— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friđargćsluliđi.
Heiđursgestur og  sagnaţulur.
Gagnrýni - 3/12/04
Plastumbúđir, minni og heilabú

Umbúđaţjóđfjelagiđ í hnotskurn

Hvers vegna í moldríkum, minnislausum minkum ţurfa sumir smáhlutir ađ vera í svo rammgerđum umbúđum ađ eigi er nokkur leiđ ađ ná ţeim úr ţeim án ţess ađ beita til ţess áhöldum úr málmum eđa öđrum sterkbyggđum efnum (demantar myndu henta vel) ? Fyrir skömmu gripum vjer til ađgerđa er miđuđu ađ ţví ađ gera oss auđveldara ađ stela svo lítiđ beri á gögnum úr nálćgum tölvum ef vjer komum auga á eitthvađ merkilegt í ţeim. Fjárfestum vjer ţví í sk. USB-minnislykli. Skemmst er frá ađ segja ađ hann var innpakkađur í svo harđar og vandlega samanfestar plastumbúđir ađ eigi sáum vjer neina leiđ til ađ opna umbúđirnar međ höndunum án ţess ađ eiga á hćttu ađ stórskemma innihaldiđ. Gripum vjer ţví til nálćgs hjálpartœkis úr málmi, ţ.e. skrúfujárns. Örstuttu síđar, eftir eina smá skeinu á fingri, lítilsháttar átök og algjöra eyđileggingu umbúđanna tókst ćtlunarverk vort og vjer gátum stoltir hafist handa viđ ađ stela gögnum.

En svona plastumbúđum getum vjer einungis gefiđ eina stjörnu og er ţađ fyrir ađ hlífa innihaldinu nokkuđ vel. Vilji hinsvegar svo illa til ađ ţađ sjeum vjer sem sjeum svo tregir ađ sjá eigi hvernig unnt er ađ opna svona umbúđir á einfaldari hátt á ţessi stjörnugjöf viđ um heilabú vort í ţeim tilvikum ţar sem berjast ţarf viđ umbúđir af nákvćmlega ţessari tegund.

   (47 af 102)  
3/12/04 07:01

Finngálkn

Ţađ liggur viđ ađ mađur ţurfi ađ grípa til sprengiefna til ţess ađ opna hlauppokann sinn á nammidögum - ţetta er ótrúlegur fjandi.

3/12/04 07:01

Hakuchi

Mig hefur lengi grunađ ađ umbúđir af ţessu tagi séu til ţess ađ tryggja ađ ekki sé hćgt ađ skila vörunum aftur. Oft bjóđa búđir upp á ađ hćgt sé ađ skila vörum óuppteknum ef einstalingar eru óánćgđir. Oft notar fólk vöruna ađeins, hún hentar máski ekki, ţá pakkar ţađ vörunni aftur í umbúđirnar og skilar svo. Nú eru ţessar umbúđir svo harđgerđar ađ ţađ verđur ađ slátra ţeim til ađ prófa ţćr til ađ byrja međ. Ţannig ađ ţetta er eins konar Catch 22.

3/12/04 07:01

Júlía

Rammgerđar umbúđir ţekki ég af eigin raun. Ţví hef ég tamiđ mér ađ ganga ćvinlega demantskreytt, ţar sem skrúfjárn og skćri eru ekki allstađar vel séđ.

3/12/04 07:01

Galdrameistarinn

Var einmitt ađ fjárfesta í hjálpartćki sem var innpakkađ í ţar til gerđar umbúđir er ţér minnist á í pistli yđar. Ţví er fljótlegast ađ taka fram ađ ráđist var á umbúđirnar međ öflugum járnaklippum vegna fyrri reynslu af umbúđum sem slíkum. Ónýtum skćrum og nett brjálađri eiginkonu.

3/12/04 07:01

Nornin

Mikiđ er ég sammála ţér Vladimir. Ég keypti einmitt tćki ćtluđ til hlustunar (headphones) um daginn og var í 20 mínútur ađ ná ţeim úr umbúđunum. Ţegar ţađ loks hafđist (međ ađstođ slátrarahnífs og vírklippa) ţá virkađi helv.. drasliđ ekki eins vel og ég hafđi vonađ [brestur í grát] og ekki gat ég skilađ ţví vegna ţess ađ umbúđirnar voru í frumeindum á stofugólfinu.
Bölvađ plast.

3/12/04 07:01

Finngálkn

Kćra Norn: ţú ert náttúrlega bara heimsk kerling sem gćtir ekki kveikt á sjónvarpi án leiđarvísis.

