— GESTAPÓ —
Carrie
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/06
Konan sem Lennon elskaði

Dóttir öryggiskonunnar fékk póstkort frá Yoko Ono í gær. Tilefnið er verkefni sem leikskóli stúlkunnar kom að.

Ég vissi ekki hvert ég ætlaði, svo merkilegt fannst mér kortið. Mig langaði mest að taka niður málverkið af dvergnum fyrir ofan sófann og hengja póstkortið þar. Dóttirin tók það ekki í mál, hana langaði heldur að vatnslita á það.

Vatnslita á kort frá Yoko Ono. Mála á kort frá konunni sem Lennon elskaði. Krassa yfir stafi myndaða af konunni sem saumaði hjörtu í innanverðar buxur Lennons.

Það verður ekki málað á kortið, málverkið verður heldur ekki tekið niður. Kortið verður geymt á stássskápnum þar til mæðgur koma sér saman um afdrif þess.

   (2 af 5)  
3/12/06 03:01

krossgata

Hmmmm. Yoko Ono er nú bara einhver kona úti í heimi. Er ekki dóttir öryggiskonunnar mikill listamaður?
[Alveg hneyksluð á öryggiskonunni að hefta svona listræna tjáningu barnsins]

3/12/06 03:01

Billi bilaði

[Öfundast]

3/12/06 03:01

krumpa

hmmm segi ég nú líka, eins og krossgata. Persónulega finnst mér þau skötuhjú - og sér í lagi hún - sérdeilis ofmetin. Ef Lennon hefði lifað væri hann sennilega ekkert hærra skrifaður en aðrir popparar á ellilaunum. En þeir sem guðirnir elska deyja ungir - eða var það kannski ekki bara öfugt? Vil miklu frekar hafa listaverk eftir barn á ísskápnum en fjölfaldað PR kort frá kellingu hverrar helsta afrek í lífinu var að liggja í rúminu í viku og sauma hjörtu. Hrumpf.

3/12/06 03:01

Salka

Oho ja!
Margar konur elskudu Lennon en Yoko var su kona sem Lennon elskadi. Yndislega hun.
Fardu vel med kortid og ekki glata thvi. Ad dottir thin fai ad vatnslita a thad, thad er af og fra.
Til hamingju Carrie med dyrgripinn thinn og dottur thina. Ykkur a eftir ad semja vel thegar hun kemst til vits og ara.

3/12/06 03:02

Hakuchi

Spurning um að brenna helminginn þar sem hún er morðingi Bítlanna.

3/12/06 03:02

Upprifinn

Nei mín kæra Krumpa kannski Jóka en Lennon verður aldrei ofmetinn. þó að hann hafi verið fyllibytta og slagsmálahundur og í alla staði vandræðagemsi. þá var hann samt svo sérstakur listamaður að hann verður ekki borin saman við aðra poppara á eftirlaunum.

3/12/06 03:02

Hakuchi

Húff, já ég var bara að sjá komment krumpu núna. Hjartanlega ósammála henni um Lennon. Ef hann hefði lifað þá væri hann á stalli, skör ofar en sykurfroðan Paul.

Ono má hins vegar eiga sig. Það er reyndar rétt hjá Carrie að hennar eina afrek var að snillingurinn Lennon elskaði hana.

3/12/06 04:00

Jóakim Aðalönd

Alveg er mér nákvæmlega sama um þetta allt saman.

3/12/06 04:00

Jarmi

Ég hef einmitt nokkrum sinnum tekið upp hanskann fyrir greyið Yoko. Hún getur ekki hafa verið alslæm fyrst meistari Lennon sá eitthvað í henni, það væri bara ekki að ganga upp.

3/12/06 04:01

Prins Arutha

Á E-Bay með kortið, og svo verslum við okkur blút og gerum okkur glaðan dag.

4/12/06 04:00

Bölverkur

Ég bið þær sem vilja "sauma hjörtu í innanverðar buxur" mínar að stinga mig ekki.

Carrie:
  • Fæðing hér: 1/10/05 02:19
  • Síðast á ferli: 15/8/12 18:11
  • Innlegg: 3034
Eðli:
Carrie er vitavörður í Baggalútíu og býr í vitanum sínum. Hún er einnig öryggiskona í Hlerunarstofnuninni.
Fræðasvið:
Vitavörður og öryggiskona.
Æviágrip:
Carrie fluttist til Baggalútíu í byrjun október 2005. Daginn eftir komuna hingað klippti illgjörn tvíburasystir hennar bremsur bíls hennar í sundur svo hún keyrði fram af klettum og slasaðist. Í eitt ár lá hún minnislaus á sjúkrahúsi í Chile. Er minnið fór að skila sér lét hún flytja sig tafarlaust aftur til Baggalútíu og hefur dvalið hér síðan.
Carrie gætir öryggis starfsfólks Hlerunarstofnunarinnar. Einnig er hún vitavörður.