— GESTAPÓ —
Hugfreður
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/04
Hættur reykinga

Reykingahættur eru af ýmsum toga og ekki allar eins fyrirsjáanlegar

Nú rétt í þess fíraði ég upp í einni laufléttri í þann mund er ég var að fara inná kveðskaparþræði Gestapósins. Við lestur eins kvæðisins hló ég dátt og rettan rétt orðin velglóðug. Við hláturinn rakst glóðin í ennið á mér og brenndi far. Nú er ég merktur á enninu með ljótu fari, hvað segi ég mömmu gömlu er hún sér það? Uss og svei, þessar rettur leyna á sér.

   (7 af 7)  
31/10/04 14:01

Don De Vito

Já, þetta er ljótt að sjá. Ummerki þess sjá greinilega á þér. En þetta ætti að kenna þér að hætta að reykja!

31/10/04 14:01

B. Ewing

Það sem þú getur sagt henni er að þú sért byrjaður að reykja. Að laumureykja fyrir foreldrunum er svakaleg skömm. Gott ef þau skipa þér ekki inn í herbergi þar sem þú átt að hugsa hvað þú hefur gert. Eða jafnvel stjaksettur, hver veit.
Bara ein leið til að komast að því.

31/10/04 14:01

Hugfreður

Já þetta hefur komið mér í koll að framanverðum. Takk fyrir ráðin félagar.

31/10/04 14:01

Anna Panna

Sko ef þetta væri það hættulegasta við að reykja, þá værirðu bara í góðum málum!

31/10/04 14:02

Litli Múi

Ég segi bara, góð mynd

31/10/04 14:02

Jóakim Aðalönd

Ég hef ekki reykt í bráðum 8 mánuði og líkar bara ljómandi vel!

31/10/04 14:02

Hvæsi

það þykir bara flott að hafa ör er einkennir manns eigin trýni.

Skál fyrir reyklausum Jóakim.

31/10/04 15:01

Anar

Segðu henni bara að passa sig annars fái hún eina rauðglóandi á ennið, þú sért í æfingu.

~Heiðra skaltu föður þinn og móður~

Hugfreður:
  • Fæðing hér: 5/10/05 01:42
  • Síðast á ferli: 20/4/13 23:01
  • Innlegg: 542
Eðli:
Rannsakandi hugsuður, ávallt í leit að nýrri og ferskri þekkingu.
Fræðasvið:
Heimsvaldafræði, með áherslu á deilun og drottnun pöpulsins, ásamt sterkum áhuga á Hagelian aðferðinni í fortíð og nútíð. Samsærisfræði. Uppruni mannkyns, uppruni lífs, uppruni heims, uppruni uppruna.
Æviágrip:
Fæddur og uppalinn í nánd við miðborg Reykjavíkur. Dró sig í hlé kringum hálfþrítugsaldurinn til að starfa við eigin rannsóknir.