

1/11/05 15:01

Jóakim Aðalönd

Skál!

1/11/05 15:01

B. Ewing

Skemmtunin gat vart verið skemmtilegri í mínum augum. Keðjuræðuhöldin mín fóru að vísu örlítið fyrir ofan garð og neðan, en voru engu að síður prýðisgóð er skrið komst á gestina. [Ljómar upp]

1/11/05 15:02

Hexia de Trix

Árásargirni forréttarins kom ekki að sök þar sem ég hafði svona líka fyrirtaks sessunaut. [Ljómar upp]

1/11/05 15:02

Ívar Sívertsen

Ég þakka hlý orð forsetans í garð stórhljómsveitarinnar Kóbalts. Því miður afboðaði 30 manna strengjasveitin sig á síðustu stundu sem og 60 manna karlakórinn. Við reyndum því að vinna úr því sem til var. Þessi redding heppnaðist samt ágætlega og má búast við því að Kóbalt skjóti upp kollinum einhvers staðar og leiki létt lög af hljómplötum fyrir landslýð.

1/11/05 16:00

Heiðglyrnir

Þakka fyrir og sömuleiðis. Riddarakveðja.

1/11/05 16:02

Sundlaugur Vatne

Þakka yður fyrir, kæri forseti. Skemmtilega reifuð árshátíð vor.

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.