3/12/04 07:01

Ívar Sívertsen

Svo ég taki nú upp hanskann fyrir Nornina ţá verđ ég ađ segja ađ Finngálkniđ ćtti nú ađ taka sig til og lćra mannasiđi og hćtta ađ öfundast út í ţá sem kunna ađ međhöndla sjónvörp og önnur rafrćn tćki.

En hvađ ţetta fjelaxrit varđar ţá er ég hjartanlega sammála! Mađur nćr alltaf ađ rispa viđkomandi hlut eđa skemma á einhvern hátt ţannig ađ ekki er hćgt ađ skila eintakinu. Ţetta er eins og međ rafmagnstćkin međ innbyggđu ábyrgđarklukkunni. sama dag eđa daginn eftir ađ tćkiđ rennur úr ábyrgđ ţá bara blúbb, tćki bilađ eđa ónýtt. Ekkisens markađsmógúlar og mammonsmonster!

3/12/04 07:01

Vestfirđingur

Halló! Sagđi ég smjér? Erum vjer vjérgjarnar? Hvenćr ćtlar ţú ađ lćra ađ tala eins og mađur, stráksi? Ertu ekki farinn ađ taka ţig sjálfan helst til alvarlega? Farinn ađ vanda ţig međ fansí málfari og veseni. Einmitt soldiđ eins og orđabókin. Geturđu ekki slappađ af og ţarftu stöđugt ađ vera tala eins og ţú sért í skjalfrćđi? Hćttu ţessu, takk! Ţađ getur vel veriđ ađ svona talsmáti gangi ţegar selja selja á bló djobb á Búnađarţinginu, en ég meina hu? Taka sig á, strákur!

3/12/04 07:02

Jóakim Ađalönd

Hvernig er ţađ, varst ţú ekki hćttur Vestfirđingur? Ég var a.m.k. ađ vona ţađ.

Félaxritiđ: Hjartanlega sammála.

3/12/04 08:01

Frelsishetjan

Ég hef einnig lent í ţví ađ nćrri ţví brjóta nýja geisladiskinn viđ ađ ná honum úr sínu hólfi. Ţađ er óţolandi ţegar ađ tapparnir (eđa hvađ skal kalla) sem halda geisladisknum í hulstrinu eru svo stífir ađ ef ekki vćri fyrir sveigjanleika disksins ţá mynd ţeir brotna.

Plús ţađ ađ ég kvartađi yfir gölluđum tölvuleik og ţá var ég spurđur hvort ađ ég hafi sveigt diskinn og eitthvađ. Ţví ađ ţađ gćti einmitt skemmt gögnin.

Nei halló ţetta er bara rip off. Mađur ţarf ađ sveigja eđa brjóta diskinn (skemma hann) til ađ ná honum úr hulstrinu og ţá dettur hann úr ábyrgđ...

3/12/04 08:01

Tigra

Ég hef einmitt lent í ţessu sem Frelli er ađ tala um. Ótrúlega pirrandi, ég er alltaf dauđhrćdd um ađ brjóta geisladiskinn.
Annars lenti ég í svona dómsdags plastumbúđum bara núna seinastliđin sunnudag.
Ţađ vildi ţannig til ađ ég keypti mér blekhylki til ađ prenta út ritgerđ, en ţađ var hćgara sagt en gert ađ ná skrattans hylkinu út úr plast draslinu.
Ţađ er óţarfi ađ hafa plastiđ á ţykkt viđ Feita Einbúann!

Vladimir Fuckov:
  • Fćđing hér: 20/8/03 21:21
  • Síđast á ferli: 3/7/20 22:53
  • Innlegg: 19714
Eđli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiđsluráđherra og viđskiptaráđherra Baggalútíu. Ćđstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eđa hvernig sem ţađ nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörđ, slétt föt, hrein trú !
Frćđasviđ:
Rocket science, life, the universe and everything
Ćviágrip:
Vjer fćddumst í Rússlandi, ađ líkindum seint á 19.öld eđa snemma á síđustu öld en munum eigi hvenćr, vorum of ungir er ţađ gerđist til ađ muna eftir ţví. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíđar og vorum óvart nćstum búnir ađ ţurrka megniđ af Síberíu út viđ tilraunageimskot í Tunguska. Ţar vorum vjer ţó heppnir ţvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síđar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfrćđi og efna- og eđlisfrćđi kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyđingarvopnum og flúđum ađ ţví loknu land til ađ stunda tilraunir á eigin vegum víđsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urđu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svađilför mikla til Rússlands og stálum ţar gjöreyđingarvopni ţví er elipton nefnist. Er vopn ţetta núna mikilvćgur liđur í ţví ađ tryggja stöđu Baggalútíu sem stórveldis og hefur ţví stöku sinnum veriđ beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síđan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiđi.