— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Vladimir Fuckov
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 1/12/04
Þróun menningar á Gestapó

Breytingar hafa orðið undanfarna mánuði

Nokkur umræða, mismunandi áberandi, hefur verið undanfarið um að 'menningin' hér á Gestapó sé eigi jafn skemmtileg og áður. Einna mest hefur borið á þessari umræðu meðal þeirra er lengi hafa verið hér. Að ýmsu leyti svipaðar umræður urðu í kjölfar hrekksins fræga í byrjun desember, jafnt á Gestapó sem í einkaskilaboðum. Skoðanir gesta á þessu eru reyndar nokkuð breytilegar, sumir eru verulega svartsýnir á þróun mála en aðrir eru bjartsýnni (vér getum t.d. gerst virkari í Kveðist á ef oss leiðist annarsstaðar hér). Í þessu sambandi (varðandi þróun menningar) má sérstaklega benda á mjög athyglisverð orð Lágkonar hamsturs á eftir þessu félagsriti voru: http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=1688 [tengill] http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=176&n=1688 [/tengill]

Stærstu breytingarnar eru að miklu minna ber á því er stundum hefur verið nefnt 'sýra og absúrdismi'. Söknum vér og fleiri þessa, margt af því minnti á frábærar sápuóperur og annað var skemmtilega 'geggjað'. Má þar nefna allskyns uppákomur í kringum Hakuchi og Júlíu er vér munum eftir, miðbær Reykjavíkur var lagður í rúst til að mótmæla flutningi á þræði, einstaklega vandræðalegt matarboð var í konungshöllinni, gifting keisarans og Frella, frímúrarareglan o.m.fl. Í staðinn er komið miklu meira af umræðum um dægurmál, reyndar á hærra plani en víðast annarsstaðar (þ.e. eigi neitt skítkast og rætnar persónulegar árásir). Slíkt getur bara verið svo leiðinlega hversdagslegt. Vér lendum t.d. í slíkum umræðum utan Baggalúts nánast daglega. Velta má fyrir sér hvort að einhverju leyti sé hægt að snúa þessu við og hvort vilji sé til þess, núna drukkna skemmtilegu þræðirnir oft innan um dægurmálaumræður. Yrði meira um 'skemmtilega' þræði með því að afmarka þá betur við sérstök svæði ? Annað skemmtilegt sérkenni var svo frábært (og stundum sérviskulegt) málfar mitt í öllum fáránleikanum - a.m.k. miðað við það sem sést á t.d. h***.is og víðar og gerði þetta umræðuna enn sérstæðari en ella.

Eigi hefur þó allt versnað, Miðgarður finnst oss eigi verri en var. Ávallt er t.d. gaman að fylgjast með (og stundum taka þátt í) Kveðist á og þar hafa bæst við nýir, mjög góðir hagyrðingar.

Önnur breyting er að kominn er inn nokkuð stór (og líklega ennþá stækkandi) hópur er þekkist utan Gestapó og sem þekktist að því er virðist fyrir komuna hingað. Þetta finnst oss stundum koma óþarflega greinilega fram í umræðunum - hugsanlegt er að gestir utan þessa hóps taki frekar eftir þessu. Einnig finnst oss þetta hafa að vissu leyti minnkað en ekki aukið fjölbreytni því þarna eru t.d. nánast eingöngu nornir í hópi kvenkyns gesta (einhverjar af nornunum finnst oss að mættu með göldrum breyta sér í eitthvað annað til að auka fjölbreytnina). Auk þess eru alteregóin oft ekki jafn 'fáránleg' og áður var algengt og í sumum tilvikum hreinlega komin mynd af viðkomandi gesti. Alteregóin eru því trúlega oft líkari því sem gerist í raunveruleikanum en áður var. Reyndar eru á þessu skemmtilegar undantekningar (tígrisdýr o.fl.). Ástandið er þó gott miðað við það sem er víðast annarsstaðar, umræður eru málefnalegar og eigi skítkast - umræðurnar eru bara ekki jafn skemmtilegar og áður (þetta er reyndar eitthvað spurning um smekk). Þetta getur einnig breytt hittingum þannig að sé 'ójöfn dreifing' í mætingu getur verið að aðallega mæti stór hópur er þekkst hefur lengi utan Gestapó.

Þá hefur undanfarið verið of mikið um að skemmtilegir þræðir 'deyi' á svipaðan hátt og þessi þráður um lútínu, þ.e. þeir fara út í 'vitleysu' langt utan við efni þráðarins: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3986 [tengill] http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3986 [/tengill] . Skorum vér hér með formlega á friðargæsluliða (þ.m.t. oss...) að gera meira af að 'bjarga' svona þráðum með því t.d. að skipta þeim í tvennt.

Síðan væri e.t.v. ráð að afmarka efni skýrar milli svæða hér, t.d. að flytja þræði úr almenna spjallinu sé ótvírætt eigi um 'sýru og absúrdisma' að ræða. Þá er einnig talsvert um þræði í t.d. Baggalútíu er þróast hafa þannig að þeir tengjast málefnum Baggalútíu mjög lítið. Skýrustu dæmin eru Kaffi Blútur og Salernið en dæmin eru fleiri. Leggjum vér hér með formlega til að þessir þræðir verði fluttir annað, e.t.v. í Undirheimana.

Látum vér nöldri þessu svo hér með lokið og verður fróðlegt að sjá viðbrögðin [Flýr ofan í kjarnorkusprengjuhelt neðanjarðarbyrgi er einnig á að standast sýkla- og efnavopnaárásir].

   (52 af 102)  
1/12/04 11:01

Hakuchi

Frábær pistill. Ætla að melta boðskapinn yfir hádegisfyrirlestri um stríð.

1/12/04 11:01

Júlía

Þarfur pistill, kæri Vladimir. Enn og aftur hefur þér tekist að greina vandann og koma með raunhæfar úrbótattillögur.
Umræður á Baggalútíu tengjast nú orðið minnst stjórnskipulagi ríkisins og daglegum rekstri þess.

1/12/04 11:01

Máltíð fyrir 2

Góð grein þó ég taki það til mín að fara oft frá efni greinarinnar

1/12/04 11:01

Golíat

Skál Vlad, skál. Þessi pistill verðskuldar það.

1/12/04 11:01

Þarfagreinir

Mér innst ekkert að því að ræða atburði líðandi stundar hérna, þar sem það er oftast gert á smekklegan og skemmtilegan hátt á Gestapó.

Hvað varðar sýru þá tel ég að skortur á henni sé nú aldrei neinum en okkur sjálfum að kenna. Um að gera að starta einhverri góðri sýru og sjá hvert hún leiðir, ef menn ertu stefndir í það á annað borð.

Að fólk þekkist utan Gestapó finnst mér ekki vandamál, svo lengi sem það reynir eftir besta megni að halda kjötheimaumræðum í lágmarki. Ég hef sjálfur haft þá stefnu að leiðarljósi, og ætla meira að segja að taka mig á hvað það varðar í kjölfarið á þessum pistlingi.

Ég vona að við getum öll lifað hér áfram í sátt og samlyndi og í góðu yfirlæti. Persónulega er ég afar sáttur við Gestapó eins og það er.

1/12/04 11:01

Hexia de Trix

Ég vil byrja á að þakka forsetanum góð og væntanlega þörf orð. Örfá atriði af því sem hann setur réttilega út á get ég tekið til mín og mun ég byrja strax að finna leiðir til úrbóta, mér og vonandi fleirum til ánægju og yndisauka.

Þó vil ég taka það sérstaklega fram að ég þekkti hinar nornirnar ekki fyrir fram þegar ég skráði mig fyrst á Gestapó. Hvort aðrar nornir hafi þekkst fyrir get ég ekki tjáð mig um. Reyndar þekkti ég aðeins einn Gestapóa fyrirfram, öðrum hef ég kynnst (misvel reyndar) eftir komuna hingað. Einnig hefur það gerst að eitthvert alteregóið reynist svo alveg óvart vera persóna sem maður þekkir úr kjötheimunum. Það er þó líklega ekki hægt að koma í veg fyrir að slíkt gerist því líkur sækir líkan heim eins og við vitum.

Að lokum vil ég taka undir óskir um meiri sýru og absúrdisma, en eins og með svo margt annað þarf að minnsta kosti tvo eða fleiri til - það er hæpið að maður geti haldið úti sýrunni ef aðrir svara á of "rökréttan" hátt.

1/12/04 11:01

Ívar Sívertsen

Góður pistill kæri leiðtogi. En ég er þér algerlega ósammála um Kaffi Blút og Salernið. Öll siðmenntuð samfélög eiga sér kaffihús þar sem fólk getur hittst til að láta tímann líða og skemmt sér. Salernið er eins konar vettvangur fyrir þá sem þurfa að láta hugleiðingar og athafnir í þá áttina frá sér, það er líka eðlilegur hlutur í öllum samfélögum. Ef Baggalútía á að vera án kaffihúss og almenningssalernis neyðumst við til að láta okkur leiðast og þurfa að halda í okkur þar til út Baggalútíu er komið. Þetta kann að hljóma eins og að ég sé að fíflast en mér er fúlasta alvara!

1/12/04 11:01

Skabbi skrumari

Ég er að sjálfsögðu sammála Vladimir eins og alltaf...
Svo ég nefni nokkur svæði:
Umræða um málefni líðandi stundar á vel heima á Efst á baugi og endilega dæla inn efni þar, það hefur lítið verið að gerast þar.
Eitt af mínum uppáhaldssvæðum, þ.e. Vísindaakademían má verða súrari og aktívari.
Hef enga skoðun á Baggalútíu og þeim stöðum sem eru þar, en vissulega þörf umræða.
Kveðist á er í andlegri lægð, líklega lítið hægt að gera í því nema að mæta og kveðast á og vona að það batni.
Leikir eru margir hverjir í lægð og verða menn að fara að búa til fleiri nýja og skemmtilega leiki.
En það sem helst þarf að gerast til að Gestapó bætist, er að allir leggist á eitt og geri sitt til að búa til góða þræði og leggja þannig línurnar að skemmtilegum umræðum... Skál og út með kjötheimaumræðu nema í Einkaskilaboð ef menn hafa ekki MSN og annað slíkt...

1/12/04 11:01

Tigra

Vei! Ég er skemmtileg undantekning!
Annars vil ég nú benda á að ekki er öll sýra búin.. til að mynda fannst mér skemmtilegt hvernig það þróaðist þegar við fórum í snúsnú á Kaffi Blút í gær og Herbjörn týndi sínu innra barni, sem Hexia fann og við ætluðum að senda það í leigubíl á eftir honum en Smábaggi náði því á undan og mun ætla sér að ala upp innra barn Herbjarnar í glæpsamlegu líferni.

1/12/04 11:01

Frelsishetjan

Mér fannst ekki minnst nægjanlega á mig og mína dýrð. Þetta þarf að laga og ættu allir pistlar að kafa djúpt í minn mikilfengleika og dýrð. Annars var þetta ágætur pistlingur.

1/12/04 11:01

Ívar Sívertsen

ÉG held að ef allir færu að sálgreina Frella eins og hann virkilega virðist vilja þá fyrst erum við að horfa fram á absúrdisma...

1/12/04 11:01

Limbri

Ég verð að segja fyrir mína parta að mér finnst langt síðan Gestapó hefur verið jafn ómengaður af skítkasti og leiðindum. Menn eru kurteisir og lítið er um að menn reyni að búa til illindi. (Fráhvarf lykilmanna í þess háttar óleikjum er líklega ástæða þess.)

"Almennt spjall" hefur mér þótt vera afar almennt og þar er spjallað í þokkalegum mæli.

"Efst á baugi" hefur verið temmilega virkt að mínu mati.

Um "Baggalútíu" og "Undirheima" hef ég ekkert að segja. (Nema þá kannski að mér sýnist að leikritið hefur fært sig þangað inn og þykir mér það gott.)

"Kveðist á" er og hefur alltaf verið einkasvæði fyrir þá sem kunna að kveða. Þangað inn hættir maður sér ekki nema undir dulnefnum.

"Dægurmál og..." eru nánast stopp í 3-5 þráðum.

"Vísindaakademían" er mikilvægasta svæðið að mínu mati en þar gerist því miður of lítið.

"Sögur, gátur..." er búið að fá fullt af fínum leikjum undanfarið.

"Vinsælir leikir" er klassík sem þarf ekkert að segja um.

"Fyrirspurnir" eru búnar að vera vel virkar, bæði frá almúganum jafnt sem Ritstjórn.

"Umvandanir..." eru náttúrulega bara svæði fyrir tæknileg atriði og þurfa ekkert aðhald.

Í ljósi alls þessa sýnist mér að Gestapó sé bara í fínu formi.

Ef einhver hefur út á mig eða mína almennu stefnu að setja þætti mér vænt um að fá einkapóst. Sá póstur má þess vegna vera sendur undir dulnefni.

-

1/12/04 11:01

Finngálkn

Hlustið nú og hlýðið á: Kæri Vladimir Fuckov! - Ég hef ekkert á móti þér né hinum vælandi besservisserunum - en frá upphafi hefur mér fundist þessi stefna ykkar: þú mátt lemja - bara ekki of fast!, ansi losaraleg og illa ígrunduð. Kannski er ég bara of illa gefin til þess að geta greint þarna á milli???

1/12/04 11:01

Finngálkn

Enda hef ég aldrei verið neinum gefinn - undir, þið miskiljið...

1/12/04 11:01

Hakuchi

Já Finngálkn mitt. Sumir eiga bágt með að greina þarna á milli. Þú hefur nú verið fínn að undanförnu.

1/12/04 11:02

hlewagastiR

Sannast sagna tel ég málhefjanda kasta steinum úr glerhúsi. Hér fer mikinn klíka sem þekkist innbyrðis og hittist reglulega á kaffihúsum og talar opinskátt um það. Ekkert að því svosem, en þá er ekki gott að skamma aðra fyrir hið sama. Í síðasta mánuði vakti ég athygli á því sem mér fannst vera orðinn yfirgangur gömlu klíkunnar og benti á ýmislegt sem betur mætti fara. Niðurstaðan var skipulagt einelti. Innleggjum mínum var breytt. Menn sammæltust um að úthúða mér. Menn sammæltust um að spyrða mig við eitthver lesblint nýstirni hérna (sem eins og aðrir nýliðar fær heldur kuldalegar móttökur). Ég reyndi eiga að síður að friðmælast við forsprakka hópsins og uppskar svör sem stytt og þýtdd á manna mál þýða: "tek í útrétta sáttahönd en eins gott þú fáir ekki fleiri köst því hér erum það við sem ráðum en þú ert geðveiktur hálfbjáni". Þannig var það. Þetta hefur nokkuð dregið úr innleggjagleði minni en lít alltaf við annað slagið í leit að gamla, góða andrúmsloftinu sem ég man svo vel eftir að var hér einusinni. Þangað til held ég mig mestmegnis til hlés en lít inn annað slagið að taka út stöðuna og kasta e.t.v. kveðju. Þótt ég hafi orðið fyrir vonbrigðum með marga hérna inni held ég að þetta séu bestu skinn, þrátt fyrir allt. Og flestir eru auðvitað frábærir. Alltaf. Ykkur öllum sendi ég brjálæðislega geðveikar ástar- og saknaðarkveðjur þangað til næst.

1/12/04 11:02

Ívar Sívertsen

Ég man ekki til þess Gimlé að ég hafi nokkurn tíma gert eitthvað á þinn hlut og mun líklega aldrei gera það. En ég er hjartanlega sammála þér með grjótið og glerhúsið. Hér eiga allir að vera jafnir nema ritstjórnin, hún er jafnari en við hin!

1/12/04 11:02

Smábaggi

Ég er fullkomnlega sammála Limbra og öllum vitnunum í Orwell. Ég gæti ekki orðað þetta betur, sennilega verr. Svartsýnisspár eru óþarfar.

1/12/04 11:02

Haraldur Austmann

Ég lagði Gimlé í einelti en eftir að ég fór í meðferð hjá Olveusarstofnuninni hætti ég því. Ég var afskaplega skipulagður í þessu einelti og ég hittist á kaffihúsum reglulega til að ræða við mig um næstu árásir á Gimlé. Ég eyddi innleggjunum hans hvar sem ég sá þau og einu sinni gerðist ég meira að segja svo grófur að eyða skóinnleggjunum hans líka. Þá hætti ég og fór í meðferð.

Vladimir Fuckov:
  • Fæðing hér: 20/8/03 21:21
  • Síðast á ferli: 23/8/23 21:21
  • Innlegg: 19773
Eðli:
Forseti Baggalútíu. Kóbalt- og hergagnaframleiðsluráðherra og viðskiptaráðherra Baggalútíu. Æðstiklerkur Skipulagsstofnunar Hreintrúarflokksins. Eigandi sálar Ég sjálfs (eða hvernig sem það nafn fallbeygist). Rocket scientist. Stofnandi Nátthrafnasamtaka Baggalútíu (NHS-B). Erkilaumupúki.Flöt jörð, slétt föt, hrein trú !
Fræðasvið:
Rocket science, life, the universe and everything
Æviágrip:
Vjer fæddumst í Rússlandi, að líkindum seint á 19.öld eða snemma á síðustu öld en munum eigi hvenær, vorum of ungir er það gerðist til að muna eftir því. Snemma hófum vjer tilraunakenndar eldflaugasmíðar og vorum óvart næstum búnir að þurrka megnið af Síberíu út við tilraunageimskot í Tunguska. Þar vorum vjer þó heppnir þvi eigi komst hitinn og eldurinn í kóbalt vort. Síðar lukum vjer doktorsnámi í eldflaugaverkfræði og efna- og eðlisfræði kóbalts svo og í notkun tölva til stjórnunar á gjöreyðingarvopnum og flúðum að því loknu land til að stunda tilraunir á eigin vegum víðsvegar um heim. Seint á árinu 2003 urðu tímamót í rannsóknum vorum er vjer skruppum í svaðilför mikla til Rússlands og stálum þar gjöreyðingarvopni því er elipton nefnist. Er vopn þetta núna mikilvægur liður í því að tryggja stöðu Baggalútíu sem stórveldis og hefur því stöku sinnum verið beitt gegn óvinum ríkisins. Nýlega hófum vjer síðan umfangsmiklar rannsóknir á hagnýtingu plútóníums, einkum til hálkuvarna og götulýsingar, t.d. á Hellisheiði